Flokkur Viktors Orbans, forsætisráðherra Ungverjalands, fékk flest atkvæði í kosningunum í landinu í gær, og var með tæplega 50 prósent fylgi þegar búið var að telja 93 prósent atkvæða.
Kjörsókn var 69 prósent, en Orban hefur talað fyrir því að Ungverjaland verji sín gildi fyrir innflytjendaum og Evrópusambandinu. Hann talaði eindregið gegn nánari Evrópusamvinnu á lokametrum kosningabaráttunnar og líkti flóttafólki og innflytjendum við sníkjudýr, sem ættu ekki að vera velkomin í ungverska menninga.
Í Ungverjalandi búa tæplega 10 milljónir manna, en þrátt fyrir harðlínustefnu sína gagnvart innflytjendum og flóttafólki - sem hann hefur lokað á - þá er enginn stjórnmálamaður í Ungverjalandi nærri því að ógna stöðu hans á hinu pólitíska sviði.
Þetta verður fjórða kjörtímabil hans við völd, sem senn er að hefjast. Orban er 54 ára og hefur verið leiðtogi hægri íhaldsmanna í Ungverjalandi, og hefur beitt sér fyrir stefnubreytingu innan flokksins, en á árum áður aðhylltist hann meiri samvinnu við Evrópusambandið og önnur ríki, en Orban hefur umbreytt flokknum í þjóðernissinnaðan flokk.