Hugsað út fyrir kassann

Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur skrifar um aðgerðir til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og segir þær aðgerðir raunhæfastar sem stuðla að stórlækkun kostnaðarverða og vaxta.

Auglýsing

Það vantar um 17.000 nýjar íbúðir inn á hús­næð­is­mark­að­inn fyrir lok 2019, sam­kvæmt nýlegri úttekt Íbúð­ar­lána­sjóðs. Til langs tíma þyrftu um 2.200 íbúðir að koma inn á mark­að­inn á ári og útlit er fyrir að sá fjöldi náist í ár og næsta ár sem þýðir það að vönt­unin minnkar lítið næstu ár.

Tafla: Hagstofa Íslands, hagdeild Íbúðalánasjóðs

Ástæður vand­ans

Þétt­ing­ar­stefnan í Reykja­vik er mik­il­væg en hefur stuðlað að hærri kostn­að­ar­verðum en ella.  Ekki hafa verið í boði nægi­lega vel stað­settar og auð­byggj­an­legar lóðir til að bygg­inga­að­ilar hafi treyst sér til að selja íbúðir þar, sem þurfa að vera ódýr­ari en íbúðir miðs­svæð­is, út af ferða­tíma.  Eft­ir­spurn eftir íbúða­hús­næði sveifl­ast mikið eftir efna­hags­á­standi. Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er veik­burða og fram­leiðni léleg í sam­an­burði við nágranna­lönd­in. Vextir hér eru háir. Kostn­að­ar­verð nýrra íbúða er því tals­vert hærra en það gæti ver­ið.

Auglýsing
Í vest­rænum ríkjum telst það til grund­vallar mann­rétt­inda að eiga kost á öruggu hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Fá hruni hafa margir þeirra sem eru að koma nýir inn á hús­næð­is­mark­að­inn ekki haft efni á að kaupa sér íbúð. Það ásamt fjölda inn­flytj­enda og fjölda ferða­manna veldur því að eft­ir­spurn eftir leigu­hús­næði er mikil og leigu­verð há. Tugir þús­unda eru því fastir í fátækt­ar­gildru og ekki útlit fyrir að úr ræt­ist næstu ára­tugi, nema eitt­hvað nýtt komi til.

Nýjar lausnir

Til að ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði þarf kaup­máttur að aukast eða hús­næð­is­verð að lækka, helst hvort tveggja.

Kaup­máttur fólks hefur vissu­lega auk­ist tals­vert und­an­farin ár og útlit er fyrir að hann vaxi áfram. En hús­næð­is­kostn­aður hefur auk­ist hrað­ar. Útlit er fyrir svip­aða þróun næstu ár og að vand­inn muni vaxa þó stuðn­ingur skatt­greið­enda gegnum opin­ber úrræði hjálpi sum­um.

En mark­aðs­brest­ur­inn er um 100 millj­arðar króna miðað við að um 10.000 manns vanti að með­al­tali um 10 millj­ónir króna til að geta keypt sína fyrstu íbúð. Þetta er ekki nákvæmur útreikn­ingur en gefur hug­mynd um að vand­inn er stór.

Skatt­greið­endur leggja árlega fram um 15 millj­arða króna í hús­næð­is­stuðn­ing í formi vaxta­bóta, húsa­leigu­bóta og beins stuðn­ings við fyrstu íbúða­kaup. Mark­aðs­brest­ur­inn er það stór að hann verður ekki bættur nema að litlu leyti með auknum nið­ur­greiðslum skatt­greið­enda.

Raun­hæf­astar eru aðgerðir sem stuðla að stór­lækkun kostn­að­ar­verða og vaxta.

Lækkum bygg­ing­ar­kostnað um 30-50%

Kostn­að­ar­verð nýrra íbúða ræðst af skipu­lagi, verði lóða, bygg­ing­ar­kostn­aði og vaxta­kjör­um.

Lóða­verð ræðst af til­kostn­aði og mark­aðs­að­stæðum meðal ann­ars fjar­lægð frá atvinnu­svæðum og þjón­ustu. Mik­il­vægt er að sveit­ar­fé­lögin tryggi nægt lóða­fram­boð bæði á þétt­ing­ar­reitum og aðgengi­legum bygg­ing­ar­svæðum þar sem byggja má tals­verðan fjölda íbúða í einu til að ná niður bygg­ing­ar­kostn­aði. Ekki má heldur þrengja um of að bygg­ing­ar­mögu­leikum með óþarfa kröfum í skipu­lagi.  Sam­göngur þurfa einnig að vera góðar þannig að það taki ekki eilífð­ar­tíma að sækja vinnu og þjón­ustu.

Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þurfa að taka upp náið sam­starf um lóða­fram­boð og haga hús­næð­is­stuðn­ingi sín­um, kaupum á félags­legu hús­næði, bygg­ingju félags­legs hús­næðis og öðrum hús­næð­is­að­gerðum eftir mark­aðs­að­stæðum til að jafna sveiflur í bygg­ing­ar­iðn­aði og kostn­að­ar­verð íbúða eftir föng­um.

Bygg­ing­ar­að­ilar þurfa stöð­ug­leika og aðgang að vel mennt­uðu og hæfu starfs­fólki til að bæta verk­ferla, auka fram­legð, stytta bygg­ing­ar­tíma og lækka bygg­ing­ar­kostn­að.

Inn­lendir bygg­ing­ar­að­ilar þurfa til lengri tíma litið að fram­leiða um 2.200 íbúðir á ári.  Kúf­inn, það er ofan­greindar 13.000 íbúðir sem vantar á mark­að­inn ætti að taka út fyrir sviga í hag­kerf­inu og bjóða út í áföngum á alþjóða­mark­aði í sam­ráði við verka­lýðs­fé­lög og aðra hags­muna­að­ila.

Nýta þarf ein­inga­í­búðir fjölda­fram­leiddar erlendis sem raða má í sam­býli eins og kubb­um.  Breyta þarf kröfum þannig að meira verði fram­leitt af litlum ódýrum íbúð­um.

Vextir hér eru um 2% hærri en í nágranna­lönd­un­um.  Ár­legar afborg­anir af 30 millj­óna kr. láni eru um 600.000 krónum hærri hér en í Evr­unni.  Við borgum íbúð­irnar okkar um 2,5 sinnum á meðan Evr­ópu­búar borgar sínar um 1,5 sinn­um.

Ofan­greint lækkar kostn­að­ar­verð nýrra íbúða um 30-50% sem skiptir sköp­um. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar