Hugsað út fyrir kassann

Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur skrifar um aðgerðir til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og segir þær aðgerðir raunhæfastar sem stuðla að stórlækkun kostnaðarverða og vaxta.

Auglýsing

Það vantar um 17.000 nýjar íbúðir inn á hús­næð­is­mark­að­inn fyrir lok 2019, sam­kvæmt nýlegri úttekt Íbúð­ar­lána­sjóðs. Til langs tíma þyrftu um 2.200 íbúðir að koma inn á mark­að­inn á ári og útlit er fyrir að sá fjöldi náist í ár og næsta ár sem þýðir það að vönt­unin minnkar lítið næstu ár.

Tafla: Hagstofa Íslands, hagdeild Íbúðalánasjóðs

Ástæður vand­ans

Þétt­ing­ar­stefnan í Reykja­vik er mik­il­væg en hefur stuðlað að hærri kostn­að­ar­verðum en ella.  Ekki hafa verið í boði nægi­lega vel stað­settar og auð­byggj­an­legar lóðir til að bygg­inga­að­ilar hafi treyst sér til að selja íbúðir þar, sem þurfa að vera ódýr­ari en íbúðir miðs­svæð­is, út af ferða­tíma.  Eft­ir­spurn eftir íbúða­hús­næði sveifl­ast mikið eftir efna­hags­á­standi. Bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn er veik­burða og fram­leiðni léleg í sam­an­burði við nágranna­lönd­in. Vextir hér eru háir. Kostn­að­ar­verð nýrra íbúða er því tals­vert hærra en það gæti ver­ið.

Auglýsing
Í vest­rænum ríkjum telst það til grund­vallar mann­rétt­inda að eiga kost á öruggu hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Fá hruni hafa margir þeirra sem eru að koma nýir inn á hús­næð­is­mark­að­inn ekki haft efni á að kaupa sér íbúð. Það ásamt fjölda inn­flytj­enda og fjölda ferða­manna veldur því að eft­ir­spurn eftir leigu­hús­næði er mikil og leigu­verð há. Tugir þús­unda eru því fastir í fátækt­ar­gildru og ekki útlit fyrir að úr ræt­ist næstu ára­tugi, nema eitt­hvað nýtt komi til.

Nýjar lausnir

Til að ná jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði þarf kaup­máttur að aukast eða hús­næð­is­verð að lækka, helst hvort tveggja.

Kaup­máttur fólks hefur vissu­lega auk­ist tals­vert und­an­farin ár og útlit er fyrir að hann vaxi áfram. En hús­næð­is­kostn­aður hefur auk­ist hrað­ar. Útlit er fyrir svip­aða þróun næstu ár og að vand­inn muni vaxa þó stuðn­ingur skatt­greið­enda gegnum opin­ber úrræði hjálpi sum­um.

En mark­aðs­brest­ur­inn er um 100 millj­arðar króna miðað við að um 10.000 manns vanti að með­al­tali um 10 millj­ónir króna til að geta keypt sína fyrstu íbúð. Þetta er ekki nákvæmur útreikn­ingur en gefur hug­mynd um að vand­inn er stór.

Skatt­greið­endur leggja árlega fram um 15 millj­arða króna í hús­næð­is­stuðn­ing í formi vaxta­bóta, húsa­leigu­bóta og beins stuðn­ings við fyrstu íbúða­kaup. Mark­aðs­brest­ur­inn er það stór að hann verður ekki bættur nema að litlu leyti með auknum nið­ur­greiðslum skatt­greið­enda.

Raun­hæf­astar eru aðgerðir sem stuðla að stór­lækkun kostn­að­ar­verða og vaxta.

Lækkum bygg­ing­ar­kostnað um 30-50%

Kostn­að­ar­verð nýrra íbúða ræðst af skipu­lagi, verði lóða, bygg­ing­ar­kostn­aði og vaxta­kjör­um.

Lóða­verð ræðst af til­kostn­aði og mark­aðs­að­stæðum meðal ann­ars fjar­lægð frá atvinnu­svæðum og þjón­ustu. Mik­il­vægt er að sveit­ar­fé­lögin tryggi nægt lóða­fram­boð bæði á þétt­ing­ar­reitum og aðgengi­legum bygg­ing­ar­svæðum þar sem byggja má tals­verðan fjölda íbúða í einu til að ná niður bygg­ing­ar­kostn­aði. Ekki má heldur þrengja um of að bygg­ing­ar­mögu­leikum með óþarfa kröfum í skipu­lagi.  Sam­göngur þurfa einnig að vera góðar þannig að það taki ekki eilífð­ar­tíma að sækja vinnu og þjón­ustu.

Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þurfa að taka upp náið sam­starf um lóða­fram­boð og haga hús­næð­is­stuðn­ingi sín­um, kaupum á félags­legu hús­næði, bygg­ingju félags­legs hús­næðis og öðrum hús­næð­is­að­gerðum eftir mark­aðs­að­stæðum til að jafna sveiflur í bygg­ing­ar­iðn­aði og kostn­að­ar­verð íbúða eftir föng­um.

Bygg­ing­ar­að­ilar þurfa stöð­ug­leika og aðgang að vel mennt­uðu og hæfu starfs­fólki til að bæta verk­ferla, auka fram­legð, stytta bygg­ing­ar­tíma og lækka bygg­ing­ar­kostn­að.

Inn­lendir bygg­ing­ar­að­ilar þurfa til lengri tíma litið að fram­leiða um 2.200 íbúðir á ári.  Kúf­inn, það er ofan­greindar 13.000 íbúðir sem vantar á mark­að­inn ætti að taka út fyrir sviga í hag­kerf­inu og bjóða út í áföngum á alþjóða­mark­aði í sam­ráði við verka­lýðs­fé­lög og aðra hags­muna­að­ila.

Nýta þarf ein­inga­í­búðir fjölda­fram­leiddar erlendis sem raða má í sam­býli eins og kubb­um.  Breyta þarf kröfum þannig að meira verði fram­leitt af litlum ódýrum íbúð­um.

Vextir hér eru um 2% hærri en í nágranna­lönd­un­um.  Ár­legar afborg­anir af 30 millj­óna kr. láni eru um 600.000 krónum hærri hér en í Evr­unni.  Við borgum íbúð­irnar okkar um 2,5 sinnum á meðan Evr­ópu­búar borgar sínar um 1,5 sinn­um.

Ofan­greint lækkar kostn­að­ar­verð nýrra íbúða um 30-50% sem skiptir sköp­um. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar