Alls vilja 23 verða upplýsingafulltrúar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Meðal umsækjenda eru Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2, Berglind „Festival“ Pétursdóttir, textahöfundur og sjónvarpskona á RÚV og Auðunn Arnórsson upplýsingafulltrúi breska sendiráðsins á Íslandi og bróðir Þóru Arnórsdóttur ritstjóra sjónvarpsþáttarins Kveiks sem sýndur er á RÚV.
Fleiri stöður upplýsingafulltrúa í stjórnarráðinu hafa verið auglýstar og fylltar síðustu mánuði. Þá sóttu umtalsvert fleiri um, en 75 sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins í nóvember á síðasta ári og tæplega 60 um stöðu upplýsingafulltrúa menntamálaráðuneytisins í janúar.
Starf upplýsingafulltrúa var auglýst til umsóknar í byrjun mars. Í auglýsingunni kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum og ritstýrir vefjum ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúa er ætlað að vinna að kynningu á starfsemi ráðuneytisins og verkefnum þess og vera ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðrum starfsmönnum til ráðgjafar um samskipti við fjölmiðla. Hann fylgist með fréttaflutningi af starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar.
Þessi sóttu um stöðuna:
Aldís Gunnarsdóttir
Auðunn Arnórsson
Berglind Pétursdóttir
Björn Friðrik Brynjólfsson
Björn Sigurður Lárusson
Eyþór Gylfason
Gró Einarsdóttir
Guðmunda Sigurðardóttir
Guðmundur Albert Harðarson
Guðmundur Heiðar Helgason
Guðrún Óla Jónsdóttir
Hulda Birna
Inga Dóra Guðmundsdóttir
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Ragnar Auðunn Árnason
Sólveig Fríða Guðrúnarsdóttir
Stefanía Hrund Guðmundsdóttir
Tinna Garðarsdóttir
Torfi Geir Sómonarson
Viktor H. Andersen
Þorbjörn Þórðarsson
Þórdís Valsdóttir
Ösp Ásgeirsdóttir
Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að 25 hefðu sótt um en tveir þeirra drógu umsóknir sínar til baka.