Mun einhver hreyfing verða á milli þeirra tveggja fylkinga sem eru til staðar í Reykjavík, og hverfast annars vegar í kringum Samfylkinguna og hins vegar í kringum Sjálfstæðisflokkinn?
Getur einhver flokkur galdrað fram kosningartöfrabragð á lokametrum kosningabaráttunnar og stolið nægilega mörgum prósentum til að hafa úrslitaáhrif á hvernig næsti meirihluti í höfuðborginni verður.
Hvaða áhrif mun kvennaframboð hafa, getur Viðreisn eða jafnvel Framsókn staðsett sig á milli fylkinganna sem sækja annars vegar fylgi sitt til gömlu Reykjavíkur og hins vegar til efri byggða og mun einhver þeirra flokka sem hefur þegar útilokað samstarf við valda flokka snúast hugur?
Þetta er á meðal þess sem rætt var í síðasta þætti Kjarnans á Hringbraut, sem var frumsýndur síðastliðinn miðvikudag kl. 21. Gestir þáttarins að þessu sinni voru almannatenglarnir Karen Kjartansdóttir og Andrés Jónsson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Auglýsing