James Comey, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, sagði í viðtali við ABC sjónvarpsstöðina í kvöld, að Donald J. Trump, Bandaríkjaforseti, væri algjörlega vanhæfur til að vera forseti.
Hann sagði Trump vera siðlausan, raðlygara og að framkoma hans við konur sýndi glögglega að hann liti á þær fyrst og fremst sem hvert annað kjöt.
First look at my interview with Former FBI Director @Comey – what he was thinking during those meetings with President @realDonaldTrump https://t.co/TCPSpTzzzr
— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) April 13, 2018
Comey, sem er nýbúinn að gefa út bókina að A Higher Loyalty, segir Trump einnig vera veiklundaðan þegar komi að samskiptum við Rússa, og það geti boðið hættunni heimi, þar sem Rússar geti nýtt sér það.
My book is about ethical leadership & draws on stories from my life & lessons I learned from others. 3 presidents are in my book: 2 help illustrate the values at the heart of ethical leadership; 1 serves as a counterpoint. I hope folks read the whole thing and find it useful.
— James Comey (@Comey) April 15, 2018
Aðspurður sagðist hann telja, að Trump ætti samt að sitja áfram en að það væri mikilvægt fyrir fólk í Bandaríkjunum, og kjósendur í lýðræðislegum kosningum, að átta sig á þessum veikleikum Trumps, og láta það síðan koma fram í kosningum.
Trump hefur brugðist illa við því sem greint hefur verið frá í bók Comey, og segir hann hafa falsað minnisblöð upp úr samtölum við sig.