Comey segir Trump siðferðilega óhæfan til að vera forseti

Í sjónvarpsviðtali kallaði James Comey Donald Trumpm lygara og siðleysingja. Hann segir að hann umgangist konur eins og þær séu kjöt.

comey
Auglýsing

James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri alrík­is­lög­regl­unnar FBI, sagði í við­tali við ABC sjón­varps­stöð­ina í kvöld, að Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, væri algjör­lega van­hæfur til að vera for­set­i. 

Hann sagði Trump vera sið­lausan, rað­lygara og að fram­koma hans við konur sýndi glögg­lega að hann liti á þær fyrst og fremst sem hvert annað kjöt. 

Auglýsing


Comey, sem er nýbú­inn að gefa út bók­ina að A Hig­her Loyal­ty, segir Trump einnig vera veik­lund­aðan þegar komi að sam­skiptum við Rússa, og það geti  boðið hætt­unni heimi, þar sem Rússar geti nýtt sér það. Aðspurður sagð­ist hann telja, að Trump ætti samt að sitja áfram en að það væri mik­il­vægt fyrir fólk í Banda­ríkj­un­um, og kjós­endur í lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um, að átta sig á þessum veik­leikum Trumps, og láta það síðan koma fram í kosn­ing­um. 

Trump hefur brugð­ist illa við því sem greint hefur verið frá í bók Comey, og segir hann hafa falsað minn­is­blöð upp úr sam­tölum við sig. 

Meira úr sama flokkiErlent