Nýr Laugardalsvöllur kosti á bilinu 7 til 18 milljarða

Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ hafa samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega uppbyggingu nýs Laugardalsvallar.

Laugardalsvöllur
Auglýsing

Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ hafa samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega uppbyggingu nýs Laugardalsvallar. Félagið verður 50 prósent í eigu Reykjavíkurborgar, 42,5 prósent í eigu ríkisins og 7,5 prósent í eigu KSÍ.

Starfshópur sem ríkið og Reykjavíkurborg skipaði í janúar um uppbyggingu Laugardalsvallar hefur skilað af sér niðustöðum. Hópurinn fór yfir hugmyndir um þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu. 

Auglýsing
Helstu niðurstöður starfshópsins eru:

  1. Margt mælir með því að núverandi þjóðarleikvangur í Laugardal verði endurnýjaður.
  2. Ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ stofni undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd og taki upp viðræður um eignarhald á þjóðarleikvangnum.
  3. Undirbúningsfélagið bjóði út samning um endanlega þarfagreiningu, skipulagningu verkefnisins, kostnaðaráætlun og gerð útboðsgagna.
  4. Þjóðarleikvangur getur hvort heldur sem er verið opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki.
  5. Reykjavíkurborg, ríkið og KSÍ stofna undirbúningsfélag um uppbyggingu Laugardalsvallar. Mynd: StjórnarráðiðKostnaður og áhætta við fjölnotaleikvang er vel umfram kostnað og áhættu við opinn knattspyrnuvöll.
  6. Ákvörðun um byggingu og eignarhald þjóðarleikvangs verði tekin með hliðsjón af niðurstöðu vinnu undirbúningsfélags og stöðu opinberra fjármála.
  7. Áætlað er að undirbúningi fyrir ákvörðun verði lokið í lok árs 2018.
  8. Verði tekin ákvörðun um byggingu þjóðarleikvangs getur útboðsferli framkvæmda tekið frá nokkrum mánuðum og upp undir eitt ár og framkvæmdatími verið að minnsta kosti tvö ár.
  9. Huga verður að mögulegu fordæmi ákvörðunar um byggingu þjóðarleikvangs fyrir aðrar íþróttagreinar með hliðsjón af væntanlegri reglugerð um þjóðarleikvanga.
  10. Hvetja ætti til opinnar umræðu um byggingu þjóðarleikvangs á grundvelli þeirra ítarlegu gagna sem tekin hafa verið saman á undanförnum misserum.

Tveir valkostir til stækkunar - kostar 7 til 18 milljarða

Hópurinn skoðaði tvo valkosti annars vegar völl fyrir um 17.500 áhorfendur með yfirbyggðum áhorfendastæðum en opnu þaki yfir leikvellinum. Hins vegar kostur B sem er fjölnota mannvirki fyrir um 20.000 áhorfendur með þaki yfir leikvellinum sem hægt er að opna og loka eftir þörfum.

Verulegur munur er á þessum mannvirkjum til viðbótar við þakið sjálft og felst munurinn þá ekki aðeins í mismunandi útfærslum heldur einnig notkunarmöguleikum. Að baki hvorum valkosti um sig liggja þess vegna mismunandi viðskipta- og rekstraráætlanir.

Valkostur A. Mynd: Stjórnarráðið

Hugmyndir um útfærslu A gera ráð fyrir nútímalegum knattspyrnuvelli sem uppfyllir allar kröfur UEFA og FIFA til þjóðarleikvangs. Leikvangur A er fyrst og fremst hugsaður fyrir knattspyrnu en þó er gert ráð fyrir auka viðburðum í rekstraráætlun. Völlurinn mun rúma rúmlega 17.500 yfirbyggð sæti og 25.000 manns á tónleikum að sumri að til. Vesturstúkan (aðalstúkan) mun halda sér en rými innandyra endurskiplagt fyrir veitingaþjónustu. Rými fyrir fjölmiðla og keppnisfólk verður endurbyggt og nútímavætt. Grasvöllurinn verður endurnýjaður, skipt verður um undirlag og dren ásamt því að leggja hitalagnir. Hlaupabrautin verður fjarlægð og völlurinn sjálfur færður nær vesturstúku. Þrjár nýjar stúkur verða byggðar með nútímalegri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Starfshópurinn dregur þá ályktun að valkostur A kosti á bilinu 7 til 11 milljarða.

Valkostur B. Mynd: Stjórnarráðið

Meginmunur á valkostum A og B er opnanlegt þak, aukin aðstaða í viðbyggingu við austurstúku og sæti fyrir fleiri áhorfendur. Sæti verða á vellinum fyrir um 20.000 sæti og rými fyrir allt að 28.000 manns á tónleikum. Gert er ráð fyrir því að vesturstúkan (aðalstúkan) muni áfram halda sér en rými innandyra endurskiplögð. Einnig er gert ráð fyrir nýrri byggingu í austurstúku fyrir veitingaþjónustu og sérstök áhorfendaherbergi. Mun meiri nýting hlýst af opnanlegu þaki vallarins og í rekstraráætlunum er gert er ráð fyrir fjölda viðburða á ári.

Starfshópurin áætlar að valkostur B kosti á bilinu 11 til 18 milljarða.

Völlurinn vígður vorið 2021

Samkvæmt tímalínu sem starfshópurinn hefur sett upp í kringum verkefnið er gert rað fyrir að í kjölfar stofnunar undirbúningsfélagsins verði útboðsgögn undirbúin snemma nú í sumar, verkefnið auglýst og skipulagsmál undirbúin. Síðsumars verði samið við aðila um stýringu verkefnisins. Í desember verði tekin ákvörðun um útfærslu og næsta vor verði gerðir samningar um uppbyggingu nýs vallar sem síðan er stefnt á að verði vígður vorið 2021.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent