Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, neitar að hlýða Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hingað til hefur hann neitað að fara eftir svo til öllu sem Trump hefur lagt til, og hefur auk þess höfðað dómsmál í nokkur skipti þegar Trump hefur tilkynnt um fyrirskipanir og aðgerðir á sviði umhverfismála. Þannig brást Kalifornía strax við því, þegar Trump dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu, og lýsti því yfir að ríkið myndi standa við sitt og gott betur.
Núna neitar Brown að hlýða fyrirskipun um að þjóðvarðarlið Bandaríkjanna verði sent að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, innan Kaliforníu, til að fylgjast með straumi fólks yfir landamærin. Trump vill að fjögur þúsund manna lið verði við landamærin, en Brown segir þetta óþarfa. Hann segir landamæragæsluna góða og segist treysta því að alríkisstjórnin hafi nægilega stjórn á því verkefni sem hún á að sinna, sem er landamæra- og tollgæsla.
Þjóðvarðarliðið heyrir hins vegar undir ríkin sjálf, og því verða ríkisstjórar að samþykkja það þegar þau eiga að sinna tilteknum verkefnum. Nú þegar hafa um þúsund liðar úr þjóðarvarðarliðinu farið að landamærunum og munar mest um 650 manna lið frá Texas. Óskað var eftir því að Kalifornía legði til 237 liða en Brown var ekki tilbúinn að verða við því.
California responds👇🏼 pic.twitter.com/8HCXoGXc87
— Jerry Brown (@JerryBrownGov) April 11, 2018
neitar að verða við óskum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að senda þjóðvarðliða til að fylgjast með ólöglegum innflytjendum frá Mexíkó. Trump tilkynnti fyrir nokkru að hann ætlaði að senda fjögur þúsund þjóðvarðliða að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að halda aftur af straumi ólöglegra innflytjenda.
Kalifornía er fjölmennasta ríki Bandaríkjanna með 38 milljónir íbúa, og má með sanni segja að ráðamenn þar séu miklir andstæðingar Trumps forseta og þess sem hann stendur fyrir. Kalifornía er mikið vígi Demókrata, eins og nágrannaríkin, Oregon og Washington. Samtals búa um 50 milljónir manna í þessum þremur ríkjum á vesturströndinni.