May: Tókum ekki þátt í aðgerðunum af því að Trump sagði okkur að gera það

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir breska þingið í dag. Hún segir að það sé í hag Breta að efnavopnum sé ekki beitt og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð.

h_53417237.jpg
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að Bret­land hafi ekki tekið þátt í árás­unum á Sýr­land um helg­ina af því að Don­ald Trump sagði þeim að gera það. Hún segir það vera Bretum í hag að notkun efna­vopna sé bönnuð og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð. May kom fyrir breska þingið í dag. 

Á laug­ar­dag­inn hófu Banda­ríkja­menn, Bretar og Frakkar loft­árásir á Sýr­land. Til­gang­ur­inn með árásinni var að svara fyrir efna­vopna­notkun Sýr­lands­stjórnar viku áður. Ekki er talið að mann­fall hafi orðið í árás Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Frakk­lands en skot­mörkin voru efna­vopna­búr Sýr­lands­stjórn­ar.

Hnit­mið­aðar árásir

May segir nægar sann­anir vera fyrir því að efna­vopn hafi verið notuð og þess vegna hafi ekki verið beðið eftir að rann­sókn­ar­menn Efna­vopna­stofn­un­ar­innar kæmust inn á svæð­ið. Hún segir að árásin hafi verið hnit­miðuð og hafi haft skýrt mark­mið. Árásin skil­aði þeim nið­ur­stöðum sem ætl­ast var til en árás­irnar grönd­uðu rann­sókn­ar­stofum og her­stöðvum Sýr­lands­stjórn­ar. Hún segir að aðgerðir Sýr­lands­stjórnar í gegnum árin hafi gefið til kynna að notkun efna­vopna myndi halda áfram og því væri nauð­syn­legt að binda enda á hana.  

Auglýsing

Gervihnattamynd, fyrir og eftir loftárásir í Damascus á Sýrlandi.

Þjóð­þing þess­ara ríkja fengu ekki tæki­færi til að hafa áhrif á ákvörðun þjóð­höfð­ingj­anna um hvort svara ætti árás­unum eða ekki. Nú telur leið­togi Verka­manna­flokks­ins, Jer­emy Cor­byn, að ekki hafi verið farið að lög­um. Hann gagn­rýnir að rík­is­stjórnir geti tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum án þess að hafa nokkuð sam­ráð við þjóð­þingin og vill setja lög þess efnis í Bret­landi. Cor­byn gaf það einnig í skyn um helg­ina að Bret­land hefði aðeins tekið þátt í árás­unum því Banda­ríkja­for­seti hefði sagt þeim að gera það. BBC greindi frá því að árás­irnar hefðu átt sér stað yfir helgi því þingið starfi ekki um helg­ar.

May segir að hraði aðgerð­anna hafi ollið því að hún hafði þingið ekki með í ráð­um. Hún segir að skjót við­brögð hafi verið nauð­syn­leg til að tryggja öryggi þeirra sem tóku þátt í aðgerð­un­um. Hún tekur ábyrgð á ákvörðun sinni og segir hana byggða á laga­legum grunni.

Gagn­rýna Macron

Emanuel Macron for­seti Frakk­lands hefur fengið álíka gagn­rýni frá frönskum þing­mönn­um. Helsti and­stæð­ingur hans í stjórn­málum Mar­ine Le Pen, leið­togi franska þjóð­ern­is­flokks­ins National Front, segir að ekki hafi feng­ist stað­fest að efna­vopn hafi verið not­uð. Rann­sókn­ar­fólk Efna­vopna­stofn­un­ar­innar fær ekki aðgang að Douma en yfir­völd í Sýr­landi og banda­menn þeirra, Rúss­ar, meinar stofn­un­inni aðgang. 

Macron segir að hann hafi sann­fært Don­ald Trump um að aft­ur­kalla ekki her­lið sitt frá Sýr­landi og segir að loft­árásir ríkj­anna í Sýr­landi um helg­ina ekki vera stríðs­yf­ir­lýs­ingu gegn stjórn Bas­hars al-Assads.

Fyrr í mán­uð­inum gaf Trump það út að Banda­ríkin myndu aft­ur­kalla her­lið sitt fljót­lega frá Sýr­landi. Tals­kona Hvíta húss­ins, Sarah Sand­ers, svar­aði ummælum Macrons og sagði að Banda­ríkin stæðu enn við þá ákvörðun sína að her­lið þeirra myndi fara út úr Sýr­landi eins fljótt og auðið væri. Banda­ríkja­menn eiga um tvö þús­und her­menn á svæð­inu sem styður við upp­reisn­ar­her­inn þar í landi. Banda­ríkin hafa enn það mark­mið að „eyða algjör­lega“ Íslamska rík­inu svo­kall­aða.

Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­land segir að sam­skiptin milli Rúss­lands og Vest­ur­land­anna séu verri en á tímum kalda stríðs­ins. Hann segir einnig að engar sann­anir séu fyrir að efna­vopn hafi verið notuð í Sýr­landi og að rík­is­stjórnir ríkj­anna sem stóðu fyrir árás­unum hafi aðeins vitnað í fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent