May: Tókum ekki þátt í aðgerðunum af því að Trump sagði okkur að gera það

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir breska þingið í dag. Hún segir að það sé í hag Breta að efnavopnum sé ekki beitt og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð.

h_53417237.jpg
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að Bret­land hafi ekki tekið þátt í árás­unum á Sýr­land um helg­ina af því að Don­ald Trump sagði þeim að gera það. Hún segir það vera Bretum í hag að notkun efna­vopna sé bönnuð og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð. May kom fyrir breska þingið í dag. 

Á laug­ar­dag­inn hófu Banda­ríkja­menn, Bretar og Frakkar loft­árásir á Sýr­land. Til­gang­ur­inn með árásinni var að svara fyrir efna­vopna­notkun Sýr­lands­stjórnar viku áður. Ekki er talið að mann­fall hafi orðið í árás Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Frakk­lands en skot­mörkin voru efna­vopna­búr Sýr­lands­stjórn­ar.

Hnit­mið­aðar árásir

May segir nægar sann­anir vera fyrir því að efna­vopn hafi verið notuð og þess vegna hafi ekki verið beðið eftir að rann­sókn­ar­menn Efna­vopna­stofn­un­ar­innar kæmust inn á svæð­ið. Hún segir að árásin hafi verið hnit­miðuð og hafi haft skýrt mark­mið. Árásin skil­aði þeim nið­ur­stöðum sem ætl­ast var til en árás­irnar grönd­uðu rann­sókn­ar­stofum og her­stöðvum Sýr­lands­stjórn­ar. Hún segir að aðgerðir Sýr­lands­stjórnar í gegnum árin hafi gefið til kynna að notkun efna­vopna myndi halda áfram og því væri nauð­syn­legt að binda enda á hana.  

Auglýsing

Gervihnattamynd, fyrir og eftir loftárásir í Damascus á Sýrlandi.

Þjóð­þing þess­ara ríkja fengu ekki tæki­færi til að hafa áhrif á ákvörðun þjóð­höfð­ingj­anna um hvort svara ætti árás­unum eða ekki. Nú telur leið­togi Verka­manna­flokks­ins, Jer­emy Cor­byn, að ekki hafi verið farið að lög­um. Hann gagn­rýnir að rík­is­stjórnir geti tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum án þess að hafa nokkuð sam­ráð við þjóð­þingin og vill setja lög þess efnis í Bret­landi. Cor­byn gaf það einnig í skyn um helg­ina að Bret­land hefði aðeins tekið þátt í árás­unum því Banda­ríkja­for­seti hefði sagt þeim að gera það. BBC greindi frá því að árás­irnar hefðu átt sér stað yfir helgi því þingið starfi ekki um helg­ar.

May segir að hraði aðgerð­anna hafi ollið því að hún hafði þingið ekki með í ráð­um. Hún segir að skjót við­brögð hafi verið nauð­syn­leg til að tryggja öryggi þeirra sem tóku þátt í aðgerð­un­um. Hún tekur ábyrgð á ákvörðun sinni og segir hana byggða á laga­legum grunni.

Gagn­rýna Macron

Emanuel Macron for­seti Frakk­lands hefur fengið álíka gagn­rýni frá frönskum þing­mönn­um. Helsti and­stæð­ingur hans í stjórn­málum Mar­ine Le Pen, leið­togi franska þjóð­ern­is­flokks­ins National Front, segir að ekki hafi feng­ist stað­fest að efna­vopn hafi verið not­uð. Rann­sókn­ar­fólk Efna­vopna­stofn­un­ar­innar fær ekki aðgang að Douma en yfir­völd í Sýr­landi og banda­menn þeirra, Rúss­ar, meinar stofn­un­inni aðgang. 

Macron segir að hann hafi sann­fært Don­ald Trump um að aft­ur­kalla ekki her­lið sitt frá Sýr­landi og segir að loft­árásir ríkj­anna í Sýr­landi um helg­ina ekki vera stríðs­yf­ir­lýs­ingu gegn stjórn Bas­hars al-Assads.

Fyrr í mán­uð­inum gaf Trump það út að Banda­ríkin myndu aft­ur­kalla her­lið sitt fljót­lega frá Sýr­landi. Tals­kona Hvíta húss­ins, Sarah Sand­ers, svar­aði ummælum Macrons og sagði að Banda­ríkin stæðu enn við þá ákvörðun sína að her­lið þeirra myndi fara út úr Sýr­landi eins fljótt og auðið væri. Banda­ríkja­menn eiga um tvö þús­und her­menn á svæð­inu sem styður við upp­reisn­ar­her­inn þar í landi. Banda­ríkin hafa enn það mark­mið að „eyða algjör­lega“ Íslamska rík­inu svo­kall­aða.

Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­land segir að sam­skiptin milli Rúss­lands og Vest­ur­land­anna séu verri en á tímum kalda stríðs­ins. Hann segir einnig að engar sann­anir séu fyrir að efna­vopn hafi verið notuð í Sýr­landi og að rík­is­stjórnir ríkj­anna sem stóðu fyrir árás­unum hafi aðeins vitnað í fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla.

BrewDog opnar í Reykjavík
Skoska brugghúsið BrewDog mun opna á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í sumar.
Kjarninn 23. apríl 2018
Eimskip er skráð í Kauphöll Íslands.
50 milljón króna stjórnvaldssekt FME á Eimskip stendur
Héraðsdómur hefur hafnað öllum kröfum Eimskip í máli sem höfðað var vegna stjórnvaldssektar sem Fjármálaeftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar úr rekstri sínum nægilega snemma.
Kjarninn 23. apríl 2018
Benedikt Jóhannesson mun kynna skýrslu Talnakönnunar um kaupauka hjá íslenskum fyrirtækjum á fundi sem haldinn er í hádeginu á morgun.
Um 70 prósent stórra fyrirtækja með kaupaukakerfi
Samkvæmt könnun sem Talnakönnun hefur gert eru um 70 prósent af 20 stórum fyrirtækjum sem skráð eru á markað eða eru bankar, með kaupaukakerfi. Laun forstjóra hafa hækkað mikið á skömmum tíma.
Kjarninn 23. apríl 2018
Á heitum degi í hjarta kalda stríðsins
Auður Jónsdóttir og Bára Huld Beck röltu á heitum sunnudegi um sögufrægt svæði í Berlín, Tempelhof-flugvöll og nágrenni, áður hjarta kalda stríðsins en nú hjarta Berlínar-búa í sumarskapi.
Kjarninn 23. apríl 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun á Norðurlöndunum?
Kjarninn 23. apríl 2018
Getur Facebook haft áhrif á íslenskar kosningar?
Facebook hefur birt hnapp á kjördag í kosningum, meðal annars á Íslandi, sem notendur merkja við þegar þeir hafa greitt atkvæði. Fjölmiðlanefnd hefur áhyggjur af áhrifum hnappsins. Þingmenn segja mikilvægt að fá nánari svör um tilgang hans og áhrif.
Kjarninn 23. apríl 2018
Hópurinn Hvar er Haukur
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. apríl 2018
Ljósmæður leggja niður störf
Harðar kjaradeilur ljósmæðra og ríkisins eru langt í frá að leysast.
Kjarninn 23. apríl 2018
Meira úr sama flokkiErlent