May: Tókum ekki þátt í aðgerðunum af því að Trump sagði okkur að gera það

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir breska þingið í dag. Hún segir að það sé í hag Breta að efnavopnum sé ekki beitt og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð.

h_53417237.jpg
Auglýsing

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, segir að Bret­land hafi ekki tekið þátt í árás­unum á Sýr­land um helg­ina af því að Don­ald Trump sagði þeim að gera það. Hún segir það vera Bretum í hag að notkun efna­vopna sé bönnuð og að notkun þeirra verði ekki normalíseruð. May kom fyrir breska þingið í dag. 

Á laug­ar­dag­inn hófu Banda­ríkja­menn, Bretar og Frakkar loft­árásir á Sýr­land. Til­gang­ur­inn með árásinni var að svara fyrir efna­vopna­notkun Sýr­lands­stjórnar viku áður. Ekki er talið að mann­fall hafi orðið í árás Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Frakk­lands en skot­mörkin voru efna­vopna­búr Sýr­lands­stjórn­ar.

Hnit­mið­aðar árásir

May segir nægar sann­anir vera fyrir því að efna­vopn hafi verið notuð og þess vegna hafi ekki verið beðið eftir að rann­sókn­ar­menn Efna­vopna­stofn­un­ar­innar kæmust inn á svæð­ið. Hún segir að árásin hafi verið hnit­miðuð og hafi haft skýrt mark­mið. Árásin skil­aði þeim nið­ur­stöðum sem ætl­ast var til en árás­irnar grönd­uðu rann­sókn­ar­stofum og her­stöðvum Sýr­lands­stjórn­ar. Hún segir að aðgerðir Sýr­lands­stjórnar í gegnum árin hafi gefið til kynna að notkun efna­vopna myndi halda áfram og því væri nauð­syn­legt að binda enda á hana.  

Auglýsing

Gervihnattamynd, fyrir og eftir loftárásir í Damascus á Sýrlandi.

Þjóð­þing þess­ara ríkja fengu ekki tæki­færi til að hafa áhrif á ákvörðun þjóð­höfð­ingj­anna um hvort svara ætti árás­unum eða ekki. Nú telur leið­togi Verka­manna­flokks­ins, Jer­emy Cor­byn, að ekki hafi verið farið að lög­um. Hann gagn­rýnir að rík­is­stjórnir geti tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum án þess að hafa nokkuð sam­ráð við þjóð­þingin og vill setja lög þess efnis í Bret­landi. Cor­byn gaf það einnig í skyn um helg­ina að Bret­land hefði aðeins tekið þátt í árás­unum því Banda­ríkja­for­seti hefði sagt þeim að gera það. BBC greindi frá því að árás­irnar hefðu átt sér stað yfir helgi því þingið starfi ekki um helg­ar.

May segir að hraði aðgerð­anna hafi ollið því að hún hafði þingið ekki með í ráð­um. Hún segir að skjót við­brögð hafi verið nauð­syn­leg til að tryggja öryggi þeirra sem tóku þátt í aðgerð­un­um. Hún tekur ábyrgð á ákvörðun sinni og segir hana byggða á laga­legum grunni.

Gagn­rýna Macron

Emanuel Macron for­seti Frakk­lands hefur fengið álíka gagn­rýni frá frönskum þing­mönn­um. Helsti and­stæð­ingur hans í stjórn­málum Mar­ine Le Pen, leið­togi franska þjóð­ern­is­flokks­ins National Front, segir að ekki hafi feng­ist stað­fest að efna­vopn hafi verið not­uð. Rann­sókn­ar­fólk Efna­vopna­stofn­un­ar­innar fær ekki aðgang að Douma en yfir­völd í Sýr­landi og banda­menn þeirra, Rúss­ar, meinar stofn­un­inni aðgang. 

Macron segir að hann hafi sann­fært Don­ald Trump um að aft­ur­kalla ekki her­lið sitt frá Sýr­landi og segir að loft­árásir ríkj­anna í Sýr­landi um helg­ina ekki vera stríðs­yf­ir­lýs­ingu gegn stjórn Bas­hars al-Assads.

Fyrr í mán­uð­inum gaf Trump það út að Banda­ríkin myndu aft­ur­kalla her­lið sitt fljót­lega frá Sýr­landi. Tals­kona Hvíta húss­ins, Sarah Sand­ers, svar­aði ummælum Macrons og sagði að Banda­ríkin stæðu enn við þá ákvörðun sína að her­lið þeirra myndi fara út úr Sýr­landi eins fljótt og auðið væri. Banda­ríkja­menn eiga um tvö þús­und her­menn á svæð­inu sem styður við upp­reisn­ar­her­inn þar í landi. Banda­ríkin hafa enn það mark­mið að „eyða algjör­lega“ Íslamska rík­inu svo­kall­aða.

Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­land segir að sam­skiptin milli Rúss­lands og Vest­ur­land­anna séu verri en á tímum kalda stríðs­ins. Hann segir einnig að engar sann­anir séu fyrir að efna­vopn hafi verið notuð í Sýr­landi og að rík­is­stjórnir ríkj­anna sem stóðu fyrir árás­unum hafi aðeins vitnað í fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiErlent