Ríkisstjóri Kaliforníu neitar að hlýða Trump

Bandaríkjaforseti vill að þjóðvarðarliðið sinni gæslu við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Jerry Brown
Auglýsing

Jerry Brown, rík­is­stjóri í Kali­forn­íu, neitar að hlýða Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Hingað til hefur hann neitað að fara eftir svo til öllu sem Trump hefur lagt til, og hefur auk þess höfðað dóms­mál í nokkur skipti þegar Trump hefur til­kynnt um fyr­ir­skip­anir og aðgerðir á sviði umhverf­is­mála. Þannig brást Kali­fornía strax við því, þegar Trump dró Banda­ríkin út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu, og lýsti því yfir að ríkið myndi standa við sitt og gott bet­ur. 

Núna neitar Brown að hlýða fyr­ir­skipun um að þjóð­varð­ar­lið Banda­ríkj­anna verði sent að landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó, innan Kali­forn­íu, til að fylgj­ast með straumi fólks yfir landa­mær­in. Trump vill að fjögur þús­und manna lið verði við landa­mær­in, en Brown segir þetta óþarfa. Hann segir landamæra­gæsl­una góða og seg­ist treysta því að alrík­is­stjórnin hafi nægi­lega stjórn á því verk­efni sem hún á að sinna, sem er landamæra- og toll­gæsla.

Þjóð­varð­ar­liðið heyrir hins vegar undir ríkin sjálf, og því verða rík­is­stjórar að sam­þykkja það þegar þau eiga að sinna til­teknum verk­efn­um. Nú þegar hafa um þús­und liðar úr þjóð­ar­varð­ar­lið­inu farið að landa­mær­unum og munar mest um 650 manna lið frá Texas. Óskað var eftir því að Kali­fornía legði til 237 liða en Brown var ekki til­bú­inn að verða við því.

Auglýsingneitar að verða við óskum Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, um að senda þjóð­varð­liða til að fylgj­ast með ólög­legum inn­flytj­endum frá Mexíkó. Trump til­kynnti fyrir nokkru að hann ætl­aði að senda fjögur þús­und þjóð­varð­liða að landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó til að halda aftur af straumi ólög­legra inn­flytj­enda.

Kali­fornía er fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna með 38 millj­ónir íbúa, og má með sanni segja að ráða­menn þar séu miklir and­stæð­ingar Trumps for­seta og þess sem hann stendur fyr­ir. Kali­fornía er mikið vígi Demókrata, eins og nágranna­rík­in, Oregon og Was­hington. Sam­tals búa um 50 millj­ónir manna í þessum þremur ríkjum á vest­ur­strönd­inni.

Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Árni Finnsson
Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða
Kjarninn 20. október 2018
Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.
Kjarninn 20. október 2018
„Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal“
Stjórnendur síðunnar Karlar gera merkilega hluti hafa sent frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 20. október 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Ekki farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar
Það tók borgarlögmann 14 mánuði að vinna álit sem kallað var eftir í ágúst 2017. Samkvæmt því var endurbygging braggans við Nauthólsveg 100 ekki útboðsskylt en aftur á móti hafi ekki verið farið eftir innkaupareglum Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiErlent