Stærsta sjóðastýringarfyrirtækið í Noregi, Storebrand, hefur ákveðið að halda innreið sína á íslenskan markað. Fjármálaeftirlitinu hefur þegar verið tilkynnt um þetta.
Frá þessu er greint í Markaðnum í dag, og er þar rætt við Jan Erik Saugestad, forstjóra eignastýringarhluta Storebrand.
Norska félagið er með yfir 8.500 milljarða í stýringu, en til samanburðar eru stærstu eignastýringarfyrirtækin á Íslandi með á bilinu 200 til 300 milljarða í stýringu.
Í viðtali við Markaðinn segir Saugestad að hann sé fullviss um það, að íslenskir fjárfestar verði áhugasamir um þjónustu Storebrand og það sem það hefur upp á að bjóða, þegar kemur að sjálfbærum og samfélagslega ábyrgum fjárfestingum. „Við höfum hugað að sjálfbærum fjárfestingum í yfir tuttugu ár og viljum glöð deila okkar reynslu og lausnum með íslenskum fjárfestum,“ segir Saugestad meðal annars í viðtali við Markaðinn.
Saugestad segir að aflétting fjármagnshafta og nýlegt lagaákvæði sem skyldar íslenska lífeyrissjóði til þess að setja sér sið ferðisleg viðmið í fjárfestingum hafi skapað Storebrand markaðstækifæri sem félagið vilji nýta sér.