Mánaðarlegir áskrifendur Amazon (Amazon Prime Members) eru nú orðnir fleiri en 100 milljónir á heimsvísu.
Þessar upplýsingar hafa til þessa ekki verið gefnar upp í uppgjörum Amazon, en í árlegu bréfi sínu til hluthafa segir forstjórinn, stofnandinn og stærsti eigandinn, Jeff Bezos, frá þessari tölu og segir að fjölgunin hafi verið gríðarlega hröð að undanförnu.
Til að setja þennan fjölda í samhengi, þá nemur hann um fjörföldum heildaríbúafjölda allra Norðurlandanna.
There are 100 million Amazon Prime subscribers. That means there are tens of millions of people who could very easily subscribe to @washingtonpost for FREE (6 months) using their Prime membership!
— Gene Park (@GenePark) April 18, 2018
Please RT to support our work! https://t.co/Z7Px85u5T1
Áskrifendur af vildarkjarakerfi Amazon njóta þess með því að fá betri kjör í verslun hjá Amazon, og nú síðast geta þeir einnig verslað með afslætti í verslunum Whole Foods.
Markaðsvirði Amazon nemur um þessar mundir 710 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 71 þúsund milljörðum króna. Það upphæð sem nemur um áttatíuföldu heildarvirði íslenska hlutabréfamarkaðarins. Fyrir þá fjárhæð mætti kaupa allar fasteignir á Íslandi, samkvæmt fasteignamati fyrir árið 2018, tíu sinnum.
Bezos á sjálfur tæplega 17 prósent í Amazon, en heildareignir hans nema nú 126,5 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 12.600 milljörðum króna.
Bezos hefur byggt upp veldi sitt á 24 árum en hann stofnaði Amazon í bílskúr í Seattle, til þess að selja bækur á internetinu.