Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að greiða það sem upp á vantar, svo að Bandaríkin uppfylli skuldbindingar sínar vegna Parísarsamkomulagisins, þegar kemur að fjárhagslegum stuðningi við tiltekin verkefni.
Eins og kunnugt er dró Donald Trump Bandaríkjaforseti þjóð sína út úr Parísarsamkomulaginu, þar sem hann taldi það ekki þjóna hagsmunum Bandaríkjanna nægilega vel.
Meðal þess sem gerðist með þeirri ákvörðun, var að 450 milljóna króna fjárveiting til stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), sem vinnur að margvíslegum aðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðarinnar, féll niður.
Former New York mayor and billionaire philanthropist Michael Bloomberg pledges $4.5 million to fulfill US' commitment to Paris climate deal https://t.co/cIChnwJ1dS pic.twitter.com/TI0BfrUU26
— AFP news agency (@AFP) April 23, 2018
Bloomberg hyggst greiða þessa upphæð til stofnunarinnar. Hann segir að Bandaríkin hafi skuldbundið sig, líkt og 187 þjóðir heimsins, til að grípa til aðgerða á grundvelli Parísarsamkomulagsins. Vinnan sé komin af stað, og það sé ekki í boði að hætta stuðningi. „Ég er fær um að gera þetta, og finn til ábyrgðar,“ sagði Bloomberg.
Þrátt fyrir að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi dregið Bandaríkin formlega út úr Parísarsamkomulaginu, þá hafa allar stærstu borgir Bandaríkjanna ákveðið að taka af fullum krafti þátt í aðgerðunum á grundvelli Parísarsamkomulagsins.
Það sama hafa fyrirtæki gert, þar á meðal stórfyrirtæki í olíuiðnaði eins og Exxon Mobile.