Landspítalinn: Ákvörðun ljósmæðra „mun skapa mikinn vanda“

Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir eiga að þjónusta sængurkonur og börn þeirra í stað ljósmæðra, samkvæmt ákvörðun velferðarráðuneytisins.

ólétt
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur falið Land­spít­ala og öðrum heil­brigð­is­stofn­unum að sinna þjón­ustu við sæng­ur­konur og börn þeirra sem verið hefur í höndum ljós­mæðra með samn­ing við Sjúkra­trygg­ingar Íslands. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu á vef Land­spít­al­ans.

Þar segir að spít­al­inn telji að þjón­ustan hafi gengið vel eins og hún var úr garði gerð en að Land­spít­ali muni sinna verk­efn­inu eins og unnt er þar til deilan leys­ist. „Þetta mun skapa mik­inn vanda sem bæt­ist við þá alvar­legu stöðu sem blasir við vegna kjara­deilu ljós­mæðra við rík­is­vald­ið. Land­spít­ali er ekki aðili að þessum samn­ingum og hvetur til lausnar máls­ins hið fyrsta.“

Fjöl­margar ljós­mæður leggja niður störf

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að í það minnsta 60 ljós­­mæður ætl­uðu leggja niður störf í dag og að þær ætli ekki að taka til starfa á nýjan leik, fyrr en samn­ingur við Sjúkra­­trygg­ingar Íslands um greiðslur til þeirra hafa verið und­ir­­rit­aðar og stað­­fest­­ar.

Nú er hins vegar ljóst að allar 95 ljós­­mæður sem sinna heima­­þjón­­ustu munu leggja niður störf.

Auglýsing
Eins og kunn­ugt er, hafa kjara­við­ræður ljós­­mæðra og rík­­is­ins staðið yfir mán­uðum saman án þess að sam­komu­lag haf náðst. Fundað hefur verið hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara en það hefur engum árangri skil­að.

Þá hefur Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála­ráð­herra, sagt að kröf­­urnar sem ljós­­mæður hafa komið fram með, séu óað­­geng­i­­legar þar sem þær myndu hafa slæm áhrif á vinn­u­­mark­að­inn í heild sinni.

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, sagði í Morg­un­­blað­inu í dag, að aðgerðir ljós­­mæðra í heima­þjón­ustu komi henni á óvart.

Aðspurð um ástæðu þess, að til­­­bú­inn samn­ingur Sjúkra­­trygg­inga við ljós­­mæður í heima­­þjón­­ustu hafi legið svo lengi óund­ir­­rit­aður á hennar borði, sagði Svan­­dís að bera þurfi til­­­tekna þætti samn­ings­ins undir Land­­spít­­al­ann og Fjórð­ungs­­sjúkra­­húsið á Akur­eyri, áður en hægt sé að ganga end­an­­lega frá hon­­um.

Munu dvelja lengur á spít­al­anum

Heima­þjón­ustan sem um ræðir er í boði fyrir konur sem hafa nýverið átt barn eða eru að fara að eign­ast slíkt. Mis­jafnt er hversu fljótt konur fara heim af fæð­ing­ar­deild­inni eftir fæð­ingu en þá tekur heima­þjón­ustan í flestum til­fellum við þjón­ustu­hlut­verki við mæð­urn­ar.

Eft­ir­lit hennar felst meðal ann­ars í því að fylgj­ast með ástandi móður og barns og hvernig til tekst með brjósta­gjöf. Mis­mun­andi er eftir konum og börnum hversu mikil þjón­ustan er. Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Land­spít­ala, segir að konur muni dvelja lengur á spít­al­anum eftir fæð­ingu ef heima­þjón­ustan sé ekki lengur í boði. Síðan verði gert ráð fyrir því að heilsu­gæslu­stöðvar taki við eft­ir­lits- og þjón­ustu­hlut­verk­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent