Landspítalinn: Ákvörðun ljósmæðra „mun skapa mikinn vanda“

Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir eiga að þjónusta sængurkonur og börn þeirra í stað ljósmæðra, samkvæmt ákvörðun velferðarráðuneytisins.

ólétt
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið hefur falið Land­spít­ala og öðrum heil­brigð­is­stofn­unum að sinna þjón­ustu við sæng­ur­konur og börn þeirra sem verið hefur í höndum ljós­mæðra með samn­ing við Sjúkra­trygg­ingar Íslands. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu á vef Land­spít­al­ans.

Þar segir að spít­al­inn telji að þjón­ustan hafi gengið vel eins og hún var úr garði gerð en að Land­spít­ali muni sinna verk­efn­inu eins og unnt er þar til deilan leys­ist. „Þetta mun skapa mik­inn vanda sem bæt­ist við þá alvar­legu stöðu sem blasir við vegna kjara­deilu ljós­mæðra við rík­is­vald­ið. Land­spít­ali er ekki aðili að þessum samn­ingum og hvetur til lausnar máls­ins hið fyrsta.“

Fjöl­margar ljós­mæður leggja niður störf

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að í það minnsta 60 ljós­­mæður ætl­uðu leggja niður störf í dag og að þær ætli ekki að taka til starfa á nýjan leik, fyrr en samn­ingur við Sjúkra­­trygg­ingar Íslands um greiðslur til þeirra hafa verið und­ir­­rit­aðar og stað­­fest­­ar.

Nú er hins vegar ljóst að allar 95 ljós­­mæður sem sinna heima­­þjón­­ustu munu leggja niður störf.

Auglýsing
Eins og kunn­ugt er, hafa kjara­við­ræður ljós­­mæðra og rík­­is­ins staðið yfir mán­uðum saman án þess að sam­komu­lag haf náðst. Fundað hefur verið hjá Rík­­is­sátta­­semj­­ara en það hefur engum árangri skil­að.

Þá hefur Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála­ráð­herra, sagt að kröf­­urnar sem ljós­­mæður hafa komið fram með, séu óað­­geng­i­­legar þar sem þær myndu hafa slæm áhrif á vinn­u­­mark­að­inn í heild sinni.

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dótt­ir, heil­brigð­is­ráð­herra, sagði í Morg­un­­blað­inu í dag, að aðgerðir ljós­­mæðra í heima­þjón­ustu komi henni á óvart.

Aðspurð um ástæðu þess, að til­­­bú­inn samn­ingur Sjúkra­­trygg­inga við ljós­­mæður í heima­­þjón­­ustu hafi legið svo lengi óund­ir­­rit­aður á hennar borði, sagði Svan­­dís að bera þurfi til­­­tekna þætti samn­ings­ins undir Land­­spít­­al­ann og Fjórð­ungs­­sjúkra­­húsið á Akur­eyri, áður en hægt sé að ganga end­an­­lega frá hon­­um.

Munu dvelja lengur á spít­al­anum

Heima­þjón­ustan sem um ræðir er í boði fyrir konur sem hafa nýverið átt barn eða eru að fara að eign­ast slíkt. Mis­jafnt er hversu fljótt konur fara heim af fæð­ing­ar­deild­inni eftir fæð­ingu en þá tekur heima­þjón­ustan í flestum til­fellum við þjón­ustu­hlut­verki við mæð­urn­ar.

Eft­ir­lit hennar felst meðal ann­ars í því að fylgj­ast með ástandi móður og barns og hvernig til tekst með brjósta­gjöf. Mis­mun­andi er eftir konum og börnum hversu mikil þjón­ustan er. Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Land­spít­ala, segir að konur muni dvelja lengur á spít­al­anum eftir fæð­ingu ef heima­þjón­ustan sé ekki lengur í boði. Síðan verði gert ráð fyrir því að heilsu­gæslu­stöðvar taki við eft­ir­lits- og þjón­ustu­hlut­verk­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent