Vonast eftir að tilskilin leyfi fáist til rekstrar jáeindaskannans á næstunni

Endanlegur kostnaður vegna húss yfir jáeindaskannann sem Íslensk erfðagreining gaf þjóðinni er 355 milljónir króna.

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, tók fyrstu skóflustung­una 12. janúar 2016 að hús­næði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna.
Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, tók fyrstu skóflustung­una 12. janúar 2016 að hús­næði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra segir að von­ast sé til þess á næst­unni að til­skilin leyfi fáist til rekstrar jáeindaskanna sem Íslensk erfða­grein­ing gaf íslensku þjóð­inni í ágúst 2015. Nú standi yfir úttektir vegna þeirra leyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skrif­legu svari hennar við fyr­ir­spurn Önnu Kol­brúnar Árna­dótt­ur, þing­manns Mið­flokks­ins, um fram­kvæmdir við Lands­spít­al­ann sem birt var í gær.

Eftir að hafa gefið jáeindaskann­ann lét Íslensk erfða­grein­ing hanna bygg­ingu við Lands­spít­al­ann við Hring­braut til að hýsa hann, sem var hluti af gjöf­inni. Í svari heil­brigð­is­ráð­herra segir að kostn­að­ar­á­ætlun fyrir bygg­ing­una hafi upp­haf­lega verið 266 millj­ónir króna auk kostn­aðar við teng­ingu við núver­andi hús­næði, sem metin var á 35 millj­ónir króna. Sam­an­lagður kostn­aður var því met­inn á 301 millj­ónir króna.

End­an­legur kostn­aður 355 millj­ónir

End­an­legur kostn­aður verður um 18 pró­sent hærri, eða 355 millj­ónir króna. Þar af greiddi Lands­spít­al­inn hluta af kostn­aði við húsið og teng­ingar við bygg­ingar Lands­spít­al­ans. Hlut­deild hans í kostn­að­inum er 154 millj­ónir króna.

Auglýsing
Í svari ráð­herra seg­ir: „Húsið fyrir jáeindaskann­ann var full­klárað haustið 2017 en tíma­á­ætlun gerði ráð fyrir verk­lokum vorið 2017. Tafir helg­uð­ust af upp­gjöri við verk­taka og frá­gangi hús­næðis í fram­haldi af því, svo sem teng­ingum á stjórn­kerfum og virkni­próf­un­um.

Jáeindas­kann­inn fór inn í sér­út­búna húsið í árs­byrjun 2017. Farið var að nota CT-skann­ann (hluti af PET/CT­-skanna) haustið 2017 og hefur hann verið í reglu­legri notk­un, og þá einkum sem vara­tæki og fyrir geisla­plön.

Núna standa yfir úttektir á fram­leiðslu­ein­ing­unni og vonir standa til að til­skilin leyfi til rekstrar jáeindaskann­ans fáist á næst­unn­i.“

Tæki til að meta æxli

Jáeinda­s­­kanni er íslenska heitið á mynd­­grein­ing­­ar­tæki sem kall­­ast PET/CT á fræð­i­­máli og er einkum notað til að greina og meta æxli í manns­lík­am­an­um. Þessi tækni sá dags­ins ljós á sein­­ustu ára­tugum 20. aldar og olli miklum fram­­förum í grein­ingu og með­­höndlun á krabba­­meinsæxlum en bún­­að­inn má einnig nota við grein­ingar á öðrum sjúk­­dóm­­um.

Jáeinda­s­kann­inn varð til við sam­runa tveggja áður þekktra grein­ing­­ar­tækja; ann­­ars vegar tölvu­­sneið­­mynda­tækis sem er röntgentæki sem gerir okkur kleift að sjá og mynda innri líf­­færi sjúk­l­ings og hins vegar mynd­­grein­ing­­ar­tækis sem greinir geisla­­virkar jáeindir frá efni sem sprautað er í sjúk­l­ing og safn­­ast fyrir til dæmis í krabba­­meins­frum­­um. Heiti tæk­is­ins er dregið af jáeind­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent