Vonast eftir að tilskilin leyfi fáist til rekstrar jáeindaskannans á næstunni

Endanlegur kostnaður vegna húss yfir jáeindaskannann sem Íslensk erfðagreining gaf þjóðinni er 355 milljónir króna.

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, tók fyrstu skóflustung­una 12. janúar 2016 að hús­næði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna.
Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, tók fyrstu skóflustung­una 12. janúar 2016 að hús­næði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna.
Auglýsing

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að vonast sé til þess á næstunni að tilskilin leyfi fáist til rekstrar jáeindaskanna sem Íslensk erfðagreining gaf íslensku þjóðinni í ágúst 2015. Nú standi yfir úttektir vegna þeirra leyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegu svari hennar við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um framkvæmdir við Landsspítalann sem birt var í gær.

Eftir að hafa gefið jáeindaskannann lét Íslensk erfðagreining hanna byggingu við Landsspítalann við Hringbraut til að hýsa hann, sem var hluti af gjöfinni. Í svari heilbrigðisráðherra segir að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna hafi upphaflega verið 266 milljónir króna auk kostnaðar við tengingu við núverandi húsnæði, sem metin var á 35 milljónir króna. Samanlagður kostnaður var því metinn á 301 milljónir króna.

Endanlegur kostnaður 355 milljónir

Endanlegur kostnaður verður um 18 prósent hærri, eða 355 milljónir króna. Þar af greiddi Landsspítalinn hluta af kostnaði við húsið og tengingar við byggingar Landsspítalans. Hlutdeild hans í kostnaðinum er 154 milljónir króna.

Auglýsing
Í svari ráðherra segir: „Húsið fyrir jáeindaskannann var fullklárað haustið 2017 en tímaáætlun gerði ráð fyrir verklokum vorið 2017. Tafir helguðust af uppgjöri við verktaka og frágangi húsnæðis í framhaldi af því, svo sem tengingum á stjórnkerfum og virkniprófunum.

Jáeindaskanninn fór inn í sérútbúna húsið í ársbyrjun 2017. Farið var að nota CT-skannann (hluti af PET/CT-skanna) haustið 2017 og hefur hann verið í reglulegri notkun, og þá einkum sem varatæki og fyrir geislaplön.

Núna standa yfir úttektir á framleiðslueiningunni og vonir standa til að tilskilin leyfi til rekstrar jáeindaskannans fáist á næstunni.“

Tæki til að meta æxli

Jáeindas­kanni er íslenska heitið á mynd­grein­ing­ar­tæki sem kall­ast PET/CT á fræði­máli og er einkum notað til að greina og meta æxli í mannslíkamanum. Þessi tækni sá dags­ins ljós á sein­ustu ára­tugum 20. aldar og olli miklum fram­förum í grein­ingu og með­höndlun á krabba­meinsæxlum en bún­að­inn má einnig nota við grein­ingar á öðrum sjúk­dóm­um.

Jáeindas­kann­inn varð til við sam­runa tveggja áður þekktra grein­ing­ar­tækja; ann­ars vegar tölvu­sneið­mynda­tækis sem er röntgentæki sem gerir okkur kleift að sjá og mynda innri líf­færi sjúk­lings og hins vegar mynd­grein­ing­ar­tækis sem greinir geisla­virkar jáeindir frá efni sem sprautað er í sjúk­ling og safn­ast fyrir til dæmis í krabba­meins­frum­um. Heiti tæk­is­ins er dregið af jáeind­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent