Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst auglýsa aftur eftir upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, en staðan var fyrst auglýst laus til umsóknar í mars. Kjarninn greindi frá því að 23 hefðu sótt um þá.
Í frétt RÚV um málið segir að umsækjendum hafi verið tilkynnt um þetta með tölvupósti frá mannauðsfyrirtækinu Attentus í dag. Þar kom fram að aðeins hluti umsóknanna hafi uppfyllt þau hæfnisskilyrði sem tilgreind voru í auglýsingunni. Enginn hafi verið boðaður í viðtal vegna starfsins.
„Ráðuneytið telur vegna þessa rétt að útvíkka hæfniskilyrði og gera ítarlegri grein fyrir því í hverju starfið felst, til að freista þess að hafa úr stærri hópi umsækjenda að velja,“ segir í tölvupóstinum. Þess megi vænta að ný auglýsing birtist á laugardaginn næsta.
Jóhannes Tómasson sem gegnt hefur stöðu upplýsingafulltrúa sameinaðs ráðuneytis dómsmála og samgöngu- og sveitarstjórnarmála síðustu 12 ár hefur þegar látið af störfum.
Þessir sóttu um stöðuna sem auglýst var í mars:
Aldís Gunnarsdóttir
Auðunn Arnórsson
Berglind Pétursdóttir
Björn Friðrik Brynjólfsson
Björn Sigurður Lárusson
Eyþór Gylfason
Gró Einarsdóttir
Guðmunda Sigurðardóttir
Guðmundur Albert Harðarson
Guðmundur Heiðar Helgason
Guðrún Óla Jónsdóttir
Hulda Birna
Inga Dóra Guðmundsdóttir
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Ragnar Auðunn Árnason
Sólveig Fríða Guðrúnarsdóttir
Stefanía Hrund Guðmundsdóttir
Tinna Garðarsdóttir
Torfi Geir Sómonarson
Viktor H. Andersen
Þorbjörn Þórðarsson
Þórdís Valsdóttir
Ösp Ásgeirsdóttir