Eyþór: Búinn að ganga úr meirihluta þeirra stjórna sem ég sat í

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer yfir kosningaloforð flokksins í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld. Þar upplýsir hann einnig um stöðu sína í viðskiptum og þá breytingu sem orðið hefur á þeirri stöðu. Hlutur hans í Morgunblaðinu er til sölu.

Auglýsing

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að hann sé búinn að ganga úr meirihluta þeirra stjórna í fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum sem hann sat áður í. „Ég fór bara í þann feril strax, annað hvort að fá aðra inn í þær stjórnir eða að hafa engan. Þá eru bara aðrir sem taka við stjórnuninni. Ég geri það sem ég lofa. Og stend við þetta.“

Samkvæmt umfjöllun Stundarinnar í janúar síðastliðnum var Eyþór stjórnarmaður í 26 fyrirtækjum eða félögum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðismanna, sem hann svo sigraði með nokkrum yfirburðum. Í yfirliti hjá Creditinfo sést að hann er nú skráður í stjórn eða sem framkvæmdastjóri sjö félaga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eyþór í sjónvarpsþætti Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 21 í kvöld. 

Auglýsing
Um er að ræða síðasta þátt vetrarins og í honum fer Eyþór meðal annars ítarlega yfir þau kosningaloforð sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti nýverið og bregst við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þau. Hægt er að horfa á stiklu úr þætti kvöldsins hér að ofan.

Síminn opinn ef einhver vill kaupa í Morgunblaðinu

Sú eign Eyþórs sem mest hefur verið rætt um í þessu sambandi er eignarhlutur hans í útgáfufélagi Morgunblaðsins, en félag Eyþórs er stærsti einstaki eigandi Árvakurs með 22,87 prósenta eignarhlut.

Eyþór segir í þætti kvöldsins að hann sé farinn úr stjórn Árvakurs og hafi ekki sett neinn mann í staðinn fyrir sig þangað inn. „ Ég hef engin afskipti af Morgunblaðinu í dag. Ef þú veist um kaupanda þá er síminn opinn.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent