Eyþór: Búinn að ganga úr meirihluta þeirra stjórna sem ég sat í

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer yfir kosningaloforð flokksins í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld. Þar upplýsir hann einnig um stöðu sína í viðskiptum og þá breytingu sem orðið hefur á þeirri stöðu. Hlutur hans í Morgunblaðinu er til sölu.

Auglýsing

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, segir að hann sé búinn að ganga úr meiri­hluta þeirra stjórna í fyr­ir­tækjum og eign­ar­halds­fé­lögum sem hann sat áður í. „Ég fór bara í þann feril strax, annað hvort að fá aðra inn í þær stjórnir eða að hafa eng­an. Þá eru bara aðrir sem taka við stjórn­un­inni. Ég geri það sem ég lofa. Og stend við þetta.“

­Sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar í jan­úar síð­ast­liðnum var Eyþór stjórn­ar­maður í 26 fyr­ir­tækjum eða félögum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna, sem hann svo sigr­aði með nokkrum yfir­burð­um. Í yfir­liti hjá Credit­info sést að hann er nú skráður í stjórn eða sem fram­kvæmda­stjóri sjö félaga.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali við Eyþór í sjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut í kvöld. Þátt­ur­inn verður frum­sýndur klukkan 21 í kvöld. 

Auglýsing
Um er að ræða síð­asta þátt vetr­ar­ins og í honum fer Eyþór meðal ann­ars ítar­lega yfir þau kosn­inga­lof­orð sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kynnti nýverið og bregst við þeirri gagn­rýni sem fram hefur komið á þau. Hægt er að horfa á stiklu úr þætti kvölds­ins hér að ofan.

Sím­inn opinn ef ein­hver vill kaupa í Morg­un­blað­inu

Sú eign Eyþórs sem mest hefur verið rætt um í þessu sam­bandi er eign­ar­hlutur hans í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, en félag Eyþórs er stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs með 22,87 pró­senta eign­ar­hlut.

Eyþór segir í þætti kvölds­ins að hann sé far­inn úr stjórn Árvak­urs og hafi ekki sett neinn mann í stað­inn fyrir sig þangað inn. „ Ég hef engin afskipti af Morg­un­blað­inu í dag. Ef þú veist um kaup­anda þá er sím­inn opinn.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent