Trump gæti þurft að falla frá innflytjendastefnunni

Dómari í Washington D.C. gefur ríkisstjórn Trumps 90 daga til að rökstyðja ákvörðun sína um að afnema D.A.C.A. lögin.

Donald Trump
Auglýsing

Alrík­is­dóm­ari í Was­hington D.C. dæmdi í gær að ákvörðun for­set­ans, Don­ald Trump, um að hætta að taka við inn­flytj­endum í gegnum D.A.C.A. lögin væri ólög­mæt og óút­skýrð. Dóm­ar­inn, John D. Bates, hefur gefið rík­is­stjórn Trump 90 daga til að færa laga­leg rök fyrir því að afnema D.A.C.A. lög­in. Að þeim tíma liðnum verður aftur tekið við nýjum umsóknum um D.A.C.A. náist ekki að færa rök fyrir ákvörð­un­unni.

Bates, er þriðji dóm­ar­inn til að kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu. Dóm­arar í San Francisco og New York hafa einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sam­ræm­ist ekki lögum að afnema D.A.C.A. lögin og þar af leið­andi að senda fólk úr landi sem notið hefur verndar undir D.A.C.A. lög­un­um. 

D.A.C.A. lögin

D.A.C.A. lögin eða Defer­red Act­ion for Child­hood Arri­vals program snú­ast um að veita börnum óskráðra inn­flytj­enda vernd, sem hafa komið ólög­lega til Banda­ríkj­anna með for­eldrum sínum þegar þau voru börn. Þau hafa því alist upp sem Banda­ríkja­menn án þess þó að hafa nokkur rétt­indi frá hinu opin­bera.

Auglýsing

Barack Obama setti lögin á sínum tíma sem hafa verið í gildi frá árinu 2012. Lögin gefa fólki undir þrí­tugu tveggja ára land­vistar- og atvinnu­leyfi í Banda­ríkj­un­um. Að þessum tveimur árum liðnum hafa þau tæki­færi til fram­lengja leyf­in. Þetta hefur verið mikil rétt­ar­bót fyrir rétt­inda­lausa ólög­lega inn­flytj­end­ur, sem eðli máls­ins sam­kvæmt tóku ekki þá ákvörðun sjálf að koma til lands­ins ólög­lega sem börn. Undir vernd geta þau tekið m.a. bíl­próf, greitt lægri skóla­gjöld, keypt fast­eignir og gengið í háskóla.  

 D.A.C.A. ná yfir þröngt skil­greindan hóp, vernd lag­anna nær yfir um 690 þús­und manns. Með því að sækja um D.A.C.A. gefa umsækj­endur yfir­völdum leyfi til að kanna bak­grunn þeirra.

Til þess að sækja um D.A.C.A. leyfi þarf umsækj­andi að sýna fram á að hann:

  • hafi verið yngri en 31 árs 15. júní 2012

  • hafi verið yngri en 16 ára þegar hann kom til Banda­ríkj­anna

  • hafi búið sam­fellt í Banda­ríkj­unum frá 15. júní 2007 þangað til hann sækir um umsókn

  • hafi ekki brotið af sér fyrir 15. júní 2012

  • sé í skóla eða hafi útskrif­ast úr skóla

  • ef við­kom­andi er ekki í skóla eða hefur ekki útskrif­ast getur hann sótt um D.A.C.A. ef hann er útskrif­aður úr hernum eða frá land­helg­is­gæsl­unni

Póli­tískur leikur Trump

Don­ald Trump sagði í kosn­inga­bar­áttu sinni að hann myndi vinna að því að afnema lögin frá fyrsta degi, ef hann myndi ná kjöri. Í sept­em­ber síð­ast lið­inn gaf hann út að þingið myndi fá sex mán­uði til að vinna að betri lög­gjöf fyrir þennan hóp. Að þeim tíma liðnum myndi ekki vera tekið við nýjum umsóknum um D.A.C.A. leyf­i. 

Vera þeirra í Banda­ríkj­unum myndi því ekki lengur telj­ast lög­leg og þeim gert skylt að yfir­gefa land­ið. Þeir sem njóta vernd­ar­innar geta þó end­ur­nýjað leyfin sín. Ákvörð­unum Trump hefur verið mót­mælt harð­lega, enda stór hópur sem verður sendur úr landi á næstu mán­uðum og árum.

Í upp­hafi árs var mikið tek­ist á um fjár­lögin í banda­ríska þing­inu. Trump vildi fá í gegn heim­ildir í fjár­lög­unum til að byggja vegg á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Einnig vildi hann fá heim­ildir til þess að setja ný og strang­ari inn­flytj­enda­lög. Hann rétti fram þá sátta­hönd að ef hann myndi fá heim­ildir til að byggja vegg­inn, myndi hann stað­festa nýja lög­gjöf sem myndi leysa vanda ungra óskráðra inn­flytj­enda. Þing­menn náðu ekki að kom­ast að sam­komu­lagi um lög sem næðu yfir þennan hóp og því fékk Trump ekki fjár­heim­ildir til að byggja vegg­inn.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent