Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fékk hæstar greiðslur fyrir akstur á eigin bíl í mars, eða 309.650 krónur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fékk næst hæstu greiðslurnar fyrir akstur á eigin bíl í mars eða 260.370 krónur.
Hann fékk einnig greitt fyrir akstur á bílaleigubíl eða 157.070 krónur því nam ferðakostnaður Ásmundar í mars 417 þúsund krónur. Í febrúar sagðist Ásmundur ætla að fá sér bílaleigubíl, sem hann hefur vissulega gert, en hann virðist halda áfram að keyra á sínum eigin bíl samhliða því.
Auglýsing
Ferðakostnaður þingmanna innanlands, ásamt flugferðum, nam 4,5 milljónum króna í mars, en 28 þingmenn fengu greitt fyrir ferðalög sín innanlands.
Af því fóru 3,6 milljónir króna í akstur, bæði til þingmanna á sínum eigin bílum og bílaleigubílum.
Síma- og netkostnaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar var 207 þúsund krónur í mars en meðal síma- og netkostnaður hjá þingmönnum var 13.297 krónur.