Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, er ekki á flæðiskeri staddur peningalega. Heildareignir hans nema nú 134 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 13.500 milljörðum króna.
Hann er langríkasti maður heims og næsti maður á eftir honum, Bill Gates, er með eignir upp á um 90 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 900 milljarða króna.
Eignirnar hækkuðu um 12 milljarða Bandaríkjdala í gær, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna. Bezos á enn tæplega 17 prósent í Amazon og eignastaða hans að miklu leyti tengd við stöðu Amazon.
At @BestBuy catching up with CEO Hubert Joly and announcing our collaboration on the next generation of smart TVs. Couldn’t ask for a better partner, and the product is killer. Full Alexa integration: “Alexa, watch ABC” or “Alexa, watch Westworld.” #FireTVEdition pic.twitter.com/Dsq8VBOSA7
— Jeff Bezos (@JeffBezos) April 18, 2018
Í gær hækkaði gengi bréfa félagsins um 6,3 prósent eftir að uppgjör félagsins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins sýndi sterkari stöðu en greinendur á markaði höfðu gert ráð fyrir.
Markaðsvirði Amazon nemur nú 780 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 78 þúsund milljörðum króna.
Amazon er nú komið fram úr bæði Microsoft og Google þegar kemur að markaðsverðmæti, en Apple er verðmætasta félag heimsins. Verðmiði þess er 829 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 83 þúsund milljarðar króna.