Eignir Jeff Bezos hækkuðu um 1.200 milljarða í gær

Rekstur Amazon gekk betur á fyrstu þremur mánuðum ársins en greinendur gerðu ráð fyrir. Verðmiðinn hækkaði hratt.

Bezos
Auglýsing

Jeff Bezos, for­stjóri og stofn­andi Amazon, er ekki á flæðiskeri staddur pen­inga­lega. Heild­ar­eignir hans nema nú 134 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 13.500 millj­örðum króna. 

Hann er lang­rík­asti maður heims og næsti maður á eftir hon­um, Bill Gates, er með eignir upp á um 90 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 900 millj­arða króna.

Eign­irnar hækk­uðu um 12 millj­arða Banda­ríkjdala í gær, eða sem nemur um 1.200 millj­örðum króna. Bezos á enn tæp­lega 17 pró­sent í Amazon og eigna­staða hans að miklu leyti tengd við stöðu Amazon. 

AuglýsingÍ gær hækk­aði gengi bréfa félags­ins um 6,3 pró­sent eftir að upp­gjör félags­ins fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins sýndi sterk­ari stöðu en grein­endur á mark­aði höfðu gert ráð fyr­ir. 

Mark­aðsvirði Amazon nemur nú 780 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 þús­und millj­örðum króna. 

Amazon er nú komið fram úr bæði Microsoft og Google þegar kemur að mark­aðs­verð­mæti, en Apple er verð­mætasta félag heims­ins. Verð­miði þess er 829 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 83 þús­und millj­arðar króna.

Meira úr sama flokkiErlent