Sjálfstæðisflokkurinn mældist stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi með stuðning 23,9 prósent landsmanna samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 13.-19. apríl.
Píratar mældust annar stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi með 15,3 prósent fylgi og bæta við sig 2,1 prósentustigum frá síðustu mælingu sem lauk 19. mars síðastliðinn. Vinstri græn mældust á svipuðum slóðum og í síðustu mælingu og fá 14,3 prósent fylgi. Samfylkingin tapar 2,5 prósentustigum milli mælinga en Flokkur fólksins bætir við sig 3,3 prósentustigum.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 53,1 prósent. Stuðningurinn dalar eilítið frá síðustu mælingu þegar 55,2 prósent kváðust styðja ríkisstjórnina.
Fylgi Samfylkingar mældist nú 13,6% og mældist 16,1% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 8,8% og mældist 10,7% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 7,3% og mældist 9,0% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,0% og mældist 6,0% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,9% og mældist 3,6% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 2,8% samanlagt.