Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, hefur sagt af sér. Ástæðan er sú að gögn innan úr innanríkisráðuneytinu sýna að hún hafði ekki greint þinginu rétt frá stefnu í innflytjendamálum.
Samkvæmt gögnunum ætlaði Rudd að senda mun fleiri innflytjendur frá Bretlandi, eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, en hún hafði upplýst þingið um.
3/4 I didn't see the leaked document, although it was copied to my office as many documents are.
— Amber Rudd MP (@AmberRuddHR) April 27, 2018
Þetta kemur fram í bréfi þar sem fjallað var um þessi mál, en samkvæmt frásögn BBCer May sögð leið yfir þessum atburðum. Það var The Guardian sem greindi fyrst frá málinu, og birti bréfið í heild sinni, þar sem meðal annars kom fram að Rudd stefndi að því að koma í það minnsta 10 prósent fleiri innflytjendum úr landi, meðal annars frá eyjum í karabíska hafinu.
Aðeins tveir dagar eru síðan Rudd sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins, en tveir dagar geta verið langir í pólitík.
Dear PM ... Rudd resignation pic.twitter.com/4kW1ajtTvB
— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 29, 2018