Persónuvernd og lögregla skoða afhendingu gagna Barnaverndarstofu

Persónuvernd telur mögulegt að gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hafi brotið í bága við lög.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir málið vera á borði ákærusviðs.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir málið vera á borði ákærusviðs.
Auglýsing

Per­sónu­vernd hefur hafið frum­kvæð­is­at­hugun á gagna­af­hend­ingu Barna­vernd­ar­stofu til Stund­ar­innar og RÚV, auk þess sem málið er til skoð­unar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. ­For­stjóri ­Barna­vernd­ar­stofu neitar því að hafa brotið lög. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Umrædd gögn sem afhent voru til Stund­ar­innar og RÚV sneri að afskiptum fyrr­ver­andi for­stjóra stof­unn­ar, Braga Guð­brands­son­ar, en fjöl­miðl­arnir tveir kröfð­ust þeirra eftir að vís­bend­ingar lægju fyrir að hann hefði haft óeðli­leg afskipti í ein­staka málum í starfi. Meðal ann­arra hafði gagna­pakk­inn að geyma ein­stök barna­vernd­ar­mál, deilur for­eldra um um­gengn­is­rétt við börn og fund­ar­gerðir barna­vernd­ar­stofu. Öll nöfn og kenni­tölur voru afmáð úr gögn­un­um.

Gögnin per­sónu­rekj­an­leg

Sam­kvæmt Frétta­blað­inu eru gögnin enn per­sónu­rekj­an­leg, þrátt fyrir að nöfn og kenni­tölur ein­stak­linga finn­ist ekki í þeim. Í per­sónu­vernd­ar­lögum er farið fram á leynd gagna, sé á ein­hvern hátt hægt að rekja upp­lýs­ingar til til­tek­inna ein­stak­linga.

Auglýsing

„Gögn sem þessi eru lík­ast til við­kvæm­ustu upp­lýs­ing­arnar sem hægt er að kom­ast í. Það er því mik­il­vægt að skoða hvernig vinnslu per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga var háttað í þessu til­viki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un,“ segir Vig­dís Eva Líndal, skrif­stofu­stjóri upp­lýs­inga­ör­yggis hjá Per­sónu­vernd í sam­tali við Frétta­blað­ið. 

Til skoð­unar hjá lög­reglu og ráð­herra

Sam­kvæmt Heiðu Björg Pálma­dótt­ur, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu, var beiðni fjöl­miðl­anna um upp­lýs­ingar unnin sam­kvæmt lögum og í sam­ráði við lög­fræð­inga stofn­un­ar­inn­ar. Jafn­framt heldur hún því fram að engin lög hafi verið brot­in. 

Innan lög­regl­unnar er málið hins vegar litið alvar­legum aug­um, en Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sagði málið á borði ákæru­sviðs. Ásmundur Einar Daða­son, vel­ferð­ar­ráð­herra, sagði málið einnig vera alvar­legt og til skoð­un­ar, en hann muni funda við for­svars­menn Barna­vernd­ar­stofu í næstu viku til að fara yfir þessi mál.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent