Tuttugu þjónustufulltrúar í Hörpu segja upp vegna hækkana forstjóra

Miklar launahækkanir forstjóra lögðust illa í starfsfólk Hörpu.

Harpa.20082011_Nic.Lehoux_1.jpg
Auglýsing

Tutt­ugu þjón­ustu­full­trúar í Hörpu hafa ákveðið að segja upp störfum sínum í kjöl­far fundar með Svan­hildi Kon­ráðs­dótt­ur, for­stjóra Hörpu, í dag. 

Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá full­trú­un­um.

Ástæðan er óánægja með launa­hækkun for­stjór­ans, upp á um 20 pró­sent, en stutt er síðan að starfs­fólk í Hörpu tók á sig launa­lækk­anir vegna erf­ið­leika í rekstri.

Auglýsing

Svanhildur Konráðsdóttir.Fund­ur­inn var boð­aður eftir fréttir um þjón­ustu­full­trúa í Hörpu sem ofbauð svo launa­hækkun Svan­hildar að hann sagði upp. „Stuttu eftir að laun for­stjóra voru hækkuð af stjórn Hörpu, voru laun þjón­ustu­full­trúa lækk­uð. Á fund­inum stað­festi Svan­hildur að þjón­ustu­full­trúar Hörpu væru einu starfs­menn­irnir sem gert var að taka á sig beina launa­lækk­un. Hópur starfs­manna sem þá þegar var launa­lægstur allra starfs­manna Hörpu,“ segir í til­kynn­ingu.

Eftir fund­inn voru margir þjón­ustu­full­trúar ósáttir við skýr­ingar for­stjór­ans, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, þá sér­stak­lega um það af hverju engir aðrir starfs­menn húss­ins hafi þurft að taka á sig launa­lækk­un. 

Ákváðu því allir þjón­ustu­full­trúar sem sátu fund­inn að segja þegar upp störf­um, 15 tals­ins og nokkrir aðrir í kjöl­far­ið. „Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfs­ald­ur, meðal ann­ars allir vakt­stjórar [...] Svan­hildur tal­aði um að á sínum tíma eða í sept­em­ber 2017, hefðu launa­lækk­anir þjón­ustu­full­trúa verið mildar aðgerðir sem væru hluti af sam­stilltu átaki um að rétta af fjár­hag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið mis­ræmi er greini­lega í þeirri stað­hæf­ingu þar sem aðeins lægst laun­uðu starfs­menn húss­ins hafa tekið á sig beina launa­lækk­un,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Íslenska ríkið á 54 pró­sent í Hörpu en Reykja­vík­ur­borg 46 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent