Starfsfólk Arion banka mun fá hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna við skráningu

Arion banki ætlar að gefa starfsfólki sínu hlutabréf í bankanum fyrir sex til sjö hundruð milljónir króna verði hann skráður á markað fyrir árslok. Ekkert liggur enn fyrir um hvenær eða hvort bankinn verður skráður á markað.

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka og hluthafafundur hafa samþykkt að starfsfólk bankans fái hlutabréf í bankanum komi til þess að hann verði skráður á markað á árinu 2018, líkt og stendur til. Hver starfsmaður mun fá hlutabréf í bankanum sem samsvara útborgun einna mánaðarlauna, þó að hámarki einni milljón króna fyrir frádrátt tekjuskatts og annarra gjalda. Starfsfólki yrði ekki heimilt að selja hlutabréfin fyrr en tveimur árum eftir afhendingu og það starfsfólk sem ákveður að hætta hjá bankanum á því tímabili þyrfti að skila bréfunum án endurgjalds.

Heildarkostnaður bankans er áætlaður á bilinu sex til sjö hundruð milljónir króna, komi til skráningar, og þar af er um helmingur tekjuskattur sem rennur til ríkisins og launatengd gjöld.

Um svokallaða kaupaukagreiðslu er að ræða sem kemur ekki til greiðslu nema að undangengnu hlutafjárútboði og skráningu bankans á markað á árinu 2018. Mun greiðslan dragast frá öðrum mögulegum kaupaukagreiðslum til starfsfólks vegna ársins 2018, þar sem slíkt er fyrir hendi. Ítarlegar reglur Fjármálaeftirlitsins gilda um kaupauka starfsfólks fjármálafyrirtækja og er fyrirhugaður kaupauki í samræmi við þær og eftirlitið upplýst um hann.

Auglýsing

Í fréttatilkynningu vegna þessa segir að markmiðið með aðgerðinni sé „ fyrst og fremst að færa hagsmuni starfsfólks nær hagsmunum bankans og auka tryggð.“ Þar segir einnig að um sé að ræða allt starfsfólk bankans, en það er um 850 talsins. Greiðslan næði ekki til starfsfólks dótturfélaga Arion banka. Þar segir enn fremur að ákvörðun um skráningu Arion banka á markað hafi enn ekki verið tekinn en að undirbúningur að breyttu eignarhaldi standi yfir. Almenn hlutafjárútboð og skráning á markað sé ein þeirra kosta sem verið sé að skoða.

Kjarninn hefur áður greint frá því að til hafi staðið að skrá Arion banka á markað, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, apríl eða maí á þessu ári. Ljóst er að þau áform hafa ekki gengið eftir.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent