Starfsfólk Arion banka mun fá hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna við skráningu

Arion banki ætlar að gefa starfsfólki sínu hlutabréf í bankanum fyrir sex til sjö hundruð milljónir króna verði hann skráður á markað fyrir árslok. Ekkert liggur enn fyrir um hvenær eða hvort bankinn verður skráður á markað.

Arion banki
Auglýsing

Stjórn Arion banka og hlut­hafa­fundur hafa sam­þykkt að starfs­fólk bank­ans fái hluta­bréf í bank­anum komi til þess að hann verði skráður á markað á árinu 2018, líkt og stendur til. Hver starfs­maður mun fá hluta­bréf í bank­anum sem sam­svara útborgun einna mán­að­ar­launa, þó að hámarki einni milljón króna fyrir frá­drátt tekju­skatts og ann­arra gjalda. Starfs­fólki yrði ekki heim­ilt að selja hluta­bréfin fyrr en tveimur árum eftir afhend­ingu og það starfs­fólk sem ákveður að hætta hjá bank­anum á því tíma­bili þyrfti að skila bréf­unum án end­ur­gjalds.

Heild­ar­kostn­aður bank­ans er áætl­aður á bil­inu sex til sjö hund­ruð millj­ónir króna, komi til skrán­ing­ar, og þar af er um helm­ingur tekju­skattur sem rennur til rík­is­ins og launa­tengd gjöld.

Um svo­kall­aða kaupauka­greiðslu er að ræða sem kemur ekki til greiðslu nema að und­an­gengnu hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu bank­ans á markað á árinu 2018. Mun greiðslan drag­ast frá öðrum mögu­legum kaupauka­greiðslum til starfs­fólks vegna árs­ins 2018, þar sem slíkt er fyrir hendi. Ítar­legar reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins gilda um kaupauka starfs­fólks fjár­mála­fyr­ir­tækja og er fyr­ir­hug­aður kaup­auki í sam­ræmi við þær og eft­ir­litið upp­lýst um hann.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu vegna þessa segir að mark­miðið með aðgerð­inni sé „ fyrst og fremst að færa hags­muni starfs­fólks nær hags­munum bank­ans og auka tryggð.“ Þar segir einnig að um sé að ræða allt starfs­fólk bank­ans, en það er um 850 tals­ins. Greiðslan næði ekki til starfs­fólks dótt­ur­fé­laga Arion banka. Þar segir enn fremur að ákvörðun um skrán­ingu Arion banka á markað hafi enn ekki verið tek­inn en að und­ir­bún­ingur að breyttu eign­ar­haldi standi yfir. Almenn hluta­fjár­út­boð og skrán­ing á markað sé ein þeirra kosta sem verið sé að skoða.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því að til hafi staðið að skrá Arion banka á mark­að, bæði á Íslandi og í Sví­þjóð, apríl eða maí á þessu ári. Ljóst er að þau áform hafa ekki gengið eft­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent