SA segir best að búa í sveitarfélögum þar sem skattheimta er minnst

Í greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Akranes, Seltjarnarnes og Garðabær komi best úr þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna er borin saman. Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður koma verst út.

img_4575_raw_0710130534_10191521713_o.jpg
Auglýsing

Efna­hags­svið Sam­taka atvinnu­lífs­ins hefur fram­kvæmd grein­ingu á fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lag­anna. Þar kemur meðal ann­ars fram að þegar rekstur tólf stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins er bor­inn saman kemur í ljós að þau sem koma best út taka hlut­falls­lega minnst til sín í formi skatt­heimtu. Auk þess mælist ánægja íbúa með leik- og grunn­skóla mest í þeim sveit­ar­fé­lögum sem koma best út í rekstr­ar­sam­an­burð­in­um.

Í grein­ing­unni segir að Akra­nes, Sel­tjarn­ar­nes og Garða­bær komi best út þegar fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lag­anna er borin sam­an, en Reykja­nes­bær, Reykja­vík og Hafn­ar­fjörður verst. Sel­tjarn­ar­nes, Garða­bær og Vest­manna­eyjar inn­heimta hlut­falls­lega lægstu skatt­ana af með­al­tekjum íbúa sinna á sama tíma og Akur­eyri, Fjarða­byggð og Reykja­vík taka hlut­falls­lega mest til sín.

„Auð­vitað er mik­il­vægt að hafa í huga að sveit­ar­fé­lög njóta góðs af því ef með­al­tekjur íbúa eru miklar en að sama skapi má segja að þar sem skatt­heimta er lágt hlut­fall með­al­tekna hafi sveit­ar­stjórnir stað­ist ákveðna freist­ingu. Þær hefðu getað hækkað skatta til jafns við önnur sveit­ar­fé­lög og aukið þannig álögur á íbú­a,“ segir SA.

Auglýsing

Þá bera sam­tökin saman hvernig skattar og önnur gjöld leggj­ast á sama ein­stak­ling­inn eftir því hvar hann væri búsett­ur. Miðað við þann mæli­kvarða er sam­kvæmt grein­ing­unni ódýr­ast að búa í Garðabæ en dýr­ast að búa í Árborg. Mis­mun­ur­inn ríf­lega 180 þús­und krónur á ári milli þess­ara tveggja sveit­ar­fé­laga. „Mikil fylgni er á milli fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga og skatt­lagn­ing­ar. Með öðrum orðum er hag­kvæm­ast að búa í vel reknum sveit­ar­fé­lög­um.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent