Sagði ríkisskattstjóra ekki nenna að eltast við ólöglega gistingu

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna tókust á um svarta hagkerfið sem myndast hefur með framboð á heimagistingu á fundi Samtaka atvinnulífsins og fleiri hagsmunasamtaka í gær.

Líf airbnb
Auglýsing

Líf Magneu­dóttir odd­viti Vinstri grænna segir eðli­legt að rík­is­skatt­stjóra nenni ekki að elt­ast við þá sem sinna ekki skrán­ingu á útleigu íbúða sinna til Air­bnb, um smá­pen­inga sé að ræða og lík­lega sé sýslu­maður að elt­ast við stærri fiska.

Þetta kom fram á fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, Sam­taka iðn­að­ar­ins og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu með odd­vitum stærstu flokk­anna í gær.

Bjarn­heiður Halls­dóttir nýkjörin for­maður SAF spurði odd­vita út í skugga­hag­kerfið tengt íbúða­gist­ingu sem hún sagði stórt í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir. „Áætlað að í Reykja­vík sé fram­boð íbúða­her­bergja svipað og fram­boð hót­el­her­berja, hins vegar eru aðeins þús­und íbúðir með við­eig­andi skrán­ingu eða rekstr­ar­leyfi eins og lög gera ráð fyr­ir,“ sagði Bjarn­heiður og spurði odd­vit­ana hvernig þeir ætl­uðu að sporna við þessu og hvort til­efni væri til að efna til stór­átaks gegn þess­ari brota­starf­semi.

Auglýsing

Svar Lífar virt­ist valda nokkrum kurr í saln­um, en hún dró þá orð sín um að um smá­pen­inga væri að ræða til baka. „En það sem ég hef sagt og við viljum gera er að sveit­ar­fé­lögin hafi kannski sekt­ar­heim­ildir til þess að upp­ræta slíka starf­semi. Ólög­leg starf­semi á slíkum mark­aði er vond,“ sagði Líf og velti því upp hvort breyta þyrfti núgild­andi reglum og minnka þann fjölda gistinótta sem heim­ilt er að leigja íbúð­ir, en nú eru það 90 dag­ar. Líf nefndi þar töl­una 70 eða 45 jafn­vel.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði að meiri­hlut­inn hefði strax gert athuga­semdir við að eft­ir­litið með þessu væri á höndum sýslu­manns og að þau hefðu haft áhyggjur af því að það væri of veikt og að Reykja­vík væri til í að fá hlut­verk í því að fylgja þessu fastar eft­ir. Búið sé að stofna hóp með sýslu­manni til þess að allir séu að tala saman og fylgja þessu eft­ir. „Og það lofar bót og betrun og það eru ein­hver mál komin en okkur hefur ekki fund­ist þetta vera að virka nægi­lega vel,“ sagði Dag­ur.

Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­flokk­inn sagði borg­ina hafa verið sof­andi með fram­boð á íbúð­ar­hús­næði sem valdi þrýs­ingi á heim­il­in. Fram­boðið þurfi að vera meira til að ná jafn­vægi á mark­að­inn, ann­ars væri hér alltaf svartur mark­að­ur.

Eyþór nefndi í þessu sam­hengi einnig bíla­leigu­bíla. „Við sjáum það að þeir leggja mjög mikið í grónum hverfum þar sem ekki eru bíla­stæða­gjöld og við sjáum að þeir eru svo­lítið að ryðja út bíl­stæðum fyrir íbúa. Ég myndi vilja sjá ein­hvers konar bíla­stæða­kort fyrir íbúa þannig að íbúar gengju fyrir í þessum mál­um. Það er ótrú­legur fjöldi sem er að taka bíla­leigu­bíla.“

Air­bnb með þriðj­ung af gistinótta­mark­aðnum

Í skýrslu Íslands­banka frá því í apríl kemur fram að Air­bnb er orðið næst­um­fangs­­mesta gist­i­­þjón­usta lands­ins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangs­­mesta sem eru gist­i­heim­ili. Flestar gistinætur voru þó seldar á hót­­el­um, alls 4,3 millj­­ónir á árinu 2017. Í gegnum Air­bnb voru 3,2 millj­­ónir gistinótta seldar í fyrra.

­Tekjur leig­u­­sala í gegnum Air­bnb á Íslandi námu 19,4 millj­­örðum á árinu 2017 og juk­ust um 109% frá fyrra ári. Með­­al­verð fyrir sól­­­ar­hrings­d­völ á Air­bnb er mis­­­jafnt eftir því hvers eðlis gist­i­­rýmið er. Þegar um er að ræða leigu á öllu heim­il­inu er með­­al­verðið um 21,6 þús­und krón­­ur. Til sam­an­­burðar er með­­al­verð á hót­­el­her­bergi í Reykja­vík um 19,7 þús­und. Heilt heim­ili getur hýst fleiri gesti en hót­­el­her­bergi alla jafna og er því með­­al­verð á hvern ein­stak­l­ing lægra á Air­bnb en á hót­­el­­um.

Tekju­hæsti leig­u­­sali síð­­asta árs velti 230 millónum og var með 46 útleig­u­­rými í gegnum Air­bnb. Rýmin geta verið allt heim­il­ið, sam­eig­in­­legt her­bergi eða sér­­her­bergi. Þá eru eig­in­­leikar á borð við gæði og fjölda gesta sem rýmið hýsir einnig ólíkir á milli rýma. Sá leig­u­­sali sem var á meðal þeirra tekju­hæstu og var með mestar tekjur á hvert útleig­u­­rými velti rúmum 12 millj­­ónum á hvert rými yfir 12 mán­aða tíma­bil eða rúm­­lega milljón í hverjum mán­uði á hvert rými. Á sama tíma er mán­að­­ar­­legt leig­u­verð á hvern fer­­metra á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði í kringum þrjú þús­und krónur fyrir tveggja her­bergja íbúð­­ir. Það gerir um 210 þús­und sé íbúðin 70 fer­­metr­­ar. Með­­al­­fer­­metra­verð lækkar svo eftir því sem her­bergjum fjölgar og íbúðin stækk­­­ar. Það er því ljóst að leigusalar geta aflað umtals­vert meiri tekna með því að leigja erlendum ferða­­mönnum í gegnum Air­bnb en með því að leigja á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði. Hefur þessi hvati leitt til þess að íbúðir á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði eru færri en ella sem veldur að öðru óbreyttu hækk­­un­­ar­­þrýst­ingi á leig­u­verð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent