Sagði ríkisskattstjóra ekki nenna að eltast við ólöglega gistingu

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna tókust á um svarta hagkerfið sem myndast hefur með framboð á heimagistingu á fundi Samtaka atvinnulífsins og fleiri hagsmunasamtaka í gær.

Líf airbnb
Auglýsing

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir eðlilegt að ríkisskattstjóra nenni ekki að eltast við þá sem sinna ekki skráningu á útleigu íbúða sinna til Airbnb, um smápeninga sé að ræða og líklega sé sýslumaður að eltast við stærri fiska.

Þetta kom fram á fundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu með oddvitum stærstu flokkanna í gær.

Bjarnheiður Hallsdóttir nýkjörin formaður SAF spurði oddvita út í skuggahagkerfið tengt íbúðagistingu sem hún sagði stórt í samanburði við aðrar þjóðir. „Áætlað að í Reykjavík sé framboð íbúðaherbergja svipað og framboð hótelherberja, hins vegar eru aðeins þúsund íbúðir með viðeigandi skráningu eða rekstrarleyfi eins og lög gera ráð fyrir,“ sagði Bjarnheiður og spurði oddvitana hvernig þeir ætluðu að sporna við þessu og hvort tilefni væri til að efna til stórátaks gegn þessari brotastarfsemi.

Auglýsing

Svar Lífar virtist valda nokkrum kurr í salnum, en hún dró þá orð sín um að um smápeninga væri að ræða til baka. „En það sem ég hef sagt og við viljum gera er að sveitarfélögin hafi kannski sektarheimildir til þess að uppræta slíka starfsemi. Ólögleg starfsemi á slíkum markaði er vond,“ sagði Líf og velti því upp hvort breyta þyrfti núgildandi reglum og minnka þann fjölda gistinótta sem heimilt er að leigja íbúðir, en nú eru það 90 dagar. Líf nefndi þar töluna 70 eða 45 jafnvel.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði að meirihlutinn hefði strax gert athugasemdir við að eftirlitið með þessu væri á höndum sýslumanns og að þau hefðu haft áhyggjur af því að það væri of veikt og að Reykjavík væri til í að fá hlutverk í því að fylgja þessu fastar eftir. Búið sé að stofna hóp með sýslumanni til þess að allir séu að tala saman og fylgja þessu eftir. „Og það lofar bót og betrun og það eru einhver mál komin en okkur hefur ekki fundist þetta vera að virka nægilega vel,“ sagði Dagur.

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokkinn sagði borgina hafa verið sofandi með framboð á íbúðarhúsnæði sem valdi þrýsingi á heimilin. Framboðið þurfi að vera meira til að ná jafnvægi á markaðinn, annars væri hér alltaf svartur markaður.

Eyþór nefndi í þessu samhengi einnig bílaleigubíla. „Við sjáum það að þeir leggja mjög mikið í grónum hverfum þar sem ekki eru bílastæðagjöld og við sjáum að þeir eru svolítið að ryðja út bílstæðum fyrir íbúa. Ég myndi vilja sjá einhvers konar bílastæðakort fyrir íbúa þannig að íbúar gengju fyrir í þessum málum. Það er ótrúlegur fjöldi sem er að taka bílaleigubíla.“

Airbnb með þriðjung af gistinóttamarkaðnum

Í skýrslu Íslandsbanka frá því í apríl kemur fram að Air­bnb er orðið næst­um­fangs­mesta gisti­þjón­usta lands­ins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangs­mesta sem eru gisti­heim­ili. Flestar gistinætur voru þó seldar á hót­el­um, alls 4,3 millj­ónir á árinu 2017. Í gegnum Air­bnb voru 3,2 millj­ónir gistinótta seldar í fyrra.

Tekjur leigu­sala í gegnum Air­bnb á Íslandi námu 19,4 millj­örðum á árinu 2017 og juk­ust um 109% frá fyrra ári. Með­al­verð fyrir sól­ar­hrings­dvöl á Air­bnb er mis­jafnt eftir því hvers eðlis gisti­rýmið er. Þegar um er að ræða leigu á öllu heim­il­inu er með­al­verðið um 21,6 þús­und krón­ur. Til sam­an­burðar er með­al­verð á hót­el­her­bergi í Reykja­vík um 19,7 þús­und. Heilt heim­ili getur hýst fleiri gesti en hót­el­her­bergi alla jafna og er því með­al­verð á hvern ein­stak­ling lægra á Air­bnb en á hót­el­um.

Tekju­hæsti leigu­sali síð­asta árs velti 230 millónum og var með 46 útleigu­rými í gegnum Air­bnb. Rýmin geta verið allt heim­il­ið, sam­eig­in­legt her­bergi eða sér­her­bergi. Þá eru eig­in­leikar á borð við gæði og fjölda gesta sem rýmið hýsir einnig ólíkir á milli rýma. Sá leigu­sali sem var á meðal þeirra tekju­hæstu og var með mestar tekjur á hvert útleigu­rými velti rúmum 12 millj­ónum á hvert rými yfir 12 mán­aða tíma­bil eða rúm­lega milljón í hverjum mán­uði á hvert rými. Á sama tíma er mán­að­ar­legt leigu­verð á hvern fer­metra á hefð­bundnum leigu­mark­aði í kringum þrjú þús­und krónur fyrir tveggja her­bergja íbúð­ir. Það gerir um 210 þús­und sé íbúðin 70 fer­metr­ar. Með­al­fer­metra­verð lækkar svo eftir því sem her­bergjum fjölgar og íbúðin stækk­ar. Það er því ljóst að leigusalar geta aflað umtals­vert meiri tekna með því að leigja erlendum ferða­mönnum í gegnum Air­bnb en með því að leigja á hefð­bundnum leigu­mark­aði. Hefur þessi hvati leitt til þess að íbúðir á hefð­bundnum leigu­mark­aði eru færri en ella sem veldur að öðru óbreyttu hækk­un­ar­þrýst­ingi á leigu­verð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent