Sagði ríkisskattstjóra ekki nenna að eltast við ólöglega gistingu

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna tókust á um svarta hagkerfið sem myndast hefur með framboð á heimagistingu á fundi Samtaka atvinnulífsins og fleiri hagsmunasamtaka í gær.

Líf airbnb
Auglýsing

Líf Magneu­dóttir odd­viti Vinstri grænna segir eðli­legt að rík­is­skatt­stjóra nenni ekki að elt­ast við þá sem sinna ekki skrán­ingu á útleigu íbúða sinna til Air­bnb, um smá­pen­inga sé að ræða og lík­lega sé sýslu­maður að elt­ast við stærri fiska.

Þetta kom fram á fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, Sam­taka iðn­að­ar­ins og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu með odd­vitum stærstu flokk­anna í gær.

Bjarn­heiður Halls­dóttir nýkjörin for­maður SAF spurði odd­vita út í skugga­hag­kerfið tengt íbúða­gist­ingu sem hún sagði stórt í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir. „Áætlað að í Reykja­vík sé fram­boð íbúða­her­bergja svipað og fram­boð hót­el­her­berja, hins vegar eru aðeins þús­und íbúðir með við­eig­andi skrán­ingu eða rekstr­ar­leyfi eins og lög gera ráð fyr­ir,“ sagði Bjarn­heiður og spurði odd­vit­ana hvernig þeir ætl­uðu að sporna við þessu og hvort til­efni væri til að efna til stór­átaks gegn þess­ari brota­starf­semi.

Auglýsing

Svar Lífar virt­ist valda nokkrum kurr í saln­um, en hún dró þá orð sín um að um smá­pen­inga væri að ræða til baka. „En það sem ég hef sagt og við viljum gera er að sveit­ar­fé­lögin hafi kannski sekt­ar­heim­ildir til þess að upp­ræta slíka starf­semi. Ólög­leg starf­semi á slíkum mark­aði er vond,“ sagði Líf og velti því upp hvort breyta þyrfti núgild­andi reglum og minnka þann fjölda gistinótta sem heim­ilt er að leigja íbúð­ir, en nú eru það 90 dag­ar. Líf nefndi þar töl­una 70 eða 45 jafn­vel.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði að meiri­hlut­inn hefði strax gert athuga­semdir við að eft­ir­litið með þessu væri á höndum sýslu­manns og að þau hefðu haft áhyggjur af því að það væri of veikt og að Reykja­vík væri til í að fá hlut­verk í því að fylgja þessu fastar eft­ir. Búið sé að stofna hóp með sýslu­manni til þess að allir séu að tala saman og fylgja þessu eft­ir. „Og það lofar bót og betrun og það eru ein­hver mál komin en okkur hefur ekki fund­ist þetta vera að virka nægi­lega vel,“ sagði Dag­ur.

Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­flokk­inn sagði borg­ina hafa verið sof­andi með fram­boð á íbúð­ar­hús­næði sem valdi þrýs­ingi á heim­il­in. Fram­boðið þurfi að vera meira til að ná jafn­vægi á mark­að­inn, ann­ars væri hér alltaf svartur mark­að­ur.

Eyþór nefndi í þessu sam­hengi einnig bíla­leigu­bíla. „Við sjáum það að þeir leggja mjög mikið í grónum hverfum þar sem ekki eru bíla­stæða­gjöld og við sjáum að þeir eru svo­lítið að ryðja út bíl­stæðum fyrir íbúa. Ég myndi vilja sjá ein­hvers konar bíla­stæða­kort fyrir íbúa þannig að íbúar gengju fyrir í þessum mál­um. Það er ótrú­legur fjöldi sem er að taka bíla­leigu­bíla.“

Air­bnb með þriðj­ung af gistinótta­mark­aðnum

Í skýrslu Íslands­banka frá því í apríl kemur fram að Air­bnb er orðið næst­um­fangs­­mesta gist­i­­þjón­usta lands­ins og þrisvar sinnum stærri en sú þriðja umfangs­­mesta sem eru gist­i­heim­ili. Flestar gistinætur voru þó seldar á hót­­el­um, alls 4,3 millj­­ónir á árinu 2017. Í gegnum Air­bnb voru 3,2 millj­­ónir gistinótta seldar í fyrra.

­Tekjur leig­u­­sala í gegnum Air­bnb á Íslandi námu 19,4 millj­­örðum á árinu 2017 og juk­ust um 109% frá fyrra ári. Með­­al­verð fyrir sól­­­ar­hrings­d­völ á Air­bnb er mis­­­jafnt eftir því hvers eðlis gist­i­­rýmið er. Þegar um er að ræða leigu á öllu heim­il­inu er með­­al­verðið um 21,6 þús­und krón­­ur. Til sam­an­­burðar er með­­al­verð á hót­­el­her­bergi í Reykja­vík um 19,7 þús­und. Heilt heim­ili getur hýst fleiri gesti en hót­­el­her­bergi alla jafna og er því með­­al­verð á hvern ein­stak­l­ing lægra á Air­bnb en á hót­­el­­um.

Tekju­hæsti leig­u­­sali síð­­asta árs velti 230 millónum og var með 46 útleig­u­­rými í gegnum Air­bnb. Rýmin geta verið allt heim­il­ið, sam­eig­in­­legt her­bergi eða sér­­her­bergi. Þá eru eig­in­­leikar á borð við gæði og fjölda gesta sem rýmið hýsir einnig ólíkir á milli rýma. Sá leig­u­­sali sem var á meðal þeirra tekju­hæstu og var með mestar tekjur á hvert útleig­u­­rými velti rúmum 12 millj­­ónum á hvert rými yfir 12 mán­aða tíma­bil eða rúm­­lega milljón í hverjum mán­uði á hvert rými. Á sama tíma er mán­að­­ar­­legt leig­u­verð á hvern fer­­metra á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði í kringum þrjú þús­und krónur fyrir tveggja her­bergja íbúð­­ir. Það gerir um 210 þús­und sé íbúðin 70 fer­­metr­­ar. Með­­al­­fer­­metra­verð lækkar svo eftir því sem her­bergjum fjölgar og íbúðin stækk­­­ar. Það er því ljóst að leigusalar geta aflað umtals­vert meiri tekna með því að leigja erlendum ferða­­mönnum í gegnum Air­bnb en með því að leigja á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði. Hefur þessi hvati leitt til þess að íbúðir á hefð­bundnum leig­u­­mark­aði eru færri en ella sem veldur að öðru óbreyttu hækk­­un­­ar­­þrýst­ingi á leig­u­verð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent