Samtals hafa 52 látið lífið á Gaza-svæðinu í dag og 2.400, í árásum Ísraelshers á Palestínumenn. Mómælt hefur verið víða á Gaza-svæðinu vegna opnunar á sendiráði Bandaríkjanna í Jerúsalem, en Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að færa það þangað, þrátt fyrir hávær mótmæli þjóðarleiðtoga víða um heim, og Sameinuðu þjóðanna.
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC segir að Ísraelsher hafi gert árásir á hópa fólks, en talið er að um 40 þúsund hafi verið saman komin til að mótmæla ákvörðun Bandaríkjastjórnar.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur lýst yfir þriggja daga sorg vegna mannfallsins en boðað hefur verið til mótmæla við landamæri Palestínu og Ísraels á morgun.
Big day for Israel. Congratulations!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, varði árásirnar á Palestínumenn í dag og sagði að þær væru liður í því að verja Ísrael, enda hefðu Hamas samtökin lýst því yfir að þau vilji eyða Ísrael.
Donald Trump hefur þegar tjáð sig um opnun sendiráðsins á Twitter. Hann segir þar að dagurinn sé stór fyrir Ísrael og óskar Ísraelum til hamingju.