Tvö hundruð Íslendingar á aldrinum 60 til 75 ára og með arfgerð sem veldur auknum líkum á Alzheimer munu á næstu fimm árum taka þátt í einni flóknustu lyfjarannsókn sem framkvæmd hefur verið hér á landi.
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, en lyfinu er ætla að hindra efnaferla sem marka upphafið að þróun útfellinga í heilanum. Jón G. Snædal, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hér á landi, segir í viðtali við Fréttablaðið að menn vilji sjá að lyfið komi í veg fyrir sjúkdóminn, en til þessa hafa um 98 prósent rannsókna á lyfjum sem eiga að vinna gegn Alzheimer, ekki skilað árangri.
Alls taka 2.000 manns þátt í rannsókninni í öllum byggðum heims- álfum. Ísland er stærsta rannsóknarsetrið með 10 prósent þátttakenda
Lyfjarisarnir Novartis og Amgen sameinuðust um þróun lyfsins eftir að Íslensk erfðagreining staðfesti árið 2012 lyfjamörk sem sýndu fram á möguleika þess að hefta eða stöðva ferlið með lyfjagjöf. Jón segir að rannsóknin muni leiða í ljós hvort vísindasamfélagið sé á réttri braut í baráttunni við Alzheimer.