Lífeyrissjóðir leiða vöxtinn í útlánum til heimila

Lífeyrissjóðir eru nú með 17,5 prósent af útlánum til heimila.

peningar
Auglýsing

Leið­rétt fyrir áhrifum skulda­lækk­un­ar­að­gerða stjórn­valda stækk­að­i ­stofn útlána lána­kerfis til heim­ila um 5,7 pró­sent á fyrsta fjórð­ungi árs­ins, að því er fram kemur í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands.

Er það lít­il­lega meiri aukn­ing en var á fjórð­ung­un­um t­veimur þar á und­an. 

Eins og sést á þessari mynd, þá hefur hlutdeild lífeyrissjóða vaxið hröðum skrefum að undanförnu.Útlán líf­eyr­is­sjóða vega enn þyngst í aukn­ing­unn­i og hlut­deild þeirra á lána­mark­aði vex því áfram. Nema útlán þeirra nú um 17,5% af heild­ar­út­lána­stofni lána­kerf­is­ins til heim­ila sam­an­borið við 9,5% í árs­byrjun 2016. ´

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir bjóða nú betri kjör en bankar á hús­næð­is­lánum til heim­ila, og má gera ráð fyrir að það sé grund­vallar­á­stæða þess að fólk leitar frekar til þeirra en banka þegar kemur að hús­næð­is­lán­um. 

Hlut­fall sjóð­fé­laga­lána af hreinni eign líf­eyr­is­sjóða hefur því hækkað nokkuð frá því að það var í sögu­legri lægð undir lok árs 2015 og er nú nálægt með­al­tali und­an­far­inna tutt­ug­u ára. 

Á móti auknum útlánum líf­eyr­is­sjóða og inn­láns­stofn­ana hafa út­lán Íbúða­lána­sjóðs áfram dreg­ist saman og er hlut­deild hans á lána­mark­að­i nú svipuð og hlut­deild líf­eyr­is­sjóða í heild sinn­i. 

Meira úr sama flokkiInnlent