Félagsleg og efnahagsleg vandamál fylgi brottfalli drengja

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að taka þurfi brottfall drengja úr skólakerfinu og af vinnumarkaði alvarlega.

haskoli-islands_14502697164_o.jpg
Auglýsing

Af þeim 1.692 sem braut­skráð­ust úr grunn­námi í Háskóla Íslands í fyrra voru 1.108 konur og 584 karl­ar. Tveir þriðju konur og einn þriðji karl­ar. 

Brautskráningar úr grunnnámi í Háskóla Íslands.Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og nefnd­ar­maður í pen­inga­nefnd Seðla­banka Íslands, gerir þessa stöðu að umtals­efni í grein í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda í dag, sem ber heit­ið; Hvar eru drengirn­ir?Í grein­inni fjallar hann meðal ann­ars um brott­fall drengja úr skóla­kerf­inu, og segir að þetta mál sé engan vegin ein­skorðað við Ísland. Hins vegar komi frá bæði félags­leg og efna­hags­leg vanda­mál sem þurfi að taka alvar­lega. „Brott­fall og slak­ari náms­ár­angur drengja ein­skorð­ast engan veg­inn við Ísland.  Hins vegar felst í því félags­legt og efna­hags­legt vanda­mál fyrir Ísland. Það hlýtur að telj­ast órétt­læti að vel­gengni nýfædds Íslend­ings í námi ráð­ist að veru­legu leyti af því hvort hann sé klæddur bláum eða bleikum fötum á fæð­ing­ar­deild­inni.  Það er því mik­il­vægt að greina ástæður þeirrar þró­unar sem hér hefur verið lýst og gera kerf­is­breyt­ingar þannig að bæði karlar og konur fái þrif­ist í sam­fé­lagi okk­ar.

Við getum velt fyrir okkur nokkrum hugs­an­legum skýr­ingum á brott­falli drengja en þær eru ein­ungis vanga­veltur þangað til að orsakir hafa verið kann­aðar og rann­sak­að­ar. Mögu­legt er að sú stað­reynd að kenn­ara­stéttin er kvenna­stétt (fimm­fallt fleiri konur braut­skráð­ust með kenn­ara­menntun árið 2013!) verði til þess að drengjum skorti fyr­ir­myndir í skól­an­um. Drengir á tán­ings­aldri þurfa á jákvæðum fyr­ir­myndum að halda og ekki ljóst hvert þeir eigi að sækja þær. Kannski eru það frægir knatt­spyrnu­menn eða svo­kall­aðir „jút­úbar­ar“ sem halda ein­ræður á „youtu­be“. Einnig er mögu­legt er að drengir þurfi meiri aga en stúlkur í námi og hann skorti í núver­andi kerf­i,“ segir Gylfi meðal ann­ars í grein sinn­i. 

Auglýsing

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Hann fjallar einnig um málin frá öðrum hlið­um, dregur fram hag­tölur máli sínu til stuðn­ings, og spyr hvað sé til ráða, til að hægt sé að virkja drengi og karla betur í sam­fé­lag­inu.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent