Gera athugasemdir við tilhögun á skipan dómara í nýjan Endurupptökudómstól

Dómarafélagið og Lögmannafélagið gera athugasemdir við frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um nýjan Endurupptökudómstól. Þrír embættisdómarar skipa dóminn og einn sem ekki er starfandi eða fyrrverandi dómari.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Dóm­ara­fé­lag Íslands og Lög­manna­fé­lagið gera athuga­semdir við frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um nýjan End­ur­upp­töku­dóm­stól í umsögnum sem félögin hafa sent Alþingi.

Bæði félögin gera athuga­semdir við fjölda dóm­ara við þennan nýja fyr­ir­hug­aða og skipan þeirra.

Gert er ráð fyrir því í frum­varp­inu að fjórir dóm­arar skipi dóminn, þrír emb­ætt­is­dóm­arar til­efndir frá hverju dóm­stigi fyrir sig, hér­að­dómi, Lands­rétti og Hæsta­rétti. Þá verði fjórði dóm­ar­inn skip­aður sam­kvæmt til­lögu dóm­nefndar um hæfni dóm­ara, en sá dóm­ari sé hvorki starf­andi dóm­ari, fyrr­ver­andi dóm­ari né starfs­maður dóm­stóls. Staðan skuli aug­lýst sam­kvæmt almennum reglum um aug­lýs­ingu á lausum stöðum dóm­ara.

Auglýsing

Dóm­ara­fé­lagið segir að ígrunda þurfi vel hvort þessi sam­setn­ing sé eins og best verði á kos­ið. „Mark­mið þess að hafa dóm­inn skip­aðan að hluta til dóm­urum sem hvorki eru emb­ætt­is­dóm­arar né fyrr­ver­andi dóm­ar­ar, er sú að auka á trú­verð­ug­leika hans þar sem við­fangs­efni dóms­ins er öðrum þræði að leggja mat á dóms­störf. Því væri meira jafn­vægi á skipan dóms­ins að hafa tvo dóm­ara sem standa utan rétt­ar­kerf­is­ins á móti þremur starf­andi dóm­ur­um,“ segir í umsögn DÍ.

Félagið telur að gert sé ráð fyrir að starfið sé auka­starf. Miðað við þann mála­fjölda sem borist hafi end­ur­upp­töku­en­fnd á liðnum árum, 11 til 27 mál á hverju ári, verði að telja að starfið geti orðið það umfangs­mikið að tæp­lega sé unnt að sinna því sem auka­starfi. Nauð­syn­legt geti því verið að hafa dóm­inn skip­aðan fleiri dóm­urum sem komi utan rétt­ar­kerf­is­ins, svo unnt sé í raun að sinna starf­inu sem auka­starfi. Þá kunni einnig að koma upp sú staða í ein­stökum málum að æski­legt sé að hafa dóm­inn skip­aðan fleiri en einum dóm­ara sem ekki er jafn­framt starf­andi dóm­ari.

Loks vekur DÍ athygli á því að máls­með­ferð við skipan þessa fjórða dóm­ara sam­kvæmt lög­unum fái vart stað­ist. Þar er kveðið á um að dóm­nefnd skuli ekki gera upp á milli hæfni þeirra tveggja umsækj­enda sem hún telur hæf­asta, nema ef hún telji annan umsækj­anda ber­sýn­lega standa hinum fram­ar.

„Ekki er útskýrt í grein­ar­gerð hver til­gangur þessa ákvæðis sé en í athuga­semdum við máls­grein­ina er bent á meg­in­reglu stjóm­sýslu­réttar um að ráða skuli hæf­asta umsækj­anda í starf sem aug­lýst er. Aug­ljóst er að mati DI að hæfn­is­nefnd skv.II. kafla lag­anna er bundin af þess­ari meg­in­reglu stjóm­sýslu­réttar hvort sem „ber­sýni­leg­ur“ munur er á milli hæfni umsækj­enda eða annar og minni mun­ur. Verður því ekki séð að nefndin geti unnið í sam­ræmi við þá reglu nema með því að leggja mat á hæfni umsækj­enda og kom­ast þá jafn­framt að þeirri nið­ur­stöðu að einn umsækj­anda sé hæf­ast­ur. Þá verður heldur ekki séð hvernig unnt er að koma í veg fyrir að nefndin láti af hendi upp­lýs­ingar um það atriði, t.d. til umsækj­enda, ef eftir því yrði leit­að. DÍ leggur til að þetta ákvæði verði fellt brott og almennar reglur um störf nefnd­ar­innar gildi um vinnu henn­ar.“

Lög­manna­fé­lagið segir í umsögn sinni að betur gæti farið á því að dóm­arar við sér­dóm­stól­inn væru aðrir en emb­ætt­is­skip­aðir dóm­ar­ar. Að baki því sjón­ar­miði byggju þau rök að draga úr þeirri tor­tryggni sem kunni að fylgja því að emb­ætt­is­dóm­arar fái valdi til að ákveða hvort dóms­mála skuli tekin upp að nýju. Laga­nefnd LMFÍ setur jafn­framt spurn­ing­ar­merki við að gjaf­sókn verði ekki veitt vegna end­ur­upp­töku­mála og máls­kostn­aður ekki dæmd­ur. Telur Laga­nefnd sér í lagi rök ekki standa til þess að gjaf­sókn sé fyr­ir­fram úti­lok­uð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent