Framsýn samþykkir líka vantraust á Gylfa

Framsýn hefur fetað í fótspor VR og lýst yfir vantrausti á forseta ASÍ. Félagið segir með ólíkindum að ASÍ skuli verja ofurlaunahækkanir til efsta lagsins en vara verkafólk við því að fylgja eftir launakröfum sínum.

ÚR kröfugöngu ASÍ 1. maí síðastliðinn.
ÚR kröfugöngu ASÍ 1. maí síðastliðinn.
Auglýsing

Aðal­fundur stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýnar sam­þykkti í gær­kvöldi van­traust á Gylfa Arn­björns­son, for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Félagið fet­aði þar með í spor VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, og Verka­lýðs­fé­lags Akra­nes sem gerðu slíkt hið sama í síð­ustu viku.

Í sam­þykkt Fram­sýnar segir m.a.: „Það er með ólík­indum að Alþýðu­sam­band Íslands skuli leyfa sér að verja ofur­launa­hækk­anir til emb­ætt­is­manna þjóð­ar­inn­ar, for­stjóra fyr­ir­tækja og aðila í fjár­mála­geir­anum með því að berja niður sam­taka­mátt verka­fólks í land­inu með áróð­urs­aug­lýs­ing­um. Sam­tök sem eiga að setja mál­stað vinn­andi fólks ofar öllu.

Það að vara verka­fólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er und­ar­leg hug­mynda­fræði. Sú túlkun for­ystu­manna laun­þega á því að það séu ein­ungis kaup­kröfur þeirra sem skapa þjóð­arauð­inn sem leiða af sér óða­verð­bólgu og ólgu á íslenskum vinnu­mark­aði er með öllu óskilj­an­leg. Kaup­máttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.“

Þegar VR sam­þykkti van­traust á Gylfa fyrir fimm dögum síðan kom fram í yfir­lýs­ingu stjórnar stétt­ar­fé­lags­ins að hún telji ekki að Gylfi hafi rækt það meg­in­hlut­verk sitt að taka mál­­stað félags­­­manna aðild­­ar­­fé­laga ASÍ og tryggja að hags­munir þeirra séu ætið efstir á blaði. „Þrátt fyrir skýra kröfu gras­rót­­ar­innar innan aðild­­ar­­fé­laga ASÍ um breyttar áherslur og rót­tæk­­ari verka­lýðs­bar­áttu hefur for­­seti ASÍ kosið að snið­­ganga þær kröfur og þær breyt­ingar sem orðið hafa í for­ystu verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­innar og notað til þess rödd Alþýð­u­­sam­­bands­ins. For­­seti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða við­ræður við stjórn­­völd eða Sam­tök atvinn­u­lífs­ins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okk­­ar.

Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness lýsti yfir van­trausti á Gylfa 24. maí síð­ast­lið­inn og í yfir­lýs­ingu stjórnar þess sagði m.a. að það væri „ bjarg­föst skoðun stjórnar Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness að for­seti ASÍ hafi á liðnum miss­erum og árum ítrekað unnið gegn hags­munum félags­manna Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og skuld­settum heim­ilum þessa lands.“

Auglýsing
Kjör­tíma­bil Gylfa sem for­­seta ASÍ rennur út í haust og búist er fast­­lega við mót­fram­­boði frá þeim stétt­­ar­­fé­lögum sem gengið hafa í gegnum for­yst­u­­skipti und­an­farin mis­s­eri þar sem for­yst­u­­fólk með rót­tæk­­ari afstöðu til kjara­bar­áttu hafa tekið við. Þar ber helst að nefna VR og Efl­ingu, tvö stærstu stétt­­ar­­fé­lög lands­ins. Auk þess hafa Fram­sýn og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness gagn­rýnt hann harð­lega.

Sam­þykkt aðal­fundar Fram­sýnar í heild var eft­ir­far­andi:

„Al­þýðu­sam­band Íslands hefur ekki talið ástæðu til að verða við beiðni Fram­sýnar stétt­ar­fé­lags um að taka úr umferð aug­lýs­ingar þar sem varað er við launa­hækk­unum til lág­launa­fólks.

Því sam­þykkir aðal­fundur félags­ins að lýsa yfir van­trausti á for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands.

Það er með ólík­indum að Alþýðu­sam­band Íslands skuli leyfa sér að verja ofur­launa­hækk­anir til emb­ætt­is­manna þjóð­ar­inn­ar, for­stjóra fyr­ir­tækja og aðila í fjár­mála­geir­anum með því að berja niður sam­taka­mátt verka­fólks í land­inu með áróð­urs­aug­lýs­ing­um. Sam­tök sem eiga að setja mál­stað vinn­andi fólks ofar öllu.

Það að vara verka­fólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er und­ar­leg hug­mynda­fræði. Sú túlkun for­ystu­manna laun­þega á því að það séu ein­ungis kaup­kröfur þeirra sem skapa þjóð­arauð­inn sem leiða af sér óða­verð­bólgu og ólgu á íslenskum vinnu­mark­aði er með öllu óskilj­an­leg. Kaup­máttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.

Hverju hefur þessi stefna skilað verka­fólki í land­inu:

 • Lág­­marks­­laun verka­­fólks hafa hækkað á 20 árum um ein­ung­is 230.000 krón­ur á mán­uði.

 • Til sam­an­b­­urðar er at­hygl­is­vert að skoða hækk­­an­ir hjá völd­um aðilum milli ár­ana 2016 – 2017 og til­­­greind­ar eru í árs­­reikn­ing­um fé­lag­anna:

 • For­­stjóri N1 hækk­aði í laun­um um 1 millj­­ón á mán­uði, mán­að­ar­laun 5 millj­­ón­­ir.

 • For­­stjóri Lands­­virkj­un­ar hækk­aði í laun­um um 800 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 2,7 millj­­ón­­ir.

 • For­­stjóri Eim­­skips hækk­aði í laun­um um tæp 700 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 8,6 millj­­ón­­ir.

 • Bæj­­­ar­­stjóri Kópa­vogs hækk­aði um 612 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 2,5 millj­­ón­­ir.

 • For­­stjóri Sím­ans hækk­aði í laun­um um 433 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 4 millj­­ón­­ir.

 • For­­stjóri Isa­via hækk­aði um 400 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 2,1 millj­­ón.

 • For­­stjóri Reita hækk­aði í laun­um um 400 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 3,7 millj­­ón­­ir.

 • For­­stjóri HB Granda hækk­aði í laun­um um 330 þús­und á mán­uði, mán­að­ar­laun 4,2 millj­­ón­­ir.

 • Verka­mað­ur­­inn á gólf­­inu hjá Granda með níu ára starfs­­reynslu í fisk­vinnslu hækk­aði um tæp­­lega kr. 12.000 á mán­uði, mán­að­ar­laun kr. 274.151.

 • Þessu til við­bót­ar er rétt að rifja upp að kjara­ráð hef­ur hækkað laun æðstu emb­ætt­is­­manna og ráð­herra, auk þess að hækka þing­far­­ar­­kaup sem nem­ur um 200 til 400 þús­und krón­ur á mán­uði með aft­­ur­­virk­um hækk­­un­um til allt að tveggja ára.

 • Aðal­­fund­ur Fram­­sýn­ar stétt­­ar­­fé­lags sætt­ir sig ekki við und­an­hald líkt og boðað er í aug­lýs­inga­her­­ferð Alþýðu­sam­­bands Íslands. Þess í stað kall­ar Fram­­sýn eft­ir sam­­fé­lags­sátt­­mála um sér­­stak­ar aðgerðir til handa lág­­launa­­fólki í land­inu í gegn­um skatt­­kerf­is­breyt­ing­ar og bætt launa­­kjör.

 • Það er hlut­verk stétt­­ar­­fé­laga að vera mál­svar­ar sinna fé­lags­­manna. Fram­­sýn stétt­­ar­­fé­lag tek­ur hlut­verk sitt mjög al­var­­lega og mun hér eft­ir sem hingað til berj­­ast fyr­ir aukn­um lífs­­gæðum og rétt­ind­um fé­lags­­manna. Annað er ekki í boð­i.”

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent