Framsýn samþykkir líka vantraust á Gylfa

Framsýn hefur fetað í fótspor VR og lýst yfir vantrausti á forseta ASÍ. Félagið segir með ólíkindum að ASÍ skuli verja ofurlaunahækkanir til efsta lagsins en vara verkafólk við því að fylgja eftir launakröfum sínum.

ÚR kröfugöngu ASÍ 1. maí síðastliðinn.
ÚR kröfugöngu ASÍ 1. maí síðastliðinn.
Auglýsing

Aðalfundur stéttarfélagsins Framsýnar samþykkti í gærkvöldi vantraust á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Félagið fetaði þar með í spor VR, stærsta stéttarfélags landsins, og Verkalýðsfélags Akranes sem gerðu slíkt hið sama í síðustu viku.

Í samþykkt Framsýnar segir m.a.: „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu.

Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.“

Þegar VR samþykkti vantraust á Gylfa fyrir fimm dögum síðan kom fram í yfirlýsingu stjórnar stéttarfélagsins að hún telji ekki að Gylfi hafi rækt það meg­in­hlut­verk sitt að taka mál­stað félags­manna aðild­ar­fé­laga ASÍ og tryggja að hags­munir þeirra séu ætið efstir á blaði. „Þrátt fyrir skýra kröfu gras­rót­ar­innar innan aðild­ar­fé­laga ASÍ um breyttar áherslur og rót­tæk­ari verka­lýðs­bar­áttu hefur for­seti ASÍ kosið að snið­ganga þær kröfur og þær breyt­ingar sem orðið hafa í for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og notað til þess rödd Alþýðu­sam­bands­ins. For­seti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða við­ræður við stjórn­völd eða Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okk­ar.

Verkalýðsfélag Akraness lýsti yfir vantrausti á Gylfa 24. maí síðastliðinn og í yfirlýsingu stjórnar þess sagði m.a. að það væri „ bjargföst skoðun stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að forseti ASÍ hafi á liðnum misserum og árum ítrekað unnið gegn hagsmunum félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og skuldsettum heimilum þessa lands.“

Auglýsing
Kjör­tíma­bil Gylfa sem for­seta ASÍ rennur út í haust og búist er fast­lega við mót­fram­boði frá þeim stétt­ar­fé­lögum sem gengið hafa í gegnum for­ystu­skipti und­an­farin miss­eri þar sem for­ystu­fólk með rót­tæk­ari afstöðu til kjara­bar­áttu hafa tekið við. Þar ber helst að nefna VR og Efl­ingu, tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins. Auk þess hafa Framsýn og Verkalýðsfélag Akraness gagnrýnt hann harðlega.

Samþykkt aðalfundar Framsýnar í heild var eftirfarandi:

„Alþýðusamband Íslands hefur ekki talið ástæðu til að verða við beiðni Framsýnar stéttarfélags um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað er við launahækkunum til láglaunafólks.

Því samþykkir aðalfundur félagsins að lýsa yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands.

Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu.

Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.

Hverju hefur þessi stefna skilað verkafólki í landinu:

 • Lág­marks­laun verka­fólks hafa hækkað á 20 árum um ein­ung­is 230.000 krón­ur á mánuði.
 • Til sam­an­b­urðar er at­hygl­is­vert að skoða hækk­an­ir hjá völd­um aðilum milli ár­ana 2016 – 2017 og til­greind­ar eru í árs­reikn­ing­um fé­lag­anna:
 • For­stjóri N1 hækkaði í laun­um um 1 millj­ón á mánuði, mánaðarlaun 5 millj­ón­ir.
 • For­stjóri Lands­virkj­un­ar hækkaði í laun­um um 800 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,7 millj­ón­ir.
 • For­stjóri Eim­skips hækkaði í laun­um um tæp 700 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 8,6 millj­ón­ir.
 • Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs hækkaði um 612 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,5 millj­ón­ir.
 • For­stjóri Sím­ans hækkaði í laun­um um 433 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4 millj­ón­ir.
 • For­stjóri Isa­via hækkaði um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,1 millj­ón.
 • For­stjóri Reita hækkaði í laun­um um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 3,7 millj­ón­ir.
 • For­stjóri HB Granda hækkaði í laun­um um 330 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4,2 millj­ón­ir.
 • Verkamaður­inn á gólf­inu hjá Granda með níu ára starfs­reynslu í fisk­vinnslu hækkaði um tæp­lega kr. 12.000 á mánuði, mánaðarlaun kr. 274.151.
 • Þessu til viðbót­ar er rétt að rifja upp að kjararáð hef­ur hækkað laun æðstu emb­ætt­is­manna og ráðherra, auk þess að hækka þing­far­ar­kaup sem nem­ur um 200 til 400 þúsund krón­ur á mánuði með aft­ur­virk­um hækk­un­um til allt að tveggja ára.
 • Aðal­fund­ur Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags sætt­ir sig ekki við und­an­hald líkt og boðað er í aug­lýs­inga­her­ferð Alþýðusam­bands Íslands. Þess í stað kall­ar Fram­sýn eft­ir sam­fé­lags­sátt­mála um sér­stak­ar aðgerðir til handa lág­launa­fólki í land­inu í gegn­um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar og bætt launa­kjör.
 • Það er hlut­verk stétt­ar­fé­laga að vera mál­svar­ar sinna fé­lags­manna. Fram­sýn stétt­ar­fé­lag tek­ur hlut­verk sitt mjög al­var­lega og mun hér eft­ir sem hingað til berj­ast fyr­ir aukn­um lífs­gæðum og rétt­ind­um fé­lags­manna. Annað er ekki í boði.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent