Stjórn VR lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ

Stjórn stærsta stéttarfélags landsins segir að Gylfi Arnbjörnsson njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir þess hönd í komandi kjaraviðræðum.

Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), nýtur ekki trausts stjórnar VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, til að leiða kom­andi kjara­við­ræður við stjórn­völd eða Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyri hönd VR. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn­inni sem birt var í dag.

Þar segir að stjórnin telji að Gylfi hafi ekki rækt það meg­in­hlut­verk sitt að taka mál­stað félags­manna aðild­ar­fé­laga ASÍ og tryggja að hags­munir þeirra séu ætið efstir á blaði. „Þrátt fyrir skýra kröfu gras­rót­ar­innar innan aðild­ar­fé­laga ASÍ um breyttar áherslur og rót­tæk­ari verka­lýðs­bar­áttu hefur for­seti ASÍ kosið að snið­ganga þær kröfur og þær breyt­ingar sem orðið hafa í for­ystu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og notað til þess rödd Alþýðu­sam­bands­ins. For­seti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða við­ræður við stjórn­völd eða Sam­tök atvinnu­lífs­ins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okk­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Gylfi hissa

Í sam­tali við RÚV kveðst Gylfi vera hissa á yfir­lýs­ing­unni. Greini­legt sé að stjórn VR sé í nöp við sig og við því sé lítið að gera. „Það er alveg ljóst að það er skoð­ana­munur í okkar hreyf­ingu um aðferðir í kjara­bar­áttu. Ég hef reynt að efla þá umræðu innan okkar sam­taka. Meðal ann­ars með fundum vítt og breytt um land­ið. Mjög mik­il­vægt að stefnan sé mótuð í nánu sam­tali við aðild­ar­fé­lög og síðan á þingi sam­bands­ins.“

Auglýsing

Kjör­tíma­bil Gylfa sem for­seta ASÍ rennur út í haust og búist er fast­lega við mót­fram­boði frá þeim stétt­ar­fé­lögum sem gengið hafa í gegnum for­ystu­skipti und­an­farin miss­eri þar sem for­ystu­fólk með rót­tæk­ari afstöðu til kjara­bar­áttu hafa tekið við. Þar ber helst að nefna VR og Efl­ingu, tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins.

Rif­ist um aug­lýs­ingu

Van­traust­til­lagan var ekki án fyr­ir­vara. Fyrr í þessum mán­uði tók­ust Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, og Gylfi á um aug­lýs­ingu um kaup­mátt­ar­auk­ingu sem birt var á Face­book-­síðu ASÍ. Ragnar Þór sagði þá að hann myndi, ásamt öðrum for­mönnum aðild­ar­fé­laga ASÍ, lýsa yfir van­trausti með form­legum hætti á Gylfa ef aug­lýs­ingin yrði ekki tekin nið­ur. 

Í aug­lýs­ing­unni var farið yfir þróun kjara­­­mála und­an­farna ára­tugi og færð rök fyr­ir því að „vel skipu­lögð sókn með raun­hæf lang­­­tíma­­­mark­mið“ hafi skilað launa­­­fólki meiri kjara­­­bót en átök fyrri ára­tuga. Kröfu um að taka mynd­­­bandið niður var hafnað af ASÍ. Það má sjá hér að neð­an.

Um hvað snýst vönduð verka­lýðs­bar­átta?

Vönduð verka­lýðs­bar­átta snýst um tvennt: Kaup­mátt launa og örygg­is­net fjöl­skyld­unn­ar. Í krafti órofa sam­stöðu launa­fólks hefur ASÍ tek­ist að lyfta Grettistaki á síð­ustu 100 árum. Við erum nefni­lega svo sterk sam­an.

Posted by Alþýðu­sam­band Íslands - ASÍ on Monday, May 21, 2018


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent