Stjórn VR lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ

Stjórn stærsta stéttarfélags landsins segir að Gylfi Arnbjörnsson njóti ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir þess hönd í komandi kjaraviðræðum.

Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ.
Auglýsing

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), nýtur ekki trausts stjórnar VR, stærsta stéttarfélags landsins, til að leiða komandi kjaraviðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyri hönd VR. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birt var í dag.

Þar segir að stjórnin telji að Gylfi hafi ekki rækt það meginhlutverk sitt að taka málstað félagsmanna aðildarfélaga ASÍ og tryggja að hagsmunir þeirra séu ætið efstir á blaði. „Þrátt fyrir skýra kröfu grasrótarinnar innan aðildarfélaga ASÍ um breyttar áherslur og róttækari verkalýðsbaráttu hefur forseti ASÍ kosið að sniðganga þær kröfur og þær breytingar sem orðið hafa í forystu verkalýðshreyfingarinnar og notað til þess rödd Alþýðusambandsins. Forseti ASÍ nýtur því ekki trausts til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir okkar hönd og mun ekki tala í umboði okkar,“ segir í yfirlýsingunni.

Gylfi hissa

Í samtali við RÚV kveðst Gylfi vera hissa á yfirlýsingunni. Greinilegt sé að stjórn VR sé í nöp við sig og við því sé lítið að gera. „Það er alveg ljóst að það er skoðanamunur í okkar hreyfingu um aðferðir í kjarabaráttu. Ég hef reynt að efla þá umræðu innan okkar samtaka. Meðal annars með fundum vítt og breytt um landið. Mjög mikilvægt að stefnan sé mótuð í nánu samtali við aðildarfélög og síðan á þingi sambandsins.“

Auglýsing

Kjörtímabil Gylfa sem forseta ASÍ rennur út í haust og búist er fastlega við mótframboði frá þeim stéttarfélögum sem gengið hafa í gegnum forystuskipti undanfarin misseri þar sem forystufólk með róttækari afstöðu til kjarabaráttu hafa tekið við. Þar ber helst að nefna VR og Eflingu, tvö stærstu stéttarfélög landsins.

Rifist um auglýsingu

Vantrausttillagan var ekki án fyrirvara. Fyrr í þessum mánuði tókust Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Gylfi á um auglýsingu um kaupmáttaraukingu sem birt var á Facebook-síðu ASÍ. Ragnar Þór sagði þá að hann myndi, ásamt öðrum formönnum aðildarfélaga ASÍ, lýsa yfir vantrausti með formlegum hætti á Gylfa ef auglýsingin yrði ekki tekin niður. 

Í auglýsingunni var farið yfir þróun kjara­­mála und­an­farna ára­tugi og færð rök fyr­ir því að „vel skipu­lögð sókn með raun­hæf lang­­tíma­­mark­mið“ hafi skilað launa­­fólki meiri kjara­­bót en átök fyrri ára­tuga. Kröfu um að taka mynd­­bandið niður var hafnað af ASÍ. Það má sjá hér að neðan.

Um hvað snýst vönduð verkalýðsbarátta?

Vönduð verkalýðsbarátta snýst um tvennt: Kaupmátt launa og öryggisnet fjölskyldunnar. Í krafti órofa samstöðu launafólks hefur ASÍ tekist að lyfta Grettistaki á síðustu 100 árum. Við erum nefnilega svo sterk saman.

Posted by Alþýðusamband Íslands - ASÍ on Monday, May 21, 2018

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent