Ætla í málþóf vegna veiðigjalda

Heimildir Kjarnans herma að stjórnarandstaðan muni hægja eins og kostur gefst á dagskrá þingsins, í raun fara í málþóf til að koma í veg fyrir að veiðigjöldin komist til umræðu. Verði samþykkt að halda kvöldfund ætlar andstaðan að tala inn í nóttina.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan var allt annað en sátt við dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag og mót­mælti henni harð­lega. Þannig er á dag­skránni, nú þremur dögum fyrir þing­lok, nýtt frum­varp um lækkun veiði­gjalda auk nýrrar per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðar og ann­arra mála. Gert var hlé á þing­fundi til klukkan 14:00 til að reyna að ná sáttum um dag­skrá. Á dag­skránni eru 10 atriði á undan veiði­gjöld­un­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að stjórn­ar­and­staðan muni hægja eins og kostur gefst á dag­skránni, í raun fara í mál­þóf til að koma í veg fyrir að veiði­gjöldin kom­ist til umræðu. Verði sam­þykkt að halda kvöld­fund ætlar and­staðan að tala inn í nótt­ina.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, krafð­ist þess að veiði­gjöldin yrðu tekin af dag­skrá. Um stórpóli­tískt mál væri að ræða. „Það er verið að tala um að lækka veiði­gjöldin um tæpa 3 millj­arða kr. Rík­is­stjórnin treystir sér ekki til þess að fara með málið í gegnum þing­flokka og hér inn í þing­sal og lætur þing­menn í atvinnu­vega­nefnd bera það hingað inn. Satt að segja, herra for­seti, er það að setja málið hér á dag­skrá eins og blaut tuska framan í okkur þing­flokks­for­menn sem höfum unnið eftir ákveðnu sam­komu­lagi þegar kemur að þing­manna­mál­um. Það er verið að brjóta það kirfi­lega. Það er óásætt­an­legt. Við munum ekki taka það í mál að svona sé komið fram við þingið og þing­flokks­for­menn. Málið verður ekki á dag­skrá þings­ins í dag,“ sagði Odd­ný.

Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti þings­ins, ítrek­aði þá að málið sé sann­ar­lega á dag­skrá þings­ins. „For­seti ákveður dag­skrá.“ Hann sagð­ist líta svo á að þegar meiri­hluti í þing­nefnd telji brýnt að takast á við til­tekin mál þegar frum­vörp þar um eru lögð fram.

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, sagði dag­skrá þings­ins ekki í neinu sam­ræmi við það sem unnið hafi verið eftir und­an­farnar vikur og mán­uði. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að þegar farið var inn í hléið fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar var gert sam­komu­lag um að ákveðin mál yrðu afgreidd úr nefnd. Ég spyr for­seta: Hvers vegna er ekki staðið við það?“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði hér um að ræða enn eitt málið sem fái óeðli­lega máls­með­ferð án sam­ráðs, án sam­komu­lags, í þessu þingi í krafti meiri­hluta þings sem lof­aði því að efla Alþingi. „For­seti setur ofan í við hátt­virtan þing­mann Odd­nýju Harð­ar­dóttur og seg­ist hafa dag­skrár­valdið hér, sem er alveg rétt, en ég vil minna hæst­virtan for­seta á að hann skal hafa sam­ráð við þing­flokks­for­menn sem ekki var gert um þetta mál. For­sætis­nefnd kemur þar að líka. Ég hefði haldið að þegar komið er að dag­skránni á þing­inu ynnum við að henni í sam­ein­ingu og gætum kannski talað út um málin áður við þröngv­uðum stórpóli­tískum málum í gegn korteri fyrir þing­lok án nokk­urs sam­ráðs eða sam­komu­lags og þvert á það sem sagt hefur ver­ið.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það ótrú­lega stöðu að henda inn við­líka sprengju eins og nú hafi verið gert af hálfu meiri­hluta atvinnu­vega­nefnd­ar. „Það vita allir hvers konar póli­tísk sprengja þetta er. Við for­mann atvinnu­vega­nefndar vil ég segja, vegna þess að hún útskýrir þetta með því að útgerðin sé komin að þol­mörk­um, að fleiri eru komnir að þol­mörk­um. Öryrkjar eru komnir að þol­mörk­um. Heil­brigð­is­kerfið er komið að þol­mörk­um. Veg­irnir okkar eru komnir að þol­mörk­um. Lög­reglan og fleiri og fleiri. Af hverju er hugsa hæst­virtir þing­menn Vinstri grænna ekki um það? Hvernig stendur á því að hæst­virtir þing­menn hugsa fyrst um útgerð­ina en ætla enn einu sinni að gleyma barna­fjöl­skyldum og öryrkj­u­m?“

Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar komu síðan hver á fætur öðrum upp í pontu til að lýsa óánægju sinni um þessi vinnu­brögð atvinnu­vega­nefndar og for­seta þings­ins og er enn að.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent