Ætla í málþóf vegna veiðigjalda

Heimildir Kjarnans herma að stjórnarandstaðan muni hægja eins og kostur gefst á dagskrá þingsins, í raun fara í málþóf til að koma í veg fyrir að veiðigjöldin komist til umræðu. Verði samþykkt að halda kvöldfund ætlar andstaðan að tala inn í nóttina.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan var allt annað en sátt við dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag og mót­mælti henni harð­lega. Þannig er á dag­skránni, nú þremur dögum fyrir þing­lok, nýtt frum­varp um lækkun veiði­gjalda auk nýrrar per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðar og ann­arra mála. Gert var hlé á þing­fundi til klukkan 14:00 til að reyna að ná sáttum um dag­skrá. Á dag­skránni eru 10 atriði á undan veiði­gjöld­un­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að stjórn­ar­and­staðan muni hægja eins og kostur gefst á dag­skránni, í raun fara í mál­þóf til að koma í veg fyrir að veiði­gjöldin kom­ist til umræðu. Verði sam­þykkt að halda kvöld­fund ætlar and­staðan að tala inn í nótt­ina.

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, krafð­ist þess að veiði­gjöldin yrðu tekin af dag­skrá. Um stórpóli­tískt mál væri að ræða. „Það er verið að tala um að lækka veiði­gjöldin um tæpa 3 millj­arða kr. Rík­is­stjórnin treystir sér ekki til þess að fara með málið í gegnum þing­flokka og hér inn í þing­sal og lætur þing­menn í atvinnu­vega­nefnd bera það hingað inn. Satt að segja, herra for­seti, er það að setja málið hér á dag­skrá eins og blaut tuska framan í okkur þing­flokks­for­menn sem höfum unnið eftir ákveðnu sam­komu­lagi þegar kemur að þing­manna­mál­um. Það er verið að brjóta það kirfi­lega. Það er óásætt­an­legt. Við munum ekki taka það í mál að svona sé komið fram við þingið og þing­flokks­for­menn. Málið verður ekki á dag­skrá þings­ins í dag,“ sagði Odd­ný.

Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti þings­ins, ítrek­aði þá að málið sé sann­ar­lega á dag­skrá þings­ins. „For­seti ákveður dag­skrá.“ Hann sagð­ist líta svo á að þegar meiri­hluti í þing­nefnd telji brýnt að takast á við til­tekin mál þegar frum­vörp þar um eru lögð fram.

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, sagði dag­skrá þings­ins ekki í neinu sam­ræmi við það sem unnið hafi verið eftir und­an­farnar vikur og mán­uði. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að þegar farið var inn í hléið fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar var gert sam­komu­lag um að ákveðin mál yrðu afgreidd úr nefnd. Ég spyr for­seta: Hvers vegna er ekki staðið við það?“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði hér um að ræða enn eitt málið sem fái óeðli­lega máls­með­ferð án sam­ráðs, án sam­komu­lags, í þessu þingi í krafti meiri­hluta þings sem lof­aði því að efla Alþingi. „For­seti setur ofan í við hátt­virtan þing­mann Odd­nýju Harð­ar­dóttur og seg­ist hafa dag­skrár­valdið hér, sem er alveg rétt, en ég vil minna hæst­virtan for­seta á að hann skal hafa sam­ráð við þing­flokks­for­menn sem ekki var gert um þetta mál. For­sætis­nefnd kemur þar að líka. Ég hefði haldið að þegar komið er að dag­skránni á þing­inu ynnum við að henni í sam­ein­ingu og gætum kannski talað út um málin áður við þröngv­uðum stórpóli­tískum málum í gegn korteri fyrir þing­lok án nokk­urs sam­ráðs eða sam­komu­lags og þvert á það sem sagt hefur ver­ið.“

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það ótrú­lega stöðu að henda inn við­líka sprengju eins og nú hafi verið gert af hálfu meiri­hluta atvinnu­vega­nefnd­ar. „Það vita allir hvers konar póli­tísk sprengja þetta er. Við for­mann atvinnu­vega­nefndar vil ég segja, vegna þess að hún útskýrir þetta með því að útgerðin sé komin að þol­mörk­um, að fleiri eru komnir að þol­mörk­um. Öryrkjar eru komnir að þol­mörk­um. Heil­brigð­is­kerfið er komið að þol­mörk­um. Veg­irnir okkar eru komnir að þol­mörk­um. Lög­reglan og fleiri og fleiri. Af hverju er hugsa hæst­virtir þing­menn Vinstri grænna ekki um það? Hvernig stendur á því að hæst­virtir þing­menn hugsa fyrst um útgerð­ina en ætla enn einu sinni að gleyma barna­fjöl­skyldum og öryrkj­u­m?“

Full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar komu síðan hver á fætur öðrum upp í pontu til að lýsa óánægju sinni um þessi vinnu­brögð atvinnu­vega­nefndar og for­seta þings­ins og er enn að.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent