Íbúðamat á Reykjanesi hækkar um 41,1 prósent

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

málari hús íbúð íbúðalán framkvæmd mála 7DM_3157_raw_170615.jpg
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 12,8 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 8.364 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2019 sem Þjóð­skrá Íslands birti í dag.

Fast­eigna­matið hækkar á 99,2 pró­sent eigna en lækkar á 0,8 pró­sent eigna frá fyrra ári.

Sam­an­lagt mat íbúða, sem eru alls 133.071 tals­ins á öllu land­inu hækkar um 12,7 pró­sent frá árinu 2017 og verður alls 5.727 millj­arðar króna. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar mats­verð íbúða í sér­býli meira en íbúðir í fjöl­býli en á lands­byggð­inni er þessu öfugt far­ið.

Auglýsing

Mesta hækk­unin á Reykja­nesi

Fast­eigna­mat hækkar mest á Reykja­nesi en þar hækkar íbúða­matið um 41,1 pró­sent í Reykja­nes­bæ, um 37,9 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs og um 32,9 pró­sent í Vog­um.

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 15 pró­sent á land­inu öllu, um 17,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,9 pró­sent á lands­byggð­inni.

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 11,6 pró­sent,  um 28,3 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 14,3 pró­sent á Vest­ur­landi, 12,1 pró­sent á Vest­fjörð­um, 11 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 15 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 9,5 pró­sent á Aust­ur­landi og um 13,7 pró­sent á Suð­ur­landi.

Fast­eigna­mat hækkar mest í Reykja­nesbæ eða um 34,2 pró­sent, um 25,5 pró­sent í Vog­um, um 21,1 pró­sent í Hvera­gerði og  20,2 pró­sent á Akra­nesi.

Mest hækkun íbúð­ar­hús­næðis í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið

Með­al­hækkun á mati íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er 10,3 pró­sent og hækka flest svæði innan þess um 8-12 pró­sent. Mun meiri hækkun má sjá í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um, þannig hækkar mats­svæðið á Ásbrú um 98 pró­sent, Sand­gerði um 39 pró­sent, Garður um 37 pró­sent, Reykja­nes dreif­býli um 35 pró­sent, Hafnir um 35 pró­sent, Kefla­vík og Njarð­vík um 34 pró­sent, Vogar um 33 pró­sent, Hvera­gerði um 24 pró­sent, og Akra­nes og Sel­foss um 22 pró­sent.

Vægar hækk­anir á sum­ar­húsum

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2019 hækkar um 9,8 pró­sent og byggir það mat á sömu aðferð­ar­fræði og fast­eigna­matið fyrir árið 2018 gerði.

Fyrir fast­eigna­matið 2018 kynnti Þjóð­skrá Íslands nýja aðferð­ar­fræði við mat á sum­ar­bú­stöðum sem leið­rétti skekkju sem hafði mynd­ast með eldri aðferð­ar­fræði. Sú breyt­ing var liður í end­ur­skoðun á öllum mats­að­ferðum Þjóð­skrár Íslands og mið­aði að því að matið end­ur­spegli betur mark­aðs­verð fast­eigna. Heild­ar­hækkun fast­eigna­mats sum­ar­húsa var 38,7 pró­sent í fyrra en margar eignir hækk­uðu meira. Við matið í ár var áfram unnið út frá nýrri aðferð­ar­fræði en gerðar hafa verið nokkrar end­ur­bætur í sam­ræmi við athuga­semdir sem bár­ust stofn­un­inni. Til dæmis hafa mats­svæði verið end­ur­skoðuð og nú vegur fjar­lægð í sund­laug inn í matið og búið er að safna meiri gögnum um legu sum­ar­bú­staða sem hefur áhrif til lækk­unar á lóð­ar­mat þar sem vega­sam­göngur eru í ólagi.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2018. Það tekur gildi 31. des­em­ber 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2018.

Meira úr sama flokkiInnlent