Íbúðamat á Reykjanesi hækkar um 41,1 prósent

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

málari hús íbúð íbúðalán framkvæmd mála 7DM_3157_raw_170615.jpg
Auglýsing

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Fasteignamatið hækkar á 99,2 prósent eigna en lækkar á 0,8 prósent eigna frá fyrra ári.

Samanlagt mat íbúða, sem eru alls 133.071 talsins á öllu landinu hækkar um 12,7 prósent frá árinu 2017 og verður alls 5.727 milljarðar króna. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í sérbýli meira en íbúðir í fjölbýli en á landsbyggðinni er þessu öfugt farið.

Auglýsing

Mesta hækkunin á Reykjanesi

Fasteignamat hækkar mest á Reykjanesi en þar hækkar íbúðamatið um 41,1 prósent í Reykjanesbæ, um 37,9 prósent í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs og um 32,9 prósent í Vogum.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 15 prósent á landinu öllu, um 17,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu en um 9,9 prósent á landsbyggðinni.

Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 11,6 prósent,  um 28,3 prósent á Suðurnesjum, um 14,3 prósent á Vesturlandi, 12,1 prósent á Vestfjörðum, 11 prósent á Norðurlandi vestra, 15 prósent á Norðurlandi eystra, 9,5 prósent á Austurlandi og um 13,7 prósent á Suðurlandi.

Fasteignamat hækkar mest í Reykjanesbæ eða um 34,2 prósent, um 25,5 prósent í Vogum, um 21,1 prósent í Hveragerði og  20,2 prósent á Akranesi.

Mest hækkun íbúðarhúsnæðis í kringum höfuðborgarsvæðið

Meðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 10,3 prósent og hækka flest svæði innan þess um 8-12 prósent. Mun meiri hækkun má sjá í nágrannasveitarfélögum, þannig hækkar matssvæðið á Ásbrú um 98 prósent, Sandgerði um 39 prósent, Garður um 37 prósent, Reykjanes dreifbýli um 35 prósent, Hafnir um 35 prósent, Keflavík og Njarðvík um 34 prósent, Vogar um 33 prósent, Hveragerði um 24 prósent, og Akranes og Selfoss um 22 prósent.

Vægar hækkanir á sumarhúsum

Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2019 hækkar um 9,8 prósent og byggir það mat á sömu aðferðarfræði og fasteignamatið fyrir árið 2018 gerði.

Fyrir fasteignamatið 2018 kynnti Þjóðskrá Íslands nýja aðferðarfræði við mat á sumarbústöðum sem leiðrétti skekkju sem hafði myndast með eldri aðferðarfræði. Sú breyting var liður í endurskoðun á öllum matsaðferðum Þjóðskrár Íslands og miðaði að því að matið endurspegli betur markaðsverð fasteigna. Heildarhækkun fasteignamats sumarhúsa var 38,7 prósent í fyrra en margar eignir hækkuðu meira. Við matið í ár var áfram unnið út frá nýrri aðferðarfræði en gerðar hafa verið nokkrar endurbætur í samræmi við athugasemdir sem bárust stofnuninni. Til dæmis hafa matssvæði verið endurskoðuð og nú vegur fjarlægð í sundlaug inn í matið og búið er að safna meiri gögnum um legu sumarbústaða sem hefur áhrif til lækkunar á lóðarmat þar sem vegasamgöngur eru í ólagi.

Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Nýja fasteignamatið miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2018. Það tekur gildi 31. desember 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desember 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent