Íbúðamat á Reykjanesi hækkar um 41,1 prósent

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

málari hús íbúð íbúðalán framkvæmd mála 7DM_3157_raw_170615.jpg
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 12,8 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 8.364 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2019 sem Þjóð­skrá Íslands birti í dag.

Fast­eigna­matið hækkar á 99,2 pró­sent eigna en lækkar á 0,8 pró­sent eigna frá fyrra ári.

Sam­an­lagt mat íbúða, sem eru alls 133.071 tals­ins á öllu land­inu hækkar um 12,7 pró­sent frá árinu 2017 og verður alls 5.727 millj­arðar króna. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar mats­verð íbúða í sér­býli meira en íbúðir í fjöl­býli en á lands­byggð­inni er þessu öfugt far­ið.

Auglýsing

Mesta hækk­unin á Reykja­nesi

Fast­eigna­mat hækkar mest á Reykja­nesi en þar hækkar íbúða­matið um 41,1 pró­sent í Reykja­nes­bæ, um 37,9 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs og um 32,9 pró­sent í Vog­um.

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 15 pró­sent á land­inu öllu, um 17,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,9 pró­sent á lands­byggð­inni.

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 11,6 pró­sent,  um 28,3 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 14,3 pró­sent á Vest­ur­landi, 12,1 pró­sent á Vest­fjörð­um, 11 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 15 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 9,5 pró­sent á Aust­ur­landi og um 13,7 pró­sent á Suð­ur­landi.

Fast­eigna­mat hækkar mest í Reykja­nesbæ eða um 34,2 pró­sent, um 25,5 pró­sent í Vog­um, um 21,1 pró­sent í Hvera­gerði og  20,2 pró­sent á Akra­nesi.

Mest hækkun íbúð­ar­hús­næðis í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið

Með­al­hækkun á mati íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er 10,3 pró­sent og hækka flest svæði innan þess um 8-12 pró­sent. Mun meiri hækkun má sjá í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um, þannig hækkar mats­svæðið á Ásbrú um 98 pró­sent, Sand­gerði um 39 pró­sent, Garður um 37 pró­sent, Reykja­nes dreif­býli um 35 pró­sent, Hafnir um 35 pró­sent, Kefla­vík og Njarð­vík um 34 pró­sent, Vogar um 33 pró­sent, Hvera­gerði um 24 pró­sent, og Akra­nes og Sel­foss um 22 pró­sent.

Vægar hækk­anir á sum­ar­húsum

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2019 hækkar um 9,8 pró­sent og byggir það mat á sömu aðferð­ar­fræði og fast­eigna­matið fyrir árið 2018 gerði.

Fyrir fast­eigna­matið 2018 kynnti Þjóð­skrá Íslands nýja aðferð­ar­fræði við mat á sum­ar­bú­stöðum sem leið­rétti skekkju sem hafði mynd­ast með eldri aðferð­ar­fræði. Sú breyt­ing var liður í end­ur­skoðun á öllum mats­að­ferðum Þjóð­skrár Íslands og mið­aði að því að matið end­ur­spegli betur mark­aðs­verð fast­eigna. Heild­ar­hækkun fast­eigna­mats sum­ar­húsa var 38,7 pró­sent í fyrra en margar eignir hækk­uðu meira. Við matið í ár var áfram unnið út frá nýrri aðferð­ar­fræði en gerðar hafa verið nokkrar end­ur­bætur í sam­ræmi við athuga­semdir sem bár­ust stofn­un­inni. Til dæmis hafa mats­svæði verið end­ur­skoðuð og nú vegur fjar­lægð í sund­laug inn í matið og búið er að safna meiri gögnum um legu sum­ar­bú­staða sem hefur áhrif til lækk­unar á lóð­ar­mat þar sem vega­sam­göngur eru í ólagi.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2018. Það tekur gildi 31. des­em­ber 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2018.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent