Íbúðamat á Reykjanesi hækkar um 41,1 prósent

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 12,8 prósent frá yfirstandandi ári og verður 8.364 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

málari hús íbúð íbúðalán framkvæmd mála 7DM_3157_raw_170615.jpg
Auglýsing

Heild­ar­mat fast­eigna á Íslandi hækkar um 12,8 pró­sent frá yfir­stand­andi ári og verður 8.364 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati fyrir árið 2019 sem Þjóð­skrá Íslands birti í dag.

Fast­eigna­matið hækkar á 99,2 pró­sent eigna en lækkar á 0,8 pró­sent eigna frá fyrra ári.

Sam­an­lagt mat íbúða, sem eru alls 133.071 tals­ins á öllu land­inu hækkar um 12,7 pró­sent frá árinu 2017 og verður alls 5.727 millj­arðar króna. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar mats­verð íbúða í sér­býli meira en íbúðir í fjöl­býli en á lands­byggð­inni er þessu öfugt far­ið.

Auglýsing

Mesta hækk­unin á Reykja­nesi

Fast­eigna­mat hækkar mest á Reykja­nesi en þar hækkar íbúða­matið um 41,1 pró­sent í Reykja­nes­bæ, um 37,9 pró­sent í sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi Sand­gerðis og Garðs og um 32,9 pró­sent í Vog­um.

Fast­eigna­mat atvinnu­hús­næðis hækkar um 15 pró­sent á land­inu öllu, um 17,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 9,9 pró­sent á lands­byggð­inni.

Heild­ar­fast­eigna­mat á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkar um 11,6 pró­sent,  um 28,3 pró­sent á Suð­ur­nesjum, um 14,3 pró­sent á Vest­ur­landi, 12,1 pró­sent á Vest­fjörð­um, 11 pró­sent á Norð­ur­landi vestra, 15 pró­sent á Norð­ur­landi eystra, 9,5 pró­sent á Aust­ur­landi og um 13,7 pró­sent á Suð­ur­landi.

Fast­eigna­mat hækkar mest í Reykja­nesbæ eða um 34,2 pró­sent, um 25,5 pró­sent í Vog­um, um 21,1 pró­sent í Hvera­gerði og  20,2 pró­sent á Akra­nesi.

Mest hækkun íbúð­ar­hús­næðis í kringum höf­uð­borg­ar­svæðið

Með­al­hækkun á mati íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er 10,3 pró­sent og hækka flest svæði innan þess um 8-12 pró­sent. Mun meiri hækkun má sjá í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um, þannig hækkar mats­svæðið á Ásbrú um 98 pró­sent, Sand­gerði um 39 pró­sent, Garður um 37 pró­sent, Reykja­nes dreif­býli um 35 pró­sent, Hafnir um 35 pró­sent, Kefla­vík og Njarð­vík um 34 pró­sent, Vogar um 33 pró­sent, Hvera­gerði um 24 pró­sent, og Akra­nes og Sel­foss um 22 pró­sent.

Vægar hækk­anir á sum­ar­húsum

Fast­eigna­mat sum­ar­húsa fyrir árið 2019 hækkar um 9,8 pró­sent og byggir það mat á sömu aðferð­ar­fræði og fast­eigna­matið fyrir árið 2018 gerði.

Fyrir fast­eigna­matið 2018 kynnti Þjóð­skrá Íslands nýja aðferð­ar­fræði við mat á sum­ar­bú­stöðum sem leið­rétti skekkju sem hafði mynd­ast með eldri aðferð­ar­fræði. Sú breyt­ing var liður í end­ur­skoðun á öllum mats­að­ferðum Þjóð­skrár Íslands og mið­aði að því að matið end­ur­spegli betur mark­aðs­verð fast­eigna. Heild­ar­hækkun fast­eigna­mats sum­ar­húsa var 38,7 pró­sent í fyrra en margar eignir hækk­uðu meira. Við matið í ár var áfram unnið út frá nýrri aðferð­ar­fræði en gerðar hafa verið nokkrar end­ur­bætur í sam­ræmi við athuga­semdir sem bár­ust stofn­un­inni. Til dæmis hafa mats­svæði verið end­ur­skoðuð og nú vegur fjar­lægð í sund­laug inn í matið og búið er að safna meiri gögnum um legu sum­ar­bú­staða sem hefur áhrif til lækk­unar á lóð­ar­mat þar sem vega­sam­göngur eru í ólagi.

Fast­eigna­matið byggir á upp­lýs­ingum úr þing­lýstum kaup­samn­ingum auk fjöl­margra ann­arra þátta sem hafa áhrif á verð­mæti fast­eigna. Nýja fast­eigna­matið mið­ast við verð­lag fast­eigna í febr­úar 2018. Það tekur gildi 31. des­em­ber 2018 og gildir fyrir árið 2019. Frestur til að gera athuga­semdir við nýtt fast­eigna­mat er til 30. des­em­ber 2018.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent