Héraðsdómur hafnar kröfur um kyrrsetningu á eignum Valitors

Julian Assange er stærsti eigandi félags sem gerir háa kröfu á Valitor.

file-britain-sweden-justice-assange_19356765846_o.jpg
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur hafnað kyrr­setn­ing­ar­kröfu Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions (SPP) á eignum Valitor. 

Í til­kynn­ingu frá Valitor segir að þessi nið­ur­staða komi ekki á óvart. „Ákvörð­unin kemur ekki óvart enda telur Valitor að kyrr­setn­ing­ar­krafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem  Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafði áður hafnað sömu kröfu. Valitor vill jafn­framt nota tæki­færið til að vísa á bug sögu­burði í fjöl­miðlum þess efnis að lög­maður Datacell og SPP hafi átt í ein­hvers konar samn­inga­við­ræðum við Valitor um upp­gjör á kröfum þess­ara fyr­ir­tækja á hendur félag­inu. Engar slíkar við­ræður hafa átt sér stað,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá er enn fremur bent á það, að stærstur hluti krafna fram­an­greindra félaga á hendur Valitor sé í eigu Julian Assange, for­sprakka Wiki­leaks. 

Auglýsing

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor.

Í til­kynn­ingu segir að félag Assange hafi aldrei átt í neinu við­skipta­sam­bandi við Valitor. „Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna fram­an­greindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP sem er að lang­mestu leyti í eigu Julian Assange. Það félag hefur aldrei átt í neinu við­skipta­sam­bandi við Valitor. Auk þess hefur félagið aldrei haft nema hverf­andi tekjur en gerir samt millj­arða kröfur á hendur fyr­ir­tæk­inu. Valitor hefur frá upp­hafi talið að eng­inn grund­völlur sé fyrir kröfu­gerð SPP og hefur því ítrekað hafnað henni. Auk þess er vert að minna á að eng­inn dómur hefur fallið um kröfu­gerð SPP,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent