Donald Trump Bandaríkjaforseti var sigri hrósandi eftir fundinn sögulega í nótt með Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu.
Trump sagði fundinn hafa verið „frábæran“ (fantastic) og sagði enn fremur, nú yrði haldið áfram með það markmið að koma á friði og framþróun á Kóreuskaga.
Kim Jong Un var ekki eins margmáll og Trump, en sagði þó að það hefði þurft að yfirstíga margar hindranir úr fortíðinni til að koma fundinum á. Spjall þeirra hefði gengið vel.
Undirritað var plagg í lok fundarins, sem ekki hefur verið birt, en grundvallarkrafa Bandaríkjanna fyrir fundinn var kjarnorkuvopnaafvopnun Norður-Kóreu. Ef marka má skrifa fjölmiðla í Bandaríkjunum er fundurinn hafa markað þau þáttaskil, að nú sé kominn á samræðugrundvöllur milli landanna tveggja og framundan sé breytt samskiptamynstur.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 12, 2018
Trump segir að miklar breytingar séu í farvatninu.
Í umfjöllun New York Times segir að samkomulagið sem undirritað var, feli í sér vilyrði um afvopnun en þar sem ekki sé nákvæmlega útfært, til dæmis á hvaða tímabili eða með hvaða hætti skuli standa að henni, þá sé erfitt að átta sig á mikilvægi samkomulagsins.
Washington Post segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið táknrænn um breytta tíma, og of snemmt sé að segja til um hvað framtíðin muni bera í skauti sér.
Analysis: Other presidents have met with dictators. They didn’t then praise them. https://t.co/yxRagpGgQA
— Washington Post (@washingtonpost) June 12, 2018
Sérfræðingur breska ríkisútvarpsins BBC segir að fundurinn marki þáttaskil, en það sé erfitt að greina nákvæmlega hvað það var, sem kom út úr fundinum annað en það að þessir leiðtogar erkióvina hafi náð að eiga persónulegan fund. Það eitt og sér sé merkilegt, en efnisatriðin séu enn eitt stórt spurningamerki, meðan nákvæmar upplýsingar liggja ekki fyrir um hvernig málin verða tekin áfram.