Greinendur eitt stórt spurningamerki eftir fund Kim Jong Un og Trump

Þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi verið sigri hrósandi eftir fund með leiðtoga Norður-Kóreu þá eru ekki allir á sama máli.

Kim og Trump
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var sigri hrós­andi eftir fund­inn sögu­lega í nótt með Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu. 

Trump sagði fund­inn hafa verið „frá­bæran“ (fantast­ic) og sagði enn frem­ur, nú yrði haldið áfram með það mark­mið að koma á friði og fram­þróun á Kóreu­skaga. 

Kim Jong Un var ekki eins marg­máll og Trump, en sagði þó að það hefði þurft að yfir­stíga margar hindr­anir úr for­tíð­inni til að koma fund­inum á. Spjall þeirra hefði gengið vel. 

Auglýsing

Und­ir­ritað var plagg í lok fund­ar­ins, sem ekki hefur verið birt, en grund­vall­ar­krafa Banda­ríkj­anna fyrir fund­inn var kjarn­orku­vopna­af­vopnun Norð­ur­-Kóreu. Ef marka má skrifa fjöl­miðla í Banda­ríkj­unum er fund­ur­inn hafa markað þau þátta­skil, að nú sé kom­inn á sam­ræðu­grund­völlur milli land­anna tveggja og framundan sé breytt sam­skipta­mynst­ur. Trump segir að miklar breyt­ingar séu í far­vatn­in­u. 

Í umfjöllun New York Times segir að sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var, feli í sér vil­yrði um afvopnun en þar sem ekki sé nákvæm­lega útfært, til dæmis á hvaða tíma­bili eða með hvaða hætti skuli standa að henni, þá sé erfitt að átta sig á mik­il­vægi sam­komu­lags­ins.

Was­hington Post segir að fund­ur­inn hafi fyrst og fremst verið tákn­rænn um breytta tíma, og of snemmt sé að segja til um hvað fram­tíðin muni bera í skauti sér.Sér­fræð­ingur breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að fund­ur­inn marki þátta­skil, en það sé erfitt að greina nákvæm­lega hvað það var, sem kom út úr fund­inum annað en það að þessir leið­togar erkió­vina hafi náð að eiga per­sónu­legan fund. Það eitt og sér sé merki­legt, en efn­is­at­riðin séu enn eitt stórt spurn­inga­merki, meðan nákvæmar upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir um hvernig málin verða tekin áfram.Meira úr sama flokkiErlent