Greinendur eitt stórt spurningamerki eftir fund Kim Jong Un og Trump

Þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi verið sigri hrósandi eftir fund með leiðtoga Norður-Kóreu þá eru ekki allir á sama máli.

Kim og Trump
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var sigri hrós­andi eftir fund­inn sögu­lega í nótt með Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu. 

Trump sagði fund­inn hafa verið „frá­bæran“ (fantast­ic) og sagði enn frem­ur, nú yrði haldið áfram með það mark­mið að koma á friði og fram­þróun á Kóreu­skaga. 

Kim Jong Un var ekki eins marg­máll og Trump, en sagði þó að það hefði þurft að yfir­stíga margar hindr­anir úr for­tíð­inni til að koma fund­inum á. Spjall þeirra hefði gengið vel. 

Auglýsing

Und­ir­ritað var plagg í lok fund­ar­ins, sem ekki hefur verið birt, en grund­vall­ar­krafa Banda­ríkj­anna fyrir fund­inn var kjarn­orku­vopna­af­vopnun Norð­ur­-Kóreu. Ef marka má skrifa fjöl­miðla í Banda­ríkj­unum er fund­ur­inn hafa markað þau þátta­skil, að nú sé kom­inn á sam­ræðu­grund­völlur milli land­anna tveggja og framundan sé breytt sam­skipta­mynst­ur. Trump segir að miklar breyt­ingar séu í far­vatn­in­u. 

Í umfjöllun New York Times segir að sam­komu­lagið sem und­ir­ritað var, feli í sér vil­yrði um afvopnun en þar sem ekki sé nákvæm­lega útfært, til dæmis á hvaða tíma­bili eða með hvaða hætti skuli standa að henni, þá sé erfitt að átta sig á mik­il­vægi sam­komu­lags­ins.

Was­hington Post segir að fund­ur­inn hafi fyrst og fremst verið tákn­rænn um breytta tíma, og of snemmt sé að segja til um hvað fram­tíðin muni bera í skauti sér.Sér­fræð­ingur breska rík­is­út­varps­ins BBC segir að fund­ur­inn marki þátta­skil, en það sé erfitt að greina nákvæm­lega hvað það var, sem kom út úr fund­inum annað en það að þessir leið­togar erkió­vina hafi náð að eiga per­sónu­legan fund. Það eitt og sér sé merki­legt, en efn­is­at­riðin séu enn eitt stórt spurn­inga­merki, meðan nákvæmar upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir um hvernig málin verða tekin áfram.Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent