Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma.
Þá hófst formlega fundalota þeirra og sendinefnda sem þeim fylgja, en Trump hefur sagt að markmiðið sé að semja um að Norður-Kórea hætti allri framleiðslu kjarnorkuvopna og hætti einnig tilraunaeldflaugaskotum sínum.
The fact that I am having a meeting is a major loss for the U.S., say the haters & losers. We have our hostages, testing, research and all missle launches have stoped, and these pundits, who have called me wrong from the beginning, have nothing else they can say! We will be fine!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 11, 2018
Trump og Kim voru báðir léttir í bragði, þegar þeir tókust í hendur fyrir framan fjölmiðlamenn, og sagðist Trump vongóður um að þetta yrðu góðar viðræður. Kim sagði að það hefði þurft að yfirstíga margar hindranir til að þessi fundur gæti átt sér stað.
Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti á fundar með leiðtoga Norður-Kóreu. Trump sagði á Twitter síðu sinni, að hans helstu andstæðingar voru gríðarlega á móti þessum fundi, en það væri ástæðulaust. Þetta myndi leiða til góðs.
Í lok fundar þeirra var skjal undirritað, þar sem Norður-Kórea skuldbindur sig til að taka þátt í afvopnun á Kóreuskaga. Frekari viðræður munu þó eiga sér stað um það sem tekur við.