Nar­g­izu Salimova verður ekki vísað úr landi í nótt

Framkvæmd hefur verið stöðvuð og mun lögreglan ekki sækja Nar­g­izu Salimova til að fylgja henni úr landi. Frumvarp var lagt fram á Alþingi í kvöld um að veita henni íslenskan ríkisborgararétt.

Nar­g­iza Salimova
Nar­g­iza Salimova
Auglýsing

Nar­g­izu Salimova verður ekki vísað úr landi í nótt eins og til stóð. Þetta staðfesti lögfræðingur hennar rétt í þessu. Eins og fram kom í fréttum Kjarnans fyrr í kvöld þá var lagt fram frumvarp á Alþingi um að veita Nar­g­izu íslenskan ríkisborgararétt, ásamt fleirum. Allsherjar- og menntamálanefnd leggur frumvarpið fram og líklegt þykir að mælt verði fyrir því í kvöld og greidd atkvæði á morgun. 

Nar­g­iza kom hingað til lands fyrir rúmum átta mánuðum og sótti um alþjóðlega vernd en þeirri umsókn var hafnað af Útlendingastofnun. Henni gafst ekki tækifæri til að kæra þann úrskurð vegna mistaka hjá fyrrverandi talsmanni hennar og stóð því til að vísa henni úr landi aðfaranótt þriðjudags.

Kjarninn fjallaði um mál Nar­g­izu fyrr í dag en lög­fræð­ingar hennar skil­uðu inn grein­ar­gerð til kæru­nefndar útlend­inga­mála varð­andi mál hennar fyrir hádegi í morgun. Hún fór í skýrslu­töku til lög­reglu í gær þar sem grunur leikur á að hún sé fórn­ar­lamb mansals. 

Eiginmaðurinn hvarf sporlaust

Þjóðerni hennar er Uygur og tilheyrir hún því minnihlutahópi þar. Eftir að eiginmaður hennar hvarf sporlaust fyrir um ári síðan flúði hún frá Kirgistan og endaði á Íslandi.

Nargiza er fædd 1978 og verður hún því fertug á árinu. Hún ólst upp sem fyrr segir í Kirgistan en fyrir rúmlega ári síðan hvarf eiginmaður hennar eftir vinnu einn daginn. Eftir það hófst atburðarás þar sem hún flutti til föður síns með börnin tvö sem eru fimmtán og sautján ára gömul.

Auglýsing

Eftir hvarf eiginmannsins fór Nargiza á lögreglustöð í heimabænum á hverjum degi til að grennslast fyrir um afdrif hans og til að fá upplýsingar og hjálp frá yfirvöldum. Hún segir að lítið hafi verið um svör og þvert á móti hafi lögreglan áreitt hana og yfirheyrt börnin hennar. Úr varð að hún flúði til nágrannaríkisins Kasakstan og dvaldi þar í þrjá mánuði. Henni var ekki vært þar og var þá förinni heitið til Litháen með nokkrum viðkomustöðum. Að lokum endaði hún á Íslandi. „Ég hreinlega veit ekki hvernig ég komst hingað. Ég vissi lítið um Ísland, enda kom ég bara á peysunni beint í kuldann,“ segir hún.

Vill fá tækifæri til að byggja upp nýtt líf

Við komuna til Íslands dvaldi hún á hóteli og segist hún hafa verið algjörlega úrræðalaus og hrædd. Smyglarinn sem kom henni til landsins hafði tekið vegabréfið hennar en hann lét sig hverfa stuttu eftir komuna hingað, að hennar sögn. Hún tók þá ákvörðun að fara í Útlendingaeftirlitið og leita sér hjálpar og þá byrjuðu hjólin að snúast. Hún sótti um hæli og í kjölfarið fékk hún herbergi sem vistarverur og síðar litla íbúð.

Börn Nargizu dvelja nú hjá föður hennar á heimili hans í Kirgistan en móðir hennar er látin. Hún hefur áhyggjur af þeim og langar hana að sameina fjölskylduna. Hún talar við þau á hverjum degi og hennar helsta ósk er að fá tækifæri til að byggja upp nýtt líf á Íslandi. Hún vill senda eftir börnunum og búa þeim heimili hér.

Dvölin fjarri fjölskyldunni hefur reynt mikið á Nargizu og þjáist hún að miklum kvíða og vanlíðan en slíkt er ekki óalgengt hjá konum í þessari stöðu. Í greinargerð til Útlendingastofnunar vegna umsóknar hennar um alþjóðlega vernd kemur fram að hún sé metin í einstaklega viðkvæmri stöðu en hún upplifir kvíðaköst eftir reynslu sína, fær martraðir og finnur fyrir mikilli streitu. Jafnframt segir í greinargerðinni að konur og stúlkur séu gjarnan taldar sérstaklega viðkvæmur hópur sem hafi færri tækifæri, úrræði, völd og áhrif en karlmenn vegna samfélagslegrar stöðu sinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent