Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að tollkvótum verði ekki opnað á innfluttum sérostum í nýju frumvarpi um breytingum á tollalögum landbúnaðarafurða. Nái frumvarpið í gegn með þeim breytingum sem nefndin leggur til myndu tollatilslakanirnar aðeins ná til móðurmjólkur.
Frumvarpið sjálft, sem flutt var af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, í maí fól í sér hraðari opnun tollkvóta á innfluttum osti en Evrópusambandið gerir ráð fyrir. Ísland hefur undirritað samning við ESB um að tollkvótar verði auknir á innfluttum mjólkurafurðum á næstu fjórum árum, en í frumvarpinu var lagt til að ferlinu yrði hraðað niður í eitt ár.
Í nýbirtum tillögum meirihluta atvinnuveganefndar á frumvarpinu er lagt til að umrædd nái ekki til neinna annarra mjólkurafurða en móðurmjólkur. Sem rökstuðning bendir meirihlutinn á að breytingarnar myndu hafa mikil áhrif á íslenska mjólkurframleiðslu, þrátt fyrir að frumvarpið hafi að mestu snúist um vörur sem væru ekki framleiddar hér á landi og væru því flestar ekki í beinni samkeppni við hana.
Í ljósi mögulegra raskana á framleiðslu telur meirihlutinn því mikilvægt að íslensk mjólkurvöruframleiðsla fái aukinn aðlögunartíma, en leggur þó til að ráðherra hraði eins og mögulegt væri aðgangsheimildum fyrir mjólkurafurðir á innri markað Evrópusambandsins.