Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrskipað nýja tolla á vöruinnfluttning á kínverskar vörur. Samanlagt eru þeir taldir vera upp á um 50 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur 5.500 milljarða króna miðað við núverandi gengi.
Samkvæmt umfjöllun Bloomberg horfir Trump meðal annars til iðngreina sem Kínverjar vilja vera búnir að ná forystu á heimsvísu í fyrir árið 2025.
Um 1.300 vörutegundir hafa verið undir í þessum hugmyndum Trump, en ekki hefur gert grein fyrir því formlega hvenær þessir tollar eiga að taka gildi og hvaða vörutegundir muni falla undir tollana.
BREAKING: Trump approved tarrifs on Chinese good worth about $50 billion, source says https://t.co/48yBetTN4a pic.twitter.com/DPjpZK25je
— Bloomberg Politics (@bpolitics) June 14, 2018
Eins og kunnugt er hefur Trump skapað sér miklar óvinsældir hjá mörgum vinaríkjum Bandaríkjanna með því að boða hækkun tolla á ýmsan varning, þar á meðal 25 prósent toll á stáll og 10 prósent á ál, frá Evrópu, Kanada og Mexíkó. Þessi mál urðu meðal annars til þess að leiðtogafundur G7 ríkja heimsins leystist upp, og fór Trump fyrr af fundinum en hann hafði ætlað sér upphaflega.
Samkvæmt umfjöllun Bloomberg eru miklar líkur taldar á því að þessum tollum verði mótmælt harðlega en Kínverjar hafa reynt að tala um fyrir Trump, og talað fyrir auknu viðskiptafrelsi og að alþjóðlegir viðskiptasamningar haldi í viðskiptum milli landanna.