Rafmögnuð spenna og Íslendingar streyma til Moskvu

Mikil spenna er fyrir leiknum sögulega gegn Argentínu á HM á morgun. Argentínumenn segjast búast við erfiðum leik.

Ísland
Auglýsing

Mikil spenna er nú farin að byggj­ast upp fyrir leik­inn sögu­lega gegn Argent­ínu á HM á morg­un, en Íslend­ingar eru farnir að streyma til Moskvu þar sem leik­ur­inn fer fram. 

Hann hefst klukkan 13:00 á morgun og fer fram á Spar­tak Stadi­um. 

Spá Google fyrir leiknum segir að 71 pró­sent líkur séu á sigri Argent­ínu, 18 pró­sent líkur a jafn­tefli og 11 pró­sent líkur á sigri Íslands. 

AuglýsingFót­bolta­vef­ur­inn www.­fot­bolt­i.­net hefur verið með yfir­grips­mikla umfjöllun um und­ir­bún­ing lands­liðs­ins. 

Ólafur Ingi Skúla­son, miðju­maður í íslenska lands­lið­inu, segir í við­tali við Fót­bolta.­net að íslenska liðið þurfi að verj­ast betur en það hafi gert nokkurn tím­ann, og nýta síðan styrk­leika Íslands þegar færi gefst. Sem er ekki síst að nýta skynd­i­sóknir og föst leikatriði til að skapa hættu við mark and­stæð­ing­ana. 

Aron Einar Gunn­ars­son, lands­liðs­fyr­ir­liði, hefur verið í kapp­hlaupi við tím­ann vegna meiðsla, en Heimir Hall­gríms­son, lands­liðs­þjálf­ari, hefur gefið það út að hann verði klár fyrir leik­inn mik­il­væga gegn Argent­ín­u. 

Fjöl­miðlaum­fjöllun um íslenska lands­liðið hefur verið gríð­ar­lega mikil um allan heim, í aðdrag­anda HM og birti New York Times meðal ann­ars ítar­legt við­tal við Heimi Hall­gríms­son í blað­inu og á vefnum í gær. Þar er talað um að Ísland sé með þjálfar sem sem togi tennur úr fólki til að slaka á, en Heimir er tann­læknir að mennt og sinnir því starfi þegar færi gefst, þó þjálfun íslenska lands­liðs­ins eigi að sjálf­sögðu hug hans all­an. Time og Sports Ill­u­strated hafa verið með Ísland á for­síðum sínum í aðdrag­anda keppn­inn­ar, og sjón­varps­stöðv­arnar ESPN og FOX Sports hafa báðar fjallað mikið um Ísland und­an­farna daga, í aðdrag­anda keppn­inn­ar. Útgangs­punkt­ur­inn í umfjöll­un­inni er oftar en ekki hvernig á því stend­ur, að 350 þús­und manna þjóð hafi náð svo góðum árangri í fót­bolta, en Ísland er sem kunn­ugt er fámenn­asta landið í sög­unni til að koma lands­liði í úrslita­keppni HM. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent