Íslenska gámafélagið er til sölu, og hefur fyrirtækjaráðgjöf Kviku umsjón með söluferlinu. Hagnaður fyrirtækisins, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA), nam 650 milljónum króna í fyrra, að því er segir í Markaðnum í dag, sem vitnar til fjárfestakynningar um rekstur félagsins.
Hluthafar félagsins í dag eru Gufunes og fagfjárfestasjóðurinn Auður I, sem er í rekstri hjá Kviku.
Í Markaðnum segir að viðskiptavinir félagsins séu 4.500 talsins og samanstandi af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum.
Aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru 4.500 talsins og samanstanda af 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum. Allt hlutafé Vélamiðstöðvarinnar, dótturfélags Íslenska gámafélagsins, er jafnframt til sölu en samtals starfa um 300 manns hjá fyrirtækjunum. Íslenska gámafélagið er í jafnri eigu Gufuness ehf. og Auðar I en stærsti hluthafi Gufuness er Jón Þórir Frantzon, sem er jafnframt stjórnarformaður Íslenska gámafélagsins.
Eigið fé félagsins nam í lok árs í fyrra um 1,7 milljörðum króna.