Segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea sé að afvopnast

Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu hefur ekki verið stöðvuð enn, og ekki er vitað hvort hún muni gera það.

h_53236376.jpg
Auglýsing

James Matt­is, varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki hafa fengið neinar upp­lýs­ingar um það að Norð­ur­-Kórea ætli sér að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum og þá bendir ekk­ert til þess að kjarn­orku­vopna­á­ætlun lands­ins hafi verið stöðv­uð. 

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Mattis hélt í varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, í gær. 

Þrátt fyrir dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta þá liggur ekki fyrir enn hvernig verður unnið úr fund­inum sögu­lega í Singapúr, milli Trump og Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu.

AuglýsingÍtar­legar við­ræður eiga að fara í gang á næst­unni og verða Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra, og John Bolton, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps, í leið­andi hlut­verki í þeim fyrir hönd Banda­ríkj­anna. 

Mattis sagði í sam­tölum við blaða­menn að ætti eftir að koma í ljós, hver staðan væri í reynd, eftir þennan fund.

Kim Jong Un hefur þegar farið í opin­bera heim­sókn til Kína, og fékk það höfð­ing­legar mót­tök­ur. Hann kom til fund­ar­ins í Singapúr með flug­vél frá Air China, rík­is­flug­fé­lag­inu í Kína, og flaug með henni til baka aft­ur. Kín­verskir fjöl­miðlar hafa skrifað um það að fund­ur­inn hafi verið árang­urs­ríkur fyrir Norð­ur­-Kóreu og sterkt vina­sam­band Norð­ur­-Kóreu og Kína hafi verið und­ir­s­strik­að. 

Trump hefur sagt að Kim Jong Un hafi grát­beðið um fund­inn með hon­um. Afar­kostir Banda­ríkja­manna hafi verið þeir, að Norð­ur­-Kórea þyrfti að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum fyrir 2020. 

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent