Segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea sé að afvopnast

Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu hefur ekki verið stöðvuð enn, og ekki er vitað hvort hún muni gera það.

h_53236376.jpg
Auglýsing

James Matt­is, varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki hafa fengið neinar upp­lýs­ingar um það að Norð­ur­-Kórea ætli sér að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum og þá bendir ekk­ert til þess að kjarn­orku­vopna­á­ætlun lands­ins hafi verið stöðv­uð. 

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Mattis hélt í varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, í gær. 

Þrátt fyrir dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta þá liggur ekki fyrir enn hvernig verður unnið úr fund­inum sögu­lega í Singapúr, milli Trump og Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu.

AuglýsingÍtar­legar við­ræður eiga að fara í gang á næst­unni og verða Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra, og John Bolton, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps, í leið­andi hlut­verki í þeim fyrir hönd Banda­ríkj­anna. 

Mattis sagði í sam­tölum við blaða­menn að ætti eftir að koma í ljós, hver staðan væri í reynd, eftir þennan fund.

Kim Jong Un hefur þegar farið í opin­bera heim­sókn til Kína, og fékk það höfð­ing­legar mót­tök­ur. Hann kom til fund­ar­ins í Singapúr með flug­vél frá Air China, rík­is­flug­fé­lag­inu í Kína, og flaug með henni til baka aft­ur. Kín­verskir fjöl­miðlar hafa skrifað um það að fund­ur­inn hafi verið árang­urs­ríkur fyrir Norð­ur­-Kóreu og sterkt vina­sam­band Norð­ur­-Kóreu og Kína hafi verið und­ir­s­strik­að. 

Trump hefur sagt að Kim Jong Un hafi grát­beðið um fund­inn með hon­um. Afar­kostir Banda­ríkja­manna hafi verið þeir, að Norð­ur­-Kórea þyrfti að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum fyrir 2020. 

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiErlent