Segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea sé að afvopnast

Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu hefur ekki verið stöðvuð enn, og ekki er vitað hvort hún muni gera það.

h_53236376.jpg
Auglýsing

James Matt­is, varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki hafa fengið neinar upp­lýs­ingar um það að Norð­ur­-Kórea ætli sér að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum og þá bendir ekk­ert til þess að kjarn­orku­vopna­á­ætlun lands­ins hafi verið stöðv­uð. 

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Mattis hélt í varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, í gær. 

Þrátt fyrir dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta þá liggur ekki fyrir enn hvernig verður unnið úr fund­inum sögu­lega í Singapúr, milli Trump og Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu.

AuglýsingÍtar­legar við­ræður eiga að fara í gang á næst­unni og verða Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra, og John Bolton, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps, í leið­andi hlut­verki í þeim fyrir hönd Banda­ríkj­anna. 

Mattis sagði í sam­tölum við blaða­menn að ætti eftir að koma í ljós, hver staðan væri í reynd, eftir þennan fund.

Kim Jong Un hefur þegar farið í opin­bera heim­sókn til Kína, og fékk það höfð­ing­legar mót­tök­ur. Hann kom til fund­ar­ins í Singapúr með flug­vél frá Air China, rík­is­flug­fé­lag­inu í Kína, og flaug með henni til baka aft­ur. Kín­verskir fjöl­miðlar hafa skrifað um það að fund­ur­inn hafi verið árang­urs­ríkur fyrir Norð­ur­-Kóreu og sterkt vina­sam­band Norð­ur­-Kóreu og Kína hafi verið und­ir­s­strik­að. 

Trump hefur sagt að Kim Jong Un hafi grát­beðið um fund­inn með hon­um. Afar­kostir Banda­ríkja­manna hafi verið þeir, að Norð­ur­-Kórea þyrfti að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum fyrir 2020. 

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent