Segir ekkert benda til þess að Norður-Kórea sé að afvopnast

Kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu hefur ekki verið stöðvuð enn, og ekki er vitað hvort hún muni gera það.

h_53236376.jpg
Auglýsing

James Matt­is, varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki hafa fengið neinar upp­lýs­ingar um það að Norð­ur­-Kórea ætli sér að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum og þá bendir ekk­ert til þess að kjarn­orku­vopna­á­ætlun lands­ins hafi verið stöðv­uð. 

Þetta kom fram á blaða­manna­fundi sem Mattis hélt í varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, í gær. 

Þrátt fyrir dig­ur­barka­legar yfir­lýs­ingar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta þá liggur ekki fyrir enn hvernig verður unnið úr fund­inum sögu­lega í Singapúr, milli Trump og Kim Jong Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu.

AuglýsingÍtar­legar við­ræður eiga að fara í gang á næst­unni og verða Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra, og John Bolton, þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps, í leið­andi hlut­verki í þeim fyrir hönd Banda­ríkj­anna. 

Mattis sagði í sam­tölum við blaða­menn að ætti eftir að koma í ljós, hver staðan væri í reynd, eftir þennan fund.

Kim Jong Un hefur þegar farið í opin­bera heim­sókn til Kína, og fékk það höfð­ing­legar mót­tök­ur. Hann kom til fund­ar­ins í Singapúr með flug­vél frá Air China, rík­is­flug­fé­lag­inu í Kína, og flaug með henni til baka aft­ur. Kín­verskir fjöl­miðlar hafa skrifað um það að fund­ur­inn hafi verið árang­urs­ríkur fyrir Norð­ur­-Kóreu og sterkt vina­sam­band Norð­ur­-Kóreu og Kína hafi verið und­ir­s­strik­að. 

Trump hefur sagt að Kim Jong Un hafi grát­beðið um fund­inn með hon­um. Afar­kostir Banda­ríkja­manna hafi verið þeir, að Norð­ur­-Kórea þyrfti að afvopn­ast kjarn­orku­vopnum fyrir 2020. 

Koma svo!
Koma svo!
Koma svo – Það eru engir töfrar
Kjarninn 12. desember 2018
Aflaverðmæti jókst um 13 prósent milli ára
Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst 2018 nam tæpum 11,9 milljörðum króna. Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 13 prósent aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Kjarninn 12. desember 2018
Stórt bil á milli kaupgetu og kaupverðs
Í nýrri hagsjá Landsbankans kemur fram að stórt bil sé á milli kaup­getu þeirra sem eigi við erfiðleika að etja í hús­næðismál­um og kaup­verðs nýrra íbúða. Leigjendur reikna með að kaupa íbúð undir 45 milljónum en ný meðalíbúð kostar 54 millj­ón­ir.
Kjarninn 12. desember 2018
Íbúðalánasjóður stofnar opinbert leigufélag
Nýtt leigufélag hefur fengið nafnið Bríet og mun það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi Íbúðalánasjóðs í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.
Kjarninn 12. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson
Misskipting, ójöfnuður og óréttlæti eru engin náttúrulögmál
Leslistinn 12. desember 2018
Funda um sendiherramálið í janúar
Samkvæmt formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun nefndin funda um hið svokallaða sendiherramál í janúar. Ekki var hægt að fjalla um málið í nefndinni í dag þar sem Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mættu ekki.
Kjarninn 12. desember 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar
Kjarninn 12. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent