Landfærnisráð mikilvægt fyrir fjórðu iðnbyltinguna

Hópur á vegum velferðarráðuneytisins telur ráðuneytið eiga að stofna landfærnisráð til að meta stöðu og færni íslensks vinnuafls til langs tíma.

Ásmundur Einar Daðason félags-og jafnréttismálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félags-og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Sér­fræð­inga­hópur um færni- og mennt­un­ar­þörf á íslenskum vinnu­mark­aði leggur til að land­færn­is­ráð verði stofnað til að greina færni vinnu­afls hér á landi. Íslend­ingar séu eft­ir­bátar ann­arra þjóða í slíkri grein­ingu, en ráðið yrði mik­il­vægt til að meta áhrif fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Þetta kom fram á fundi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í morg­un. 

Nokkuð um of- og van­menntun

Á fund­inum birtu Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands og sér­fræð­inga­hóp­ur­inn nið­ur­stöður úr skýrslum sínum um mat á færni vinnu­afls á Íslandi. Sam­kvæmt skýrslu Hag­fræði­stofn­unar er mennt­un­ar­stig vinnu­afls á Íslandi nokkuð lægra en á hinum Norð­ur­lönd­un­um, en hlut­fall vinnu­afls með grunn­skóla­próf eða minna hefur þó lækkað á síð­ustu árum og er nú á pari við með­al­tal OECD-­ríkja. 

Auglýsing

Hag­fræði­stofnun taldi einnig nokkuð vera um bæði of- og van­menntun í ýmsum störfum á Íslandi, mest væri um ofmenntað vinnu­afl í fisk­veiðum og vann­mentun var sér­stak­lega sýni­leg í sér­fræði­störfum í eðl­is-, verk-og stærð­fræð­i.  Sömu­leiðis benti Sig­urður Björns­son, starfs­maður Hag­fræði­stofn­unn­ar, á að ríf­lega 60% kenn­ara­mennt­aðra starfi við kennslu eða upp­eld­is­fræði, en það hlut­fall hefur hald­ist nokkuð jafnt síðan 2008. 

Ísland eft­ir­bátur ann­arra ríkja

Karl Sig­urðs­son, sviðs­stjóri hjá Vinnu­mála­stofn­un, birti nið­ur­stöður skýrslu sér­fræð­inga­hóps­ins þar sem fjallað er um þörf þess að fram­kvæma svo­kall­aða færnispá fyrir íslenska vinnu­mark­að­inn. Með henni yrði kerf­is­bundið mat lagt á færn­i-, mennt­un­ar-og mann­afla­þörf á vinnu­mark­aði til lengri tíma, en sam­kvæmt Karli er Ísland eft­ir­bátur ann­arra ríkja í þessum efn­um. 

Félagsmálaráðherra alsæll við afhendingu skýrslu sérfræðingahópsins. Mynd: Jónas Atli Gunnarsson.

Meðal til­lagna hóps­ins er að skoðað verði hvort Hag­stofa Íslands eigi að fá form­legt hlut­verk við færnispá­gerð til langs tíma auk þess sem starfs­greina­nefnd fái form­legt ráð­gef­andi hlut­verk í spá­ferl­inu. Einnig var lagt til að svo­kallað land­færn­is­ráð yrði stofn­að, en fyr­ir­mynd þess yrði sótt til Írlands og Finn­lands.

Færnispár yrðu mik­il­vægar fyrir stefnu­mótun rík­is, sveita­fé­laga og mennta­stofn­anna hér á landi, sér­stak­lega í ljósi þeirra örra tækni­breyt­inga sem átt hafa sér stað á síð­ustu árum og gjarnan eru kenndar við fjórðu iðn­bylt­ing­una. Sam­kvæmt sér­fræð­inga­hópnum kallar aukin óvissa, hrað­ari tækni­breyt­ingar og flók­ari sam­setn­ing efna­hags­lífs­ins  á breyttar áherslur í atvinn­u-, mennta og vinnu­mark­aðs­mál­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent