Ásakanir borgarfulltrúa um trúnaðarbrest brot á siðareglum

Skrifstofustjóri borgarstjórnar segir að listi yfir tillögur borgarfulltrúa um fólk í ráð, nefndir og stjórnir hafi ekki verið trúnaðarmál og að ásakanir um trúnaðarbrest séu brot á siðareglum.

Borgarstjórn - 19. júní 2018
Auglýsing

Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórnar telur að ákvæði um rétt­indi og skyldur kjör­inna full­trúa, sem og siða­reglur þeirra, hafi verið brotnar þegar Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks sak­aði starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar um trún­að­ar­brest og brot á starfs­skyld­um. Þetta kemur fram í minn­is­blaði um fram­lagn­ingu fram­boðs­lista við kosn­ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum borg­ar­innar sem lagt var fram í gær. RÚV greindi frá í gær­kvöldi. 

Í frétt­inni kemur fram að Marta hafi ekki dregið ásak­an­irnar til bak­a. 

Á fyrsta fundi borg­ar­stjórnar sem fram fór þann 19. júní síð­ast­lið­inn fór fram umræða um vinnu­lag við fram­lag fram­boðs­lista. Í ræðu Mörtu Guð­jóns­dóttur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks við umræðu um til­lögu borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs hélt borga­full­trú­inn því fram að fram­lagn­ing sam­eig­in­legs lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Sós­í­alista­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins í þau ráð, nefndir og stjórnir sem voru á dag­skrá borg­ar­stjórnar væri trún­að­ar­mál. List­inn inni­héldi trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem aðrir borg­ar­full­trúar ættu ekki að hafa aðgang að fyrir fund borg­ar­stjórn­ar.

Auglýsing

Í minn­is­blað­inu stendur að ekki sé unn­t að ­ger­a ­sér­ ­grein ­fyr­ir­ því hvað oll­i því að sumir borg­ar­full­trú­ar virtu­st halda það á fundi borg­ar­stjórnar að trún­aður gilti um marg­nefnda lista, án tillits til ­skýrra á­kvæða sveit­ar­stjórn­ar­laga og ­sam­þykkta.

„Fund­ir­ ­borg­ar­stjórn­ar eru opn­ir og öll fund­ar­gögn þeirra eru birt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar um ­leið og ­boð­að er til fund­ar. Þar að auki er ekki að finna nein ummerki þess í erindi borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins að um fram­lagða lista skuli gilda ein­hver trún­aður enda er hvorki tölvu­póst­ur­inn trún­að­ar­merktur né excel-skjalið sem fylgd­i. 

Þar að ­auki er vand­séð hvers ­vegna ­borg­ar­full­trú­arn­ir ­töld­u efn­is­lega ­nauð­syn á því að­halda ­nöfn­um ­leynd­um frá á­huga­söm­um á­horf­end­um/hlust­end­um í nokkra ­klukku­tíma áður en kosn­ing fór fram þar ­sem ekki er á nokk­urn hátt um að ræða við­kvæmar ­per­sónu­legar upp­lýs­ingar sem eigi að fara leynt,“ skrifar Helga. 

Skrif­stofu­stjóri segir að listar sem þessir geti aldrei verið trún­að­ar­mál og vísar hún til sveit­ar­stjórn­ar­laga og sam­þykktar um stjórn Reykja­vík­ur­borgar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar. Í 16. grein sveit­ara­stjórn­ar­laga segir að fundir sveit­ar­stjórna fari fram fyrir opnum tjöldum og í 15. grein lag­anna segir að dag­skrá funda skuli fylgja fund­ar­boði, sem og þau gögn sem sveit­ar­stjórn­ar­fólk þurfi til að geta tekið upp­lýstar ákvarð­anir á fund­in­um. Í sam­þykkt borg­ar­stjórnar um stjórn Reykja­vík­ur­borgar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórnar segir að þegar kosn­ingar í nefnd­ir, ráð og stjórnir á vegum borg­ar­innar séu ann­ars vegar skuli ­upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem lagt er til að taki sæt­i ­sendar for­sætis­nefnd.

„Það er því bein­línis kveðið á um það að upp­lýs­ingar um ein­staka fram­boð skuli liggja fyrir strax þegar boðað er til borg­ar­stjórn­ar­fund­ar,“ segir í minn­is­blað­inu.

Marta Guðjónsdóttir - Mynd: Bára Huld Beck

Lagt til að nám­skeið verði haldið

Helga Björk hafði óskað eftir því þann 13. júní að fá afhendan fram­boðs­lista allra flokka í síð­asta lagi kl. 14:00 föstu­dag­inn 15. júní svo hægt væri að hefja yfir­ferð þeirra með hlið­sjón af kjör­geng­is­skil­yrð­um, jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum og öðrum almennum atrið­um. Hún greinir frá því að laust eftir klukkan tvö dag­inn áður, þann 12. júní, hafi henni borist fyrsta fyr­ir­spurnin frá starfs­manni borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna kosn­inga í ráð og nefnd­ir. Sami starfs­maður hafi sent henni annað erindi skömmu fyrir klukkan fjögur sama dag þar sem hann spurði hvort ekki þurfi að skila til­nefn­ingum í ráð og nefndir næst­kom­andi föstu­dag, þann 15. júní.

Skrif­stofu­stjór­inn fund­aði með umræddum starfs­manni og Eyþóri Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks 14. júní þar sem kosn­ingar í ráð og nefndir voru rædd. Þar kom fram að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins myndu skila sam­eig­in­legum listum föstu­dag­inn 15. júní. Þann sama dag skil­aði meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sam­eig­in­legum lista til yfir­ferð­ar.

Þann 16. júní, eða dag­inn eft­ir, hafði list­inn frá minni­hlut­anum ekki enn borist skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar. Þegar fyr­ir­spurn var send um morg­un­inn til starfs­manns borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæð­is­flokks­ins barst svar um kvöldið þar sem sagði að gögnin kæmu dag­inn eft­ir.

Sam­kvæmt minn­is­blað­inu bár­ust list­arnir ekki fyrr en þremur heilum dögum eftir að frestur til að skila þeim rann út, rétt eftir klukkan 9 að kvöldi mánu­dags­ins 18. júní. Athuga­semdir voru gerðar við gögn­in, list­arnir voru meðal ann­ars ekki upp­settir á réttan hátt, þar voru ekki til­nefndir skrif­arar og und­ir­skriftir vant­aði sem er ekki í sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög. Yfir­ferðar á list­unum og gögnum þeim tengdum lauk ekki fyrir skömmu áður en fundur borg­ar­stjórnar hófst kl. 14 þann 19. júní síð­ast­lið­inn.

Lagt er til í minn­is­blað­inu að for­sætis­nefnd sam­þykki að nám­skeið verði haldið fyrir borg­ar­full­trúa þar sem mun­ur­inn á opnum og lok­uðum fundum verði kynnt­ur, mun­inn á fund­ar­gögnum slíkra funda og hvaða gögn skulu merkt trún­að­ar­gögn. Auk þess verði farið yfir hvers vegna ákvæði eru um það í sam­þykktum að fund­ar­gögn borg­ar­stjórnar séu öllum aðgengi­leg.

Brotið gegn siða­reglum

Varð­andi full­yrð­ingar Mörtu um trún­að­ar­brest létu nokkrir borg­ar­full­trúar ummæli falla þar sem fram komu ásak­anir í garð starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, þar með talið í garð Helgu Bjarkar skrif­stofu­stjóra, starfs­manna skrif­stofu borg­ar­stjórnar og allra starfs­manna Ráð­húss Reykja­vík­ur, sam­kvæmt minn­is­blað­in­u. 

Helga bendir að í umræð­unni hafi komið upp ásak­anir um að starfs­menn hafi brotið trún­að, lekið trún­að­ar­gögnum og/eða brotið starfs­skyldur sínar á alvar­legan hátt. Borg­ar­full­trú­inn Hildur Björns­dóttir hafi tekið til máls á fund­in­um, haft uppi ásak­anir um leka á trún­að­ar­gögnum og nafn­greindi und­ir­rit­aða í ræðu­stól, vit­andi það að eng­inn maður utan borg­ar­stjórnar getur tekið til máls á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Helga tel­ur að bæð­i á­kvæði um rétt­ind­i og ­skyld­ur ­kjör­inna ­full­trú­a og ­siða­reglur kjör­inna full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg hafi verið brotnar í til­vitn­aðri umræðu þeg­ar ­starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar vor­u á­sak­að­ir um ­trún­að­ar­brest og brot á ­starfs­skyld­um sín­um án þess að það hafi síðar verið leið­rétt. 

Hún segir jafn­framt að sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum beri sveit­ar­stjórnum að setja sér siða­reglur sem ná til allra kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórn og nefnd­um og ráðum ­sem sveit­ar­stjórn­ ­skip­ar. Á grund­velli ­söm­u laga hafi Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga skipað nefnd sem veitt getur álit um siða­reglur og ætl­uð brot á þeim. Helga óskar eftir því að for­sætis­nefnd taki til skoð­unar að grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana, þar með talið að leita álits siða­nefndar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent