Ásakanir borgarfulltrúa um trúnaðarbrest brot á siðareglum

Skrifstofustjóri borgarstjórnar segir að listi yfir tillögur borgarfulltrúa um fólk í ráð, nefndir og stjórnir hafi ekki verið trúnaðarmál og að ásakanir um trúnaðarbrest séu brot á siðareglum.

Borgarstjórn - 19. júní 2018
Auglýsing

Helga Björk Lax­dal skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórnar telur að ákvæði um rétt­indi og skyldur kjör­inna full­trúa, sem og siða­reglur þeirra, hafi verið brotnar þegar Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks sak­aði starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar um trún­að­ar­brest og brot á starfs­skyld­um. Þetta kemur fram í minn­is­blaði um fram­lagn­ingu fram­boðs­lista við kosn­ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum borg­ar­innar sem lagt var fram í gær. RÚV greindi frá í gær­kvöldi. 

Í frétt­inni kemur fram að Marta hafi ekki dregið ásak­an­irnar til bak­a. 

Á fyrsta fundi borg­ar­stjórnar sem fram fór þann 19. júní síð­ast­lið­inn fór fram umræða um vinnu­lag við fram­lag fram­boðs­lista. Í ræðu Mörtu Guð­jóns­dóttur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks við umræðu um til­lögu borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs hélt borga­full­trú­inn því fram að fram­lagn­ing sam­eig­in­legs lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Sós­í­alista­flokks­ins, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins í þau ráð, nefndir og stjórnir sem voru á dag­skrá borg­ar­stjórnar væri trún­að­ar­mál. List­inn inni­héldi trún­að­ar­upp­lýs­ingar sem aðrir borg­ar­full­trúar ættu ekki að hafa aðgang að fyrir fund borg­ar­stjórn­ar.

Auglýsing

Í minn­is­blað­inu stendur að ekki sé unn­t að ­ger­a ­sér­ ­grein ­fyr­ir­ því hvað oll­i því að sumir borg­ar­full­trú­ar virtu­st halda það á fundi borg­ar­stjórnar að trún­aður gilti um marg­nefnda lista, án tillits til ­skýrra á­kvæða sveit­ar­stjórn­ar­laga og ­sam­þykkta.

„Fund­ir­ ­borg­ar­stjórn­ar eru opn­ir og öll fund­ar­gögn þeirra eru birt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar um ­leið og ­boð­að er til fund­ar. Þar að auki er ekki að finna nein ummerki þess í erindi borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins að um fram­lagða lista skuli gilda ein­hver trún­aður enda er hvorki tölvu­póst­ur­inn trún­að­ar­merktur né excel-skjalið sem fylgd­i. 

Þar að ­auki er vand­séð hvers ­vegna ­borg­ar­full­trú­arn­ir ­töld­u efn­is­lega ­nauð­syn á því að­halda ­nöfn­um ­leynd­um frá á­huga­söm­um á­horf­end­um/hlust­end­um í nokkra ­klukku­tíma áður en kosn­ing fór fram þar ­sem ekki er á nokk­urn hátt um að ræða við­kvæmar ­per­sónu­legar upp­lýs­ingar sem eigi að fara leynt,“ skrifar Helga. 

Skrif­stofu­stjóri segir að listar sem þessir geti aldrei verið trún­að­ar­mál og vísar hún til sveit­ar­stjórn­ar­laga og sam­þykktar um stjórn Reykja­vík­ur­borgar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar. Í 16. grein sveit­ara­stjórn­ar­laga segir að fundir sveit­ar­stjórna fari fram fyrir opnum tjöldum og í 15. grein lag­anna segir að dag­skrá funda skuli fylgja fund­ar­boði, sem og þau gögn sem sveit­ar­stjórn­ar­fólk þurfi til að geta tekið upp­lýstar ákvarð­anir á fund­in­um. Í sam­þykkt borg­ar­stjórnar um stjórn Reykja­vík­ur­borgar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórnar segir að þegar kosn­ingar í nefnd­ir, ráð og stjórnir á vegum borg­ar­innar séu ann­ars vegar skuli ­upp­lýs­ingar um nöfn þeirra sem lagt er til að taki sæt­i ­sendar for­sætis­nefnd.

„Það er því bein­línis kveðið á um það að upp­lýs­ingar um ein­staka fram­boð skuli liggja fyrir strax þegar boðað er til borg­ar­stjórn­ar­fund­ar,“ segir í minn­is­blað­inu.

Marta Guðjónsdóttir - Mynd: Bára Huld Beck

Lagt til að nám­skeið verði haldið

Helga Björk hafði óskað eftir því þann 13. júní að fá afhendan fram­boðs­lista allra flokka í síð­asta lagi kl. 14:00 föstu­dag­inn 15. júní svo hægt væri að hefja yfir­ferð þeirra með hlið­sjón af kjör­geng­is­skil­yrð­um, jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum og öðrum almennum atrið­um. Hún greinir frá því að laust eftir klukkan tvö dag­inn áður, þann 12. júní, hafi henni borist fyrsta fyr­ir­spurnin frá starfs­manni borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna kosn­inga í ráð og nefnd­ir. Sami starfs­maður hafi sent henni annað erindi skömmu fyrir klukkan fjögur sama dag þar sem hann spurði hvort ekki þurfi að skila til­nefn­ingum í ráð og nefndir næst­kom­andi föstu­dag, þann 15. júní.

Skrif­stofu­stjór­inn fund­aði með umræddum starfs­manni og Eyþóri Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks 14. júní þar sem kosn­ingar í ráð og nefndir voru rædd. Þar kom fram að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins myndu skila sam­eig­in­legum listum föstu­dag­inn 15. júní. Þann sama dag skil­aði meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sam­eig­in­legum lista til yfir­ferð­ar.

Þann 16. júní, eða dag­inn eft­ir, hafði list­inn frá minni­hlut­anum ekki enn borist skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar. Þegar fyr­ir­spurn var send um morg­un­inn til starfs­manns borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæð­is­flokks­ins barst svar um kvöldið þar sem sagði að gögnin kæmu dag­inn eft­ir.

Sam­kvæmt minn­is­blað­inu bár­ust list­arnir ekki fyrr en þremur heilum dögum eftir að frestur til að skila þeim rann út, rétt eftir klukkan 9 að kvöldi mánu­dags­ins 18. júní. Athuga­semdir voru gerðar við gögn­in, list­arnir voru meðal ann­ars ekki upp­settir á réttan hátt, þar voru ekki til­nefndir skrif­arar og und­ir­skriftir vant­aði sem er ekki í sam­ræmi við sveit­ar­stjórn­ar­lög. Yfir­ferðar á list­unum og gögnum þeim tengdum lauk ekki fyrir skömmu áður en fundur borg­ar­stjórnar hófst kl. 14 þann 19. júní síð­ast­lið­inn.

Lagt er til í minn­is­blað­inu að for­sætis­nefnd sam­þykki að nám­skeið verði haldið fyrir borg­ar­full­trúa þar sem mun­ur­inn á opnum og lok­uðum fundum verði kynnt­ur, mun­inn á fund­ar­gögnum slíkra funda og hvaða gögn skulu merkt trún­að­ar­gögn. Auk þess verði farið yfir hvers vegna ákvæði eru um það í sam­þykktum að fund­ar­gögn borg­ar­stjórnar séu öllum aðgengi­leg.

Brotið gegn siða­reglum

Varð­andi full­yrð­ingar Mörtu um trún­að­ar­brest létu nokkrir borg­ar­full­trúar ummæli falla þar sem fram komu ásak­anir í garð starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, þar með talið í garð Helgu Bjarkar skrif­stofu­stjóra, starfs­manna skrif­stofu borg­ar­stjórnar og allra starfs­manna Ráð­húss Reykja­vík­ur, sam­kvæmt minn­is­blað­in­u. 

Helga bendir að í umræð­unni hafi komið upp ásak­anir um að starfs­menn hafi brotið trún­að, lekið trún­að­ar­gögnum og/eða brotið starfs­skyldur sínar á alvar­legan hátt. Borg­ar­full­trú­inn Hildur Björns­dóttir hafi tekið til máls á fund­in­um, haft uppi ásak­anir um leka á trún­að­ar­gögnum og nafn­greindi und­ir­rit­aða í ræðu­stól, vit­andi það að eng­inn maður utan borg­ar­stjórnar getur tekið til máls á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Helga tel­ur að bæð­i á­kvæði um rétt­ind­i og ­skyld­ur ­kjör­inna ­full­trú­a og ­siða­reglur kjör­inna full­trúa hjá Reykja­vík­ur­borg hafi verið brotnar í til­vitn­aðri umræðu þeg­ar ­starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar vor­u á­sak­að­ir um ­trún­að­ar­brest og brot á ­starfs­skyld­um sín­um án þess að það hafi síðar verið leið­rétt. 

Hún segir jafn­framt að sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum beri sveit­ar­stjórnum að setja sér siða­reglur sem ná til allra kjör­inna full­trúa í sveit­ar­stjórn og nefnd­um og ráðum ­sem sveit­ar­stjórn­ ­skip­ar. Á grund­velli ­söm­u laga hafi Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga skipað nefnd sem veitt getur álit um siða­reglur og ætl­uð brot á þeim. Helga óskar eftir því að for­sætis­nefnd taki til skoð­unar að grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana, þar með talið að leita álits siða­nefndar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent